22.4.2009 | 19:13
Prestsbakkakirkja á Síđu 150 ára
Prestsbakkakirkja á Síđu, vígđ á sumardaginn fyrsta 1859. Vatnslitamynd eftir Selmu Jónsdóttur, 2000).
Á sumardaginn fyrsta er gamla sóknarkirkjan mín, Prestsbakkakirkja á Síđu 150 ára gömul. Hún er virđuleg trékirkja sem rís fallega yfir Prestsbakkavöll og sést víđa ađ. Hún tekur rúmlega 200 manns í sćti og er međ stćrri sóknarkirkjum í dreifbýli. Hún er sérstök fyrir marga hluti og rétt ađ nefna t.d. ađ prédikunarstóll er stađsettur framarlega í miđjum kór kirkjunnar, bekkir hennar eru bognir eins og síldarbein og svo á hún nokkra góđa gripi, m.a. fallegar altaristöflur, ađra eftir Anker Lund og hina eftir Lucie-Marie Ingemann. Fallegur kaleikur í nýgotneskum stíl er til í kirkjunni og nokkra gamla fallega hökla á kirkjan. Tvo steinda glugga eftir Leif Breiđfjörđ á kirkjan og fallegan skírnarfont eftir Ríkharđ Jónsson, sem međ myndrćnum skírskotunum til sögu stađar og sveitar.
Dýrmćtastar eru ţó góđar minningar og helgur andinn í kirkjunni sem ég ţjónađi sem settur sóknarprestur í yfir eitt ár (2002-2003) og af og till fyrir og eftir ţađ. Sömuleiđis allt ţađ góđa fólk sem ţar ţjónađi međ mér, međhjálparar, kirkjuverđir, kór og organistar og svo allt ţađ fólk sem kom til kirkjunnar og lét sér hag hennar varđa. Ţađ hefđi sannarlega veriđ gaman ađ fagna međ ykkur í Prestsbakkasókn í dag, ţar sem ég hef veriđ á Íslandi undanfariđ!
Hamingjuóskir á 150 ára afmćli. Guđ geymi ţig kirkjan góđ og ţitt fólk.
I. Kon. 8.
___________________
http://www.michaela-troescher.de/island/prestbakki.html
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:18 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.