14.4.2009 | 09:51
Ekkert kemur á óvart
Ég held að mig minni rétt þegar ég segi að þingflokkar stjórnmálaflokkanna hafi fengið hækkun á fastaframlagi sínu af fjárlögum á síðasta ári. Leiðréttið mig ef ég fer rangt með.
Hvernig í ósköpunum leyfa flokkarnir sér að skulda svona háar fjárhæðir, sem raun ber vitni um? Þetta ekki bara tekur burt það sem eftir var af trausti almennings til þeirra, heldur veikir þetta stöðu flokkanna og sjálfstæði þeirra. Þegar þeir sem flokkarnir skulda koma fram og krefjast fyrirgreiðslu eða einhvers sem kann að vera í valdi einhverra stjórnmálaflokka að veita þeim - hvernig getum við verið viss að þjóðarhagsmunir gangi fyrir en ekki að skuldastaða flokkanna ráði gjörðum?
_____________
Svo vil ég skjóta létt á Morgunblaðið. Rétt er að lesa yfir allar fréttir sem settar eru á netið, rétt eins og svo faglega er gert með sjálft Morgunblaðið sem birtist á prenti. Téð frétt var alsett málvillum.
![]() |
Skulduðu hálfan milljarð í lok 2007 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjármál | Facebook
Athugasemdir
Þetta fær mann óneitanlega til að hugsa: fyrst flokkarnir -frekar lítil batterí- geta ekki rekið sjálfa sig án þess að safna upp svona svimandi skuldum, hvernig eiga þeir þá að geta rekið þjóðarbúið almennilega?
Hitt er svo kafli út af fyrir sig hvað ég fæ grænar bólur þegar bloggarar missa sig yfir málfars- og stafsetningarvillum. Málfarshysterían í þessum smáborgurum nær jafnvel slíkum hæðum að bloggtengingar um málfar skyggja á bloggtengingar sem fjalla um hið grafalverlega efni fréttarinnar.
Promotor Fidei, 14.4.2009 kl. 11:25
Já ég tel mig nú hafa sett mína steina í vörðu sjálfstæðisafturgöngunnar. Hitt er svo annað mál, að ég tel mikilvægt fyrir máltilfinningu þjóðarinnar að skrifaður sé snyrtilegur og vandaður texti í Morgunblaðinu og öðrum virðulegri fjölmiðlum s.s RÚV. Tel það með öðrum orðum lágmarkskröfu að texti fréttanna sé ekki svo bjagaður að hann sjálfur verið fórnarlamb túlkanna og þá á grundvelli misskilnings eða villna.
Baldur Gautur Baldursson, 14.4.2009 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.