26.6.2009 | 20:21
Þjóðaratkvæðagreiðsla: Auðvitað
Þar sem um verulegt valdaafsal, eða réttara sagt afhending sjálfræðis í ríkisfjármálum, er rétt að þjóðin fái að skera úr um hvort hún samþykki þennan samning ríkisvaldsins við Breta og aðrar þjóðir heims sem ásælast hafa íslenska eftirlaunasjóði, krafist hækkunar á lánabyrði fjölskyldufólks.... já sennilega væri endalaust hægt að telja upp. Um er að ræða svo stórt mál, að mér þykir rétt að þjóðinni verði veittur rétturinn að segja af eða á um þetta valda og sjálfstæðisafsal stjórnvalda í hendur Breta, fleiri landa og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF).
Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Icesave samningarnir myndu skítfalla í þjóðaratkvæðagreiðslu
Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 20:38
Já það er viðbúið. Þetta eru stóhættulegir samningar þar sem stórar þjóðir í krafti stærðar og krafts síns kreista peninga út úr þeim fátæku. Þetta er ljótur leikur. Íslendingum er stillt upp mót vegg og okkur er gert ljóst að allir munu gera okkur lífið að einu helvíti ef við ekki borgum. Þetta minnir mig á aðferðir handrukkara!
Baldur Gautur Baldursson, 27.6.2009 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.