30.11.2009 | 10:25
Sem þurfalingar skulum við lifa.
Svo má brýna að bíti! Ég held, eftir að hafa hugsað lengi málið, að stærstu mistök ríkisstjórnanna, þeirrar sem var rekið í búsáhaldabyltingunni og svo þeirrar nýju, hafi verið að stefna ekki breskum stjórnvöldum þá er hryðjuverkalögum var beitt á Ísland. Í þessari gjörð var að finna svo illskuþrungna og heiftúðuga aðgerð bitrar þjóðar að fá dæmi eru í sögu síðustu áratuga.
Meðvitaðir um afleiðingarnar beittu Bretar okkur þessu bragði, meðvitaðir um að Íslendingar myndu knésetti, meðvitaðir um að okkur yrði ekki nein leið fær að bjarga okkur - setja þeir neyðarlög. Og hvers vegna? Jú, til að ná fiskimiðunum af okkur.
Sjávarútvegur Evrópusambandsins stendur á grafarbakkanum. Áratugum saman hafa fiskveiðiþjóðir Evrópusambandslandanna skafið upp hafsbotninn með trollhlerum sínum, eyðilagt uppeldisstöðvar fiskistofna og síðan veitt um þá fiska sem eftir voru. Núna ásælast þessi lönd með Breta í víglínunni miðin kringum Ísland. Náðarlaust!
Atvinnuleysi meðal sjómanna/rányrkjumanna er næstum algert. Atvinnugreinin er að deyja út meðal þessara þjóða. Þriðja kynslóð atvinnulausra sjómanna er að vaxa úr grasi og smáþorp og borgir eru að lognast sömuleiðis út af.
Til að ná sér aftur á skrið, hafa Bretar nú beitt okkur hryðjuverkalögum, til að veikja eða taka alveg frá okkur samningsstöðuna nú þegar íslenska ríkisstjórnin telur sér ekki fært annað (í grunnhyggni sinni) en að ganga til liðs við ESB styrkjakerfið. Sem þurfalingar skulum við lifa. Það er vilji Breta, vilji ESB og vilji ríkisstjórnarinnar.
Undirbýr mál gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:29 | Facebook
Athugasemdir
Aumkunaverd attugasemd.....
We all know who is to blame.....
Not the dutch, not the British, not the Germans, not the Norwegians, Swedish French, Japanese,Chinese, Uganda, Africa, Spain, or any other Nation.................
The Icelandic Government, and the Icelandic Gangsters are to blame for what happened to Iceland....LIVE WITH IT !
Eirikur , 1.12.2009 kl. 03:59
Sæll Eiríkur. Langt ertu kominn í evrópuinnlimuninni - farinn að svara á ensku. Ég skorast ekki undan því að samverkanin er ekkert sem ég fer í launkofa með. Ónei, ég viðurkenni allt, gengst við öllu. Þetta á sömuleiðis við allar vestrænar þjóðir sem lifað hafa lengi á gróðanum frá þjóðnýttum löndum Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Allar þjóðir eiga hlut að máli, misstóra auðvitað. Íslendingar eru ekki framarlega í þeirri goggunarröð, jafnvel þú veist það Eiríkur. Við erum hrææturnar, ekki rándýrin sjálf. Lönd eins og Bandaríkin, Indland, Kína, Evrópubandalagsins ríku lönd, eru ljónin í bransanum, við erum bara hrææturnar.
And I can live with it! Puss och kram till Island
Baldur Gautur Baldursson, 1.12.2009 kl. 06:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.