8.8.2009 | 10:03
Mér er illa misboðið
Þetta er náttúrulega enn eitt dæmið sem dregið er nú fram í dagsljósið - dæmi um svívirðilega misnotkun fjármuna ríkisiins. Nú var engum framrásarvíkingum um að kenna, heldur voru embættismenn ríkisins sjálfir að verki. Starfsmenn Seðlabanka Íslands. Þetta er hreinn og klár viðbjóður. Þetta er náttúrulega algjört rugl. Hvaða heilvita einstaklingur með nokkra ábyrgðartilfinningu samþykkir svona botnlausa samninga? Það er samið án þess að ákveða lok ráðgjafasamnings. Þannig er stjórn Seðlabankans og þar með ríkisstjórn að gefa út óútfylltan tékka!
Ekki er ein báran stök. Að samningurinn við JP Morgan hafi "liðkað" fyrir einhverju er þvættingur og della. Þjóðin á ekki að láta bjóða sér svona málflutning. Um ókomin ár mun það skýrast smátt og smátt að það voru ekki útrásarvíkingarnir sem áttu sök á öllu hruninu, heldur var það óráðsía í fjármálum ríkisins sem í raun gerði okkur vonlaust að bjarga skinni okkar, heiðri og fjármálum komandi kynslóða.
Brytum "tónlistarhúsinu" sem er verið að byggja í fangelsi og setjum alla skúrkana þar inn í öryggiseinangrun. Við þurfum ekki að ákveða lok þeirrar einangrunar fremur en samninganna sem skúrkarnir gerðu.
Ráðgjöf kostaði milljarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Taxtar JP Morgan eru um 1000 dollarar á tímann eða um 120,000 kr, næstum 1m kr. fyrir dagsvinnu, ekki slæmt. Aðallögfræðingur skilanefndar Lehmans bankans var með 2000 dollara á tímann. Þetta er gangverðið í New York.
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.8.2009 kl. 10:12
Þrír stærstu bankar þjóðarinnar fóru á hausinn í sömu vikunni. Það þýðir að allir samningar við erlenda banka duttu upp fyrir í leiðinni.
Ef starfsfólk Seðlabankans, FME, bankanna sjálfra og stjórnsýslunnar á bakvið tjöldin hefði ekki brugðist við eins og það gerði þá hefði landið einfaldlega stöðvast.
Það er næstum kraftaverki líkast að meira og minna allan tímann var hægt að nota íslensk kort bæði innanlands og utan. Ef þetta fólk hefði ekki burgðist við, m.a. með aðstoð JP Morgan, þá hefðu Íslendingar erlendis einfaldlega ekki getað greitt fyrir þjónustu. Þeim hefði verið hent út af hótelum og ekki getað keypt sér að borða. Það sama á við um innflutning til Íslands. Matur, barnableiur, olía og flest annað sem við notum til að halda samfélagi okkar gangandi kemur erlendis frá og þarf að greiðast. Sú greiðslumiðlun var einfaldlega ekki fyrir hendi.
Auðvitað er þetta skelfilegur kostnaður og auðvitað getur einhver besservisserinn komið núna mörgum mánuðum seinna og haldið því fram að hann hafi geta gert þetta betur en við flutum ekki á framtaki hans þessar vikur í haust heldur á framtaki þess fólks sem vann bakvið tjöldin, tók af skarið og rak sjoppuna. Megi það hafa þökk fyrir frumkvæðið og dugnaðinn.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 8.8.2009 kl. 12:25
8.8.2009 | 10:03
"Mér er illa misboðið"
So are the British, the Dutch, the Germans etc etc etc....
Eirikur , 8.8.2009 kl. 12:52
Sigurður Úlfar: Ég samt kaupi ekki þessa nótu. Nótu upp á einn milljarð króna. Þetta er dýrvitlaust. Líklega fékk ekki besservisserinn að vita heldur af því í hvað stefndi. Seðlabankinn vissi lengi vel og viðskiptabankarnir í hvað stefndi. Sýna ekki millifærslur það rétt fyrir hrunið?
Baldur Gautur Baldursson, 8.8.2009 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.