Fjárhagslegt sjálfsmorð að samþykkja ICESAVE

Það væri efnahagslegt sjálfsmorð að staðfesta ICESAVE samningana. Það má jafna því við að veita Bretum og þjóðum þeim sem harðast hafa komið fram með stjarnfræðilega reikninga, óútfylltar en undirritaðar ávísanir.

Hver með nokkru viti setur þjóð sína í slíkar ógöngur.  Samningastaða Íslands er ekki góð. Hér er um aðildarlönd að ESB, G8, NATO og öllum mögulegum stofnunum og aðildarsamtökum heimsins. Svo ef þau vilja, geta þau gert okkar líf næstum því óbærilegt. Þetta eru þau lönd sem ríkisstjórnin vill að við sameinumst í ESB. Þvílíkir vinir. 

Viljið þið gefa þessum löndum óútfylltar ávísanir?  Bara til að gera ríkisstjórnir þessara þjóða "mildari"?  Gera íslenska þjóð enn skuldugari eftir 10 ár en hún yrði nú í upphafi ICESAVE samnings? 

Ég segi NEI og aftur NEI!


mbl.is Alvarlegt að synja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Persónulega, finnst mér þetta vera áhugaverð leið, sem þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa nú komið fram með, enda er vitað að ef Icesave deilan, stendur enn yfir þegar umsókn um ESB, væri sett in á fund utanríkisráðsherra ESB, þá væri ráðherrum Breta og Hollendinga, mjög í lófa lagið, að koma í veg fyrir afgreiðslu umsóknarinnar.

Flóknara er það ekki.

Það, er ekki hægt að láta eins, og þessi mál hafi enga tengingu. Samfylkingin, vill ekki hrófla við Icesave samningnum, vegna ótta við, nákvæmlega þ.s. ég er að lýsa.

Síðan, í kjölfar þessa tiltekna fundar, utanríkisráðherra aðildarríkjanna, hafa ríkin 2. mjög mörg önnur tækifæri, til að þvæla, tefja eða stöðva málið - nokkurn veginn, hvar sem er í ferlinu.

Með öðrum orðum, Icesave verður að leysa, til þess að innganga sé yfirleitt möguleg.

Sýnt hefur verið fram á að Icesave samningurinn, sé það slæmur að semja beri upp á nýtt. En, sú aðgerð inniber þá áhættu, sem öllum ætti að vera ljós, að umsókn Íslands muni tefjast, meðan á ný samningalota um Icesave, muni standa yfir.

Hvað vilja menn gera?

Er, innganga í ESB, svo stórt mál, að það einfaldlega verði að gangast undir Icesave?

Ég bendi á nýlegar hagspár, dökka spá Framvkæmdastjórnar ESB, um framtíðarhorfur í efnahagsmálum ESB, og spá AGS um horfur í heiminum öllum. Spá AGS, gerir ekki ráð fyrir neinum hagvexti í ESB, á næsta ári. Spá, Framkvæmdastjórnarinnar, beinlínis spáir því að hagvöxtur á Evrusvæðinu verði skaðaður í kjölfar kreppunnar, um 50%, og síðan, muni það taka nokkur ár fyrir það ástand að lagast, sbr "lost decade scenario":

"The Commission of the European Union - Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009"

"IMF : Recession Loosens Grip But Weak Recovery Ahead "

Kynntu, þér þessar skýrslur.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 12:58

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Takk Einar Björn fyrir þín orð sem eru mikilvæg í umræðunaÞetta er mikil lesning. Áhugaverð greinin sem þú sendir sem viðhengi. Hvet alla að setja sig í stellingar og gefa þessum skýrslum athygli.

Baldur Gautur Baldursson, 15.7.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband