7.5.2009 | 17:54
Söfnuðir kirkjunnar og skuldasöfnun þeirra
Hvar er kirkjustjórnin? Hver er ábyrgur fyrir að svona skuldasöfnun eigi sér ekki stað? Er það kirkjustjórnin? Eru það sóknarnefndir einstakra sókna? Er það ríkisvaldið?
Farið hefur verið út í nýbyggingar monúmentala kirkjubygginga sem hafa gersamlega kaffært söfnuði og sett þá í fjárhagslega fjötra. Þetta hefur bitnað á öðrum söfnuðum Þjóðkirkjunnar, sérstaklega þeim sem staðið hafa sig í fjármálapólitík sinni og gætt sín í fjárútlátum vegna framkvæmda, viðhalds og nýbygginga. Þessir söfnuðir greiða í svokallaðan jöfnunarsjóð kirkna og úr þessum sjóði er ausið til nýbygginga þeirra sem farið hafa fram úr allri skynsemi hvað varðar nýbyggingar. Grafarvogskirkja er gott dæmi um svona. Lengi vel mátti ekki skipta þessu gríðarlega fjölmennu sókn í fleiri þjónustuumdæmi (sóknir) vegna þess að sóknargjöld alls fjöldans varð að ná í til að mögulega mætti láta enda ná saman. Grafarvogssókn er ekki neitt einsdæmi. Fjármál kirkjunnar ættu sannarlega að vera skoðuð af gagnrýnum aðilum. Fjárausturinn er gengdarlegur í steinsteypu, skuldir og vexti af skuldunum. Allt frá yfirstjórn kirkjunnar og út til dreifðustu sókna sem standa í stórbyggingum, er ljóst að margt má betur fara.
Kirkjan myndi aldrei fara svo með fjármuni ef hún væri sjálfstæð, en ekki undir verndarvæng ríkisins. Beiðnir safnaða um styrki til lausnar skuldasöfnunar kirkjunnar (vegna nýbygginga) ætti að skoðast með sparnað í huga og endurumhugsun á framtíð kirkjunnar, þ.e.a.s. forgangsröðun.
Gagnrýna styrki vegna skulda kirkna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ríkiskirkju prestar og biskup hafa val á þessum tímapunkti,... að velja að hætta að vera stofnun innan ríkisins... nú eða verða þvingaðir af spenanum... bara launakostnaðu biskups á ári er amk 12 milljónir.
Spurningin fyrir þessa prestlinga er þessi... elskið þið peninga meira en guðinn ykkar.... viljið þið ekki vera 100% kristnir?
Þá á að selja allar eigur ykkar og gefa fátækum
Boltinn er hjá prestlingum
DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 18:15
Reyndar held ég að kirkjan yrði "sannari" í boðun sinni ef skilið yrði milli ríkis og kirkju, og um leið leystust þessi sífellt uppkomandi vandamál um peningastöðu kirkjunnar. Ef kirkjan fær stuðning eða niðurfellingu skulda, á þjóðin líka að fá slíkt!
Baldur Gautur Baldursson, 7.5.2009 kl. 18:52
Það er aldrei meiri þörf á sterkri þjóðkirkju en í dag. Kirkjusókn virðist vera að aukast í dag í kreppunni til mikillar gremju fyrir (nafnlausa) aðila eins og Doktor E. Þjóðkirkjan er líka að standa sig mjög vel. Aðskilnaður ríkis og kirkju mun ekki aðeins veikja kirkjuna heldur er það táknræn yfirlýsing þjóðarinnar um að snúa bakinu við kirkjunni. Það er sama hvernig menn reikna þetta út. Það veikir kirkjuna að skilja við ríkið. Það er engin þörf á því séra Baldur.
Það er hins vegar ekki gott ef fjármununum er ekki varið af vandvirkni. Það á því að bíða með allar nýbyggingar (bæði kirkjur og annað húsnæði t.a.m. Tónlistarhúsið) en fara meira í viðhald þar sem þess er þörf þ.m.t. á kirkjum landsins.
Guðmundur St Ragnarsson, 7.5.2009 kl. 19:08
Eg er nu ekki sammala Gudmundi um ad adskilnadur muni veikja kirkjuna. En tad ma svo deila um tad fram og aftur.
Eg er hins vegar alveg sammala Baldri ad tad hefur verid mikid fjaraustur i kirkjubyggingar og skuldasofnun eftir tvi. Vissulega turfa sofnudir sin heimili en tad er engin torf a risavoxnum byggingum. Ekki einu sinni til ad njota godrar tonlistar hvad ta til ad bidja. Mer finnst stundum ad tessar byggingar seu meira til tess ad sofnudir og sveitarfelag geti montad sig af teim heldur en hitt. Tetta er eitt af fjolmorgu sem kirkjan heima a islandi tarf af taka i gegn.
Gretar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 7.5.2009 kl. 19:50
Venjulegur launaþræll yrði nú bara settur inn á verndaða stofnun ef honum dytti í hug að byggja annað eins bákn yfir sig eins og Hallgrímskirkjan er yfir söfnuðinn á Skólavörðuholtinu.
corvus corax, 7.5.2009 kl. 20:36
Mer skilst ad bygging Hallgrimskirkju hafi verid bundinn akvordun althingis og borgar a sinum tima. Tad er sjalfsagt mal ad riki og borg adstodi vid vidhald hennar af augljosum astaedum.
Gretar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 8.5.2009 kl. 11:38
Jú, Grétar, þú hefur rétt fyrir þér. Þetta var ákvörðun ríkis og borgar að styðja kirkjubygginguna, þessarar byggingar sem aldrei mun taka enda að laga eða byggja. Þannig eru þessir aðilar bundnir um alla framtíð að styðja og styrkja bygginguna og lagfæringar við hana, ef þeir vilja ekki á annað borð rífa hana.
Hallgrímskirkja er engin þjóðargersemi, en nú stendur hún þarna upp á Skólkavörðuholtinu og getur ekki annað. Þannig verðum við að minnsta kosti að sjá til að hún verði ekki til meiri leiðinda með því að hrörna niður og sýnilega verða til óhróðurs.
Og svo varðandi aðskilnað ríkis og kirkju. Ég stend við þá skoðun mína og sannfæringu að þjóðkirkjunni yrði betur farið ein og sjálfstæð, en bundin ákvörðunum ríkisvalds (fjárveitingavalds). Ég tel kirkjusókn ekki vera sambandi ríkis og kirkju að þakka. Hins vegar mun hnignandi ástand fjármála heimilanna og steinaveltingar í einkalífi fólks vera skýring fyrir aukinni kirkjusókn á sumum stöðum.
Með steinaveltingum á ég við að þegar þrengir að búi fólks gerist hið óumflýjanlega, að fólk verður að forgangsraða. Þá verður fólk að velta við steinum, takast á við gömul vandamál og ganga í gegnum sjálfsskoðun. Þessi sjálfsskoðun leiðir oft til þess að hið verðmæta í lífinu skýtur upp kollinum og fyrir mörgum er það blessuð trúin. Fólk sinnir því þá því sem mestu máli skiptir; fjölskyldan, heimilið, trúin, vinnan...
Þannig er aukin kirkjusókn ekki sambandi ríkis og kirkju að þakka heldur er hér um óbeinar afleiðingar stjórnleysis fjármálaheimsins og sinnuleysis kirkjunnar sem tók þátt í nýbyggingaævintýrinu að ræða.
Baldur Gautur Baldursson, 8.5.2009 kl. 11:58
Nu var eg semsagt hvorki ad hrosa ne lasta Hallgrimskirkju ne theirri akvordun ad reisa hana. Tad eru enn deildar meiningar um hana. Eg er einungis ad benda a ad sokum tess hvernig til hennar var stofnad og sokum tess ad hun er einn vinsaelasti ferdamannastadur islands og mikilvaegt hus i listalifinu, svo ekki se talad um annad, ta er tad alveg sjalfsagt mal ad henni se vel vid haldid.
Eg mikid velt fyrir mer adskilnadi rikis og kirkju og er frekar farinn ad hneigjast ad fullum adskilandi, kirkjunnar og truarinnar vegna. Slikt vaeri i meira i anda Luthers.
Baldur hvernig hefur adskilnadurinn gengid fyrir sig i Svithjod og hver er stada kirkjunnar tar eftir adskilnad midad vid tad sem adur var?
Gretar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 9.5.2009 kl. 07:23
Allar þjóðir verða að eiga sér helgidóma og dýrðlinga. Þingvellir og Skálholt voru of langt í burtu, svo þjóðin byggði Hallgrímskirkju. Dýrðlinginn hafði hún skaffað sér í Jóni Sigurðssyni, sem varð eins konar Simon Bolivar fyrir íslenska þjóð.
Sænska kirkjan hefur, vegna mismunandi fjárhagsstöðu biskupsdæmanna 13 og innri fjárhagsstöðu safnaðanna í millum, fengið að leysa fjölbreytt vandamál og gleðjast yfir velgengni. Nú eru 9 ár síðan ríki og kirkja skyldu. Skilnaðurin hefur gengið vel, en enn er ríkisvaldið að setja puttana í framkvæmd þessa stærsta vinnustaðar Svíþjóðar.
Boðunin gengur vel. Kirkjan hefur ötul og með samfélagsmiðlægri og einlægri stefnu sinni tekist að halda sjó og gott betur.
Baldur Gautur Baldursson, 9.5.2009 kl. 16:56
Tetta er gott a heyra. Sumir eru og teirrar skodunar ad vid adskilnad muni kirkjan fremur fara leid vinsaelda og tar med gefa eftir i trunni. Tetta er einkum aberandi skodun medal teirra sem hafa haft horn i sidu kirkjunnar vegna tess sem teir kalla undanlatssemi gagnvart okkur hommum og lesbium. Eg tel ad svo verdi ekki. Bidjandi, bodandi og thjonandi kirkja mun finna baen, bodun og thjonustu sinni leid i samfelaginu. Hun mun hins vegar enn meir en hingad til turfa ad horfast i augu vid ta sem til hennar koma og segja og spyrja; vertu velkominn, hvad get eg gert fyrir tig? Og vid sem til hennar komum reglulega munum spyrja enn meir en adur; hvad get eg gert fyrir kirkjuna mina? Kirkjan mun enn meir en adur turfa ad finna kollun sinni farveg i olikum hopum samfelagsins, enginn ma vera tar undanskilin. Og tegar eg tala um kirkjuna ta er eg ad tala um okkur oll sem henni viljum tilheyra. Alla hina kristnu fjolskyldu.
Gretar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 9.5.2009 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.