Ptolemaios - elska þinn næsta

Sumar fjölskyldur segja sig eiga í innri vandræðum og stríði. Spurningin er hvort þessar fjölskyldur ættu ekki að hugsa málið svolítið betur og sjá að oft er um smáskeinur og minniháttar hagsmunaárekstra að ræða. Hér drep ég stutt á sögu einnar fjölskyldu sem virðist hafa átt erfitt með að tala saman og leysa innri ágreining (það er erfitt að greina frá öllu í krónólógískri röð því fólk kom og fór á veldisstóli faraóarna):

Ptolemearnir (hvílíkt lið!)

Ptólemaios XII  Faraó yfir Egyptalandi. Hann vissi aldrei hvort hann var að koma eða fara. Tvisvar er hann faraó. Hann vissi aldrei hver móðir hans hefði verið, hún var sennilega myrt. Hann var sérstakur á margan hátt. Spilaði á flautu og elskaði svallveislur og munað. Klæddi og málaði sig svo að erfitt var á stundum að vita hvort hann var karl eða kona, eða hver hann almennt væri. Þetta kallast víst að vera andrógyn í dag. Nú, hann átti ekki alla sjö dagana sæla. Þegar hann var löngum að heiman, greip dóttir hans, Berníke fram fyrir stjórnartaumana og gerði hann útlægan. Hundeltur af hermönnum dóttur sinnar náði hann þó að komast til Egyptalands aftur þar sem hann lét síðar myrða dóttur sína Berníke sem þá ríkti yfir Egyptalandi (sjá neðar).

Kleópatra V Var drottning Ptólemaíósar XII og meðstjórnandi. Hún tók þátt í uppreisn dóttur sinnar Berníke IV mót eiginmanni sínum og föður Berníkes IV. Berníke fannst hún erfið í stjórnarsamstarfinu svo hún lét myrða móður sína.

Berníke IV Faraó varð hún eftir að hafa rekið föður sinn Ptólemaíós XII frá völdum. Hún sat sem faraó frá árinu 58 til 55 þá er faðir hennar mútaði sér inn í ríkið (en hann hafði verið gerður útlagi)  og tók við valdataumum aftur með aðra dóttur sína Kleópötru VI sem meðstjórnanda. Í kjölfarið lét hann myrða Berníke IV.

Kleópatra VI Var elsta dóttir Ptólemaíósar XII. Faraó í tvö ár saman með litlu systur sinni Kleópötru VII sem síðan lét eitra fyrir henni.

Arsinóe IV Gerði uppreisn mót Kleópötru VII. Var síðan myrt af Antóníusi, að beiðni Kleópötru.  

Kleopatra VII  Faðir hennar dó þegar hún var 18 ára.  Hún átti barn með Júlíusi Sesari og Markúsi Antóníusi. Framdi sjálfsmorð.

Ptólemaios XIII  Faraó 51-47 f.Kr. við hlið Kleópötru VII.  Lenti upp á kant við Kleópötru hélt sig undan en lenti síðan í ófriði við Rómverkja og dó (drukkaði).

Ptólemaios XIV Var faraó í stuttan tíma við hlið Kleópötru (samstjórnandi) en var síðan byrlað eitur af hverju hann dó stuttu síðar.

Ptólemaios XV ”Caesarion” sonur Caesars og Kleópötru VII. Lifði til 17 ára aldurs eða fram til loka orrustunnar við Actium. Var myrtur eftir hana.

Ptolemaios XII [117-51] 66 ára                                   

Kleópatra V [?-?]                                          (eiginkona Ptolemaiosar XII) Byrlað eitur.
Berníke IV  [77-55] 22 ára                            (dóttir Ptolemaiosar XII) Sennilega skorin á háls.
Arsinoe IV [67-41] 26 ára                             (dóttir Ptólemaiosar XII) Stungin með hníf.

Kleópatra VII [79-30] 49 ára                         (dóttir Ptólemaiosar XII) Framdi sjálfsmorð, eitur.
Ptolemaios XIII [61-47] 14 ára                      (sonur Ptolemaiosar XII) Druknar.
Ptolemaios XIV [60-44] 16 ára                      (sonur Ptolemaiosar XII) Byrlað eitur.
Ptolemaios XV [47-30] 17 ára                       (sonur Kleópötru VII) Myrtur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband