Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Þingvellir til sölu!

Nú eru Kínverjar og það jafnvel frammámenn í kommúnistaflokknum þarlendis farnir að ásælast stórjarðir á Íslandi.  Hvað býr að baki er augljóst.  Ítök í orkuframleiðslu framtíðar, hlutdeild i auðlyndum Íslands og það sem ég hef áður skrifað um og nefnist "svört jörð".  Jú þetta virðist svo einfallt og saklaust nú, en hvar stoppar þetta allt?   Hvar drögum við mörkin? Hvaða jarðir má selja, og hvaða jarðir má ekki selja?

Ég óttast svona sölu á jarðeignum og jarðréttindum til útlendinga.  Þetta fer bara á einn veg:  Þann versta!  

Erum við ekki að selja framtíðar auðlyndir lands og þjóðar?  


mbl.is Á að selja Grímsstaði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum best!

Auðvitað erum við best.  Hvað annað?  Alltaf gaman að kítla egóið og lesa svona greinar og láta þær síðan liggja með oppnuna upp á kaffistofu vinnustaðarins í Stokkhólmi.   :)

Hér kemur svo greinin í heild sinni, eins og hún er á vefsíðu SouthShoreExpress


mbl.is Íslendingar sagðir hávaxnastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég les ekki slúðurblöð

gustaf

Í öðru viðtali sögðu téðir veitingahúsaeigendur að ástæðan fyrir því að þau þekktu ekki Carl XVI Gústaf konung og Sylvíu drottningu væri að þau læsu ekki slúðurblöð.  Segir þetta ekki allt um stöðu þessara dínosaura nútímans.  Konungar og drottningar nútímans hafa engin völd, fjarska lítil áhrif og eru ekki þekkt af öðrum sem gefa sér tíma að lesa slúðurblöðin. Þetta er sorglegt. Líklega er þetta "demókratiseringu" nútímans að kenna og skammsýni sjálfra konungsfjölskyldnanna.   Konungablóðið, þetta bláa, er orðið svo útþynnt að aðeins þekkjast þessir einstaklingar af ytra byrðinu. Mystíkin, sagan, hefðirnar og hinar réttu tengingar eru hverfandi.  Því miður!


mbl.is Svíakonungur fékk ekki borð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn er sagna bestur

Það var gamað að lesa þessa frétt. Loksins sýnir það sig að Íslendingar elska sjálfstæði sitt meira en ESB einræðið í Brussel.  Íslendingar eru stoltari en flestar aðrar þjóðir Evrópu.  Íslendingar vilja ekki greiða sukkskuldir Grikklands, Írlands, Lettlands, Ítalíu, Spánar og Portúgal.   Íslendingar vilja vera áfram Íslendingar.  Og Íslendingar framtíðarinnar sjá ekki framtíð í ESB (sem í raun var dauðadæmt þegar frá byrjun).  

Þetta eru fjarskalega gleðileg tíðindi.  En hvað eigum við að gera ef við eigum núna að hætta daðra við ESB i Brussel?   Jú valkostirnir eru margir og áhugaverðir.  Nýjir viðskiptasamningar við Kína, Japan og Austur-Asíulönd.   Viðskipta og vinasamband við Kanada, Mexikó og Suður-Ameríku. 

Ljóst er að aukið samband og sérsamningar við Norðurlöndin eru spennandi - og ljóst að norðurlandasamband - í efnahagslegu tilliti sem og í auðlindasamvinnu er ekki út í hött.  Finnar, Danir og síðast en ekki síst Svíar eru dauðleiðir að borga spilaskuldir Suður-Evrópulanda.      :)   Þarna eru möguleika á nýju efnahagssvæði.   


mbl.is Segir ESB-umsóknina tilgangslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband