John Edgar Hoover

Í bloggi sínu lætur Haraldur Bjarnason að því leiða að framsóknarmenn óttist hugsanlegar uppljóstranir Davíðs Oddssonar, eins bankastjóra Seðlabanka Íslands, og vilji því fresta vinnslu frumvarps til laga um Seðlabankann. Það er sami aumingjaskapurinn hjá Framsóknarflokki. Kannski sátu þeir of lengi við fótaskemil Davíðs í forsætisráðherratíð hans, hver veit. Kannski voru bitlingarnir of margir til að hægt væri að fela þá með góðu móti og þetta veit Davíð kannski.

J E Hoover (mynd)  D Oddson (mynd)

Ég minnist þess sem sagt var um einn fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, einn John Edgar Hoover.  Um hann var sagt að hann væri sá Bandaríkjamaður sem ENGINN vildi atast í eða vekja illsku hjá, því hann ætti í sínum fórum leyniupplýsingar um alla helstu ráðamenn ríkisins, fyrrum ráðamenn og verðandi ráðamenn - og ekki nóg með það, heldur var í upplýsingasafni hans fjöldinn allur af útlendum ráðamönnum á öllum sviðum. John Edgar Hoover var semsagt "ósnertanlegur".   Hann vissi allt, ALLT um fjármál, stjórnarathafnir, átti meðal annars gott safn óbirtra ljósmynda og var þekkingarbrunnur um allt það sem ekki var almennt vitað. Hann mun ekki hafa hikað við að opna skjalaskápa sína þegar einhver tróð honum um tær.

Mér finnst þetta með "upplýsingarnar hans Davíðs" bera vissan keim af skjalaskápshótunum téðs forstjóra FBI, ef marka má orð Haraldar bloggara Bjarnasonar. Er þessu svo illa komið hjá okkur á Íslandi að þetta geti verið satt?   Að fyrrverandi stjórnmálamenn sem ekki geta endanlega slitið sig frá fyrri störfum haldi "skjalaskáp" heima?  Varla.  Eða...

_____________

Hér er bloggið hans Haraldar Bjarnasonar: http://hallibjarna.blog.is/blog/hallibjarna/entry/811412/


mbl.is Skynsamlegt að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband