Ólíkt með Íslandi og Svíþjóð

Stundum getur maður svekt sig ótrúlega mikið á smáatriðum. Líklega eru þetta þeir dagar þá er maður á bara að halda sig heima og skekkjast yfir sjálfum sér og láta aðra í friði.

Ég fór að hugsa um atriði sem svekkja mig:  

Í Svíþjóð notast maður enn við svæðisnúmer þegar hringt er milli landshluta. Þessum svæðisnúmerum er svo sleppt þegar maður hringir innan síns svæðis. Þá eru ekki öll númer jafn löng heldur. Án svæðisnúmers getur innansveitarnúmer verið 5 eða 6 tölur.

Að skrifa farsímanúmer er gert með ýmsum hætti:  Öll farsímanúmer byrja á 07 og síðan koma átta tölur eftir það. Farsímanúmer í eru sjaldan eða aldrei skrifuð í einni bendu: 0707872899 heldur vilja flestir að þau séu skrifuð:  070-9873211  eða 0721-238976. Sum númer eru svo skrifuð 07 0118 8644.

Skráning á kennitölu er gerð með ýmsu móti. Í Svíþjóð er byrjað á fæðingarári, síðan mánuði og síðan fæðingardegi. Síðan koma fjórar tölur eins og á Íslandi. Ekki er hægt að sjá á öftustu tölu hvers kyns einstaklingurinn er eða á hvaða öld hann/hún er fædd. Þannig að einstaklingur fæddur 23.02.1955 fær kennitölu sem byrjar 550223-0000. Þegar svo opinberir aðilar eru að biðja um kennitölu er oft beðið um "19" eða "20" fyrir ártalið þannig að kennitalan verður: 19550223-0000. Nb. í svona ífyllingum er sjaldan sagt hvort kennitalan á að vera 10 tölur eða 12 og hvort það á að nota bindistrik milli kt og fæðingardags.

Að ofansögðu má geta þess að dagsetningar eru skrifaðar afturábak þegar dagsetning er skrifuð þar sem það þarf.  Til dæmis er dagsetningin í dag: 09-04-14.

Insláttarborð í hraðbönkum eru öfug við það sem við þekkjum á Íslandi. Þau eru spegilvent. Þetta getur valdið kortatapi þegar maður man ekki PIN númerið sitt og sjálft númerið er slegið inn hugsunarlaust bara útifrá "hreyfingunni" við innsláttinn.

Á föstudaginn langa er ekki flaggað í hálfa stöng í Svíþjóð. Það er talið vera svo "niðurdrepandi".

Nafnsdagur er haldinn næstum jafn hátíðlegur í Svíþjóð og afmælisdagurinn. Leitt fyrir þá sem hafa nafn sem ekki er til á nafnadagatalinu (eins og mig).

Í Svíþjóð eru notaðar þrjár (3) mismunandi gerðir af bæninni "Faðir vor"!

Svíar tala um vegalengdir í mílum, ekki kílómetrum. Þó eru öll vegskilti með vegalengdum í kílómetrum (km).  Ein sænsk míla jafngildir tíu kílómetrum.

Í Svíþjóð getur maður valið að greiða ekki fullan tekjuskatt yfir lengri tímabil. Þetta veldur þó því að síðar muni maður þurfa að greiða "restskatt" eða skuldaðan skatt.

Já það er gaman að bera saman lönd og venjur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband