8.9.2009 | 18:14
Prestur í Flemingsberg
Präst i Flemingsberg!
Nu har jag blivit vald som präst i Flemingsbergs församling. Jag är stolt och rörd över de förtroende kyrkoherden och kyrkoråd har visat mig. Jag hoppas och ber - att jag visar att de inte valde fel och att de, församlingen och min Gud kan alla vara stolta av den nya vingårdsarbetaren, komminister Baldur.
Litla kirkjan i Flemingsbergs centrum.
Úr hópi 7 umsækjenda var ég valinn til prestþjónustu í borgarhlutanum Flemingsberg (Huddinge) i Stokkhólmi. Þetta er mikil fagnaðardagur hjá mér og mér finnst ég hafa himinn höndum tekið. Ég er þakklátur sóknarnefnd og sóknarpresti fyrir traustið sem þau sýna mér fyrir annamiklu og krefjandi starfi. Sóknin er í afskaplega merkilegu umhverfi. Hér eru kristnir íbúar í minnihluta. Flestir eru múslímar en síðan eru margir aðrir sem tilheyra minni trúfélögum. Margir hér einnig sem eiga engan guð.
Verkefnin eru mörg en víngarðsverkamennirnir fáir! Nú er að taka á honum stóra sínum. Bestu kveðjur til Íslands.
Ég hef þjónustuna svo fljótt sem auðið er, enda mikið starf framundan og verkefnin stór sem og væntingarnar.
Meginflokkur: Svíþjóð | Aukaflokkur: Trúmál | Breytt s.d. kl. 18:23 | Facebook
Athugasemdir
Hamingjuóskir með starfið - vegni þér vel.
, 8.9.2009 kl. 18:52
Hjartanlega til hamingju elsku bróðir. Guð og gæfa fylgi þér í starfinu.
Fanney Dagmar Baldursdóttir, 8.9.2009 kl. 22:21
Takk :)
Svona líður mér: http://www.youtube.com/watch?v=vWir4Qh7odA
Baldur Gautur Baldursson, 9.9.2009 kl. 19:20
Gratis! Blessunaróskir!
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 11.9.2009 kl. 06:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.