Óheppileg orð í hæsta máta

Eftir harða stefnu ESB mót Íslandi þegar landið þurfti hvað bráðast og nauðsynlegast á fjárhagsaðstoð að halda og sjálfur skollaleikur Gordons ráðherra í Bretlandi Brown stóð sem hæst - vill nýskipaður ráðherra viðskiptamála halla sér að ESB. Þetta er er beinlínis niðrandi fyrir okkar þjóðarstolt, eða það litla sem eftir er af því. 

Hvernig dettur manngreyinu svona þvættingur í hug og á þessum tíma? Er hann kominn með rugluna líka? Ég hef afar slæma tilfinningu fyrir EURO og frábið mér allar þreifingar í átt mót innleiðingu slíkrar mynteiningar.

Ég styð allar tillögur sem snúa að því að efla efnahagslegt samstarf við þá þjóð sem stendur okkur næst; Norðmenn.  Að taka upp EURO væri að ganga frá vinaborði og kasta sér í ógreinilegan og illa lyktandi graut ósamstæðra og óstöðuga og vaklandi fjölþjóðaríkis ESB.  Slíkt má ekki gerast.


mbl.is Rökrétt að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Segi það enn og aftur, að vera að koma með þetta núna þegar við erum í sárum er algjört rugl, ætlar hann kannski að koma okkur inn þegar við erum með allt niður um okkur, hverslags rugl er þetta, væri ekki nær að styrkja innviði Íslands fyrst áður en við förum að hugsa um að taka upp evru, atvinnuleysi í evrulöndum er komið í tæp 8%, við verðum bara fyrst að vinna okkur úr þessu og styrkja gjaldmiðillinn okkar, og þá er hægt að spá í hvort við ættum að fara éður ei.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 12.2.2009 kl. 21:39

2 Smámynd: TARA

Það eru fleiri sem vilja taka upp norsku krónuna...kannski ekki galin hugmynd...

TARA, 12.2.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband