20.7.2009 | 07:33
Auðvitað sömdu menn af sér!
Það er ekki við öðru að búast. Lotningin fyrir ESB og velvildinni þaðan, sem þó enn hefur ekki látið á sé kræla, er svo mikil að íslenska samninganefndin hefur ekki þorað að svara fyrir sig. Kannski hefur samninganefndin verið að reyna að sýna gjafmildi og höfðingjaskap og bara ausið loforðum um meiri ábyrgð og greiðslur en okkur ber (sem þá hafa átt að hafa þann tilgang að mýkja inngönguleið Íslands inn í ESB).
Þetta er náttúrulega dæmi um afglöp í embættisfærslu íslenskra og dæmi um varnarleysi Íslands gegn ESB og ef til vill reynsluleysi samningamanna. Við eigum að kaupa okkur erlenda þjónustu t.d. bandarískra lögmanna sem síðan standa í þessum samningaviðræðum fyrir okkur. Okkur er ekki treystandi.
Menn sömdu af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.