20.6.2009 | 08:42
Ekkert breytist, lítilmagninn borgar sem fyrr
Það breytist ekkert þótt nýjar ríkisstjórnir komi fram með nýjar stefnuáætlanir og máli heiminn í nýjum litum. Fyrr eða síðar flagnar ódýr málningin af fyrra yfirborði og ekkert virðist hafa unnist. Þegar við svo fáum fagfólk með háþrýstihreinsibúnað, er alltaf einhver sem grípur um vatnsslönguna svo verkið ónýtist.
Þannig er það á Íslandi nú og hefur alltaf verið. Vonleysið er að gera vart við sig út um allt í samfélaginu. Fólk sem trúði að nú skyldi allt verða betra. Að eftir nokkur erfið ár ættum við að geta staðið upp og byrjað að efla gott samfélag sem væri íslenskt og án erlendra áhrifa. Stjórnvöld hafa brotið niður markvisst baráttuþrek og þol þjóðarinnar. Fyrsta skrefið var þegar stjórnvöld ákváðu að sækja ekki bresk stjórnvöld til saka fyrir að beita hryðjuverkalöggjöf á Ísland, í fullkomnum órétti. Þarna var fyrsta af mörgum skrefum tekið - í þá átt að brjóta niður baráttuanda og STOLT Íslendingsins.
Nú sem fyrr eiga, samkvæmt samningum ríkisstjórnarinnar, íslensku heimilin að taka á sig allar greiðslur glaumgosa og spilavítisskuldir útrásarmanna. Við eigum að kyngja niðurlægingunni og borga uppsetta reikninga. Lítilmagninn á að borga sem fyrr! Gamla fólkið, námsmenn, þeir sem eru við hungurmörk þ þessir eiga að greiða mest! Íslensk stjórnvöld gáfu erlendum stjórnvöldum "sjálfdæmi" í öllum málum. Þetta hefur kostað okkur hrikalegar fjárhæðir, en fyrst og fremst stoltið.
Fara framhjá gjaldeyrishöftum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:44 | Facebook
Athugasemdir
Þakka þér kærlega, Baldur Gautur, fyrir þennan pistil um meginatriðin.
Sjálf er ég að verða klumsa yfir fálmkenndum aðgerðunum OG aðgerðaleysinu.
Hlédís, 25.6.2009 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.