Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
5.3.2012 | 19:15
Passíusálmar, Landsdómur og biskup Íslands
Jáhá! Landið mitt - hvar er þín fornaldar frægð? Frelsið og manndáðin best.
Ég er búsettur í Stokkhólmi í Svíþjóð. Í morgun þegar ég kveikti á sjónvarpstækinu fékk ég að vita að réttarhöld myndu hefjast í dag í "Riksrätten" (Landsdómi) yfir fyrrum forsætisráðherra. Þegar ég kom síðan til vinnunnar var ég spurður af einum vinnufélaga hvort hann yrði hengdur, hann þessi fyrrum forsætisráðherra og skúrkur. "Nej, á norðurlöndunum setjum við fólk í fangelsi - við myrðum enga - gildir þá einu hversu korkaðir þessir einstaklingar eru" svaraði einn sænskfæddur starfsmaður hinum blóðþyrsta samstarfsmanni mínum sem kom frá Írak fyrir 20 árum síðan.
"Hann yrði nú sennilega hnakkaskotinn" sagði sá frá Írak "ef hann byggi í Írak". Efter þetta féll umræðan niður. Hún hafði greinilega náð þessum sígilda "pedagógíska hápunkti". Ísland féll ekki af dagskránni þótt afdönkuðum brotamönnum með stjórnmálabakgrunn. Næst voru Passíusálmar sálugs séra Hallgríms Péturssonar reifaðir. Kirkjunar fólk í Stokkhólmi hafði heyrt að lestri Passíusálmanna skyldi hætt og spurði hvort þessi yndislega hefð væri nú að hverfa? "Þýðir þetta að innflytjendur eða trúleysið hafi tekið völdin?" var ég spurður. Ekki taldi ég það - eða hvað? Það var erfitt að svara fyrir gerðir manna, hugsanir og aftrúarhyggju landans. Ég sagði bara eins og það var, að kirkjan á Íslandi væri að glata fastlandinu undir fótum sér - nokkuð bókstaflega líka og að miklar væntingar væru til nýrra biskupa á Íslandi sem kosnir skyldu.
Einhver hafði sótt sér upplýsingar um að konur væru í framboði til biskups. Ég var spurður "Eru þetta góðar konur?" Óneitanlega hugsar maður alltaf til færeyskunnar þegar talað er um "góðar konur" þótt ekki væri átt við slíkar konur i samtalinu. Ég tjáði að líklega væri á ferð ágætasta fólk; konur og karlar. Óljóst væri hvort kandidatar væru til í að bretta upp ermar og gerbreyta kirkjunni sem stofnun - en líklega væri mest þörf á því núna. Meðlimum í kirkjunni væri að fækka mikið í stórborginni, fyrst og fremst og að fjöldi meðlima væri kominn undir þá tölu sem Sænska kirkjan hefur í sínu fjölþjóðlega ríki og afhelgun samfélagsins. Þetta sló mig lítið. Í vissum sóknum Reykjavíkursvæðisins er fjöldi sóknarbarna kominn niður fyrir 50% íbúa. Úti á landi heldur þróunin hægar að því marki.
Ljóst er að kirkjan þarf að vera sterk. Kirkjan í hjörtum fólksins. Að fólk styðji og hafi trú á starfi hennar. Guðs ríki þarf að breiðast út um allan heim. Jafnvel í Reykjavík. Kirkjan hefur verkifærin og á að hafa færnina til starfans. Hún þarf að voga, hún þarf á áræðni að halda. Hún á að vera sjúkrahús fyrir syndara, ekki safnhús fyrir dýrlinga. Hún er ekki listmunafélag þótt hún styðji og hvetji listirnar. Hún er ekki embættismannakerfi sem lifir sínu eigin lífi, heldur skipulagt vinnukerfi sem lifir til að þjónusta hlutverk sitt. Hún er ekki afturhaldsamur dinosaur, heldur menningar og söguberandi vitnisburður tíðarandans og hvernig Guð hefur verið með okkur í hlutskipti okkar og lífi. Hún er afskiptasöm því hún segir frá honum sem ER, VAR och MUN VERA UM ÓKOMIN ÁR.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)