Þjóðareign

Það er áhugavert að fylgjast með umræðunni um listaverkaeign gömlu bankanna. Málið er að mínu mati sáraeinfalt.  Leita ber til sérfræðinga í íslenskri listasögu og fá hreint og kalt mat hvaða listaverk séu mikilvæg fyrir listasögu Íslands og eiga sinn rétta stað fyrir augum þjóðarinnar í safni listaverkasafni Listasafns Íslands.  Þetta sjálfsagt kallar á fjárveitingar til Listasafnsins, vegna forvörslu, geymslu og skráningar listaverkanna (ljósmyndun, rannsóknir og skrásetning). 

Fullljóst þykir mér að eingin greiðsla eigi að koma fyrir þau listaverk sem sett verði í eign ríkislistasafnsins. Ríkið (þjóðin) hefur þegar lagt svo mikið til bankanna að líta má á yfirfærslu listaverkanna sem þakkargjöf til þjóðarinnar á reynslutímum.  

Þau listaverk sem ekki eru talin til þjóðargersema verði seld á uppboðum á Íslandi. Rétt er að benda á að listaverka og verðmætasöfn bankanna eru af ýmsum toga. Rétt ef til vill að sumt færist til Þjóðminjasafns, Landsbókasafns vegna þess menningarsögulega gildis sem munir, málverk, styttur, bóka- og skjalasöfn, myntsöfn o.frv.  kunna að hafa.  Þetta tel ég vera afskaplega mikilvægt að tekið verði með í reikninginn.   

Um leið er sérlega mikilvægt að ALLT gerist fyrir opnum tjöldum, að ekki hverfi neitt í flutningum né heldur lendi í opinberri sölu/uppboðum sem síðan verði metið til þjóðargersema.


mbl.is Listaverk bankanna verði metin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Var borgað eitthvað sérstaklega fyrir listaverkaeignina þegar bankarnir voru seldir einkaaðilum? Ekki voru verkin metin þá sérstaklega, svo mikið man ég þó. Ég hefði haldið að þegar bankarnir voru yfirteknir af ríkinu í vetur þá hafi það verið með manni og mús, listaverk og aðra eignir þar með taldar.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 5.4.2009 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband