Passíusálmar, Landsdómur og biskup Íslands

Jáhá!   Landiđ mitt - hvar er ţín fornaldar frćgđ?  Frelsiđ og manndáđin best.

Ég er búsettur í Stokkhólmi í Svíţjóđ.  Í morgun ţegar ég kveikti á sjónvarpstćkinu fékk ég ađ vita ađ réttarhöld myndu hefjast í dag í "Riksrätten" (Landsdómi) yfir fyrrum forsćtisráđherra.  Ţegar ég kom síđan til vinnunnar var ég spurđur af einum vinnufélaga hvort hann yrđi hengdur, hann ţessi fyrrum forsćtisráđherra og skúrkur. "Nej, á norđurlöndunum setjum viđ fólk í fangelsi - viđ myrđum enga - gildir ţá einu hversu korkađir ţessir einstaklingar eru" svarađi einn sćnskfćddur starfsmađur hinum blóđţyrsta samstarfsmanni mínum sem kom frá Írak fyrir 20 árum síđan.

"Hann yrđi nú sennilega hnakkaskotinn" sagđi sá frá Írak "ef hann byggi í Írak". Efter ţetta féll umrćđan niđur.  Hún hafđi greinilega náđ ţessum sígilda "pedagógíska hápunkti". Ísland féll ekki af dagskránni ţótt afdönkuđum brotamönnum međ stjórnmálabakgrunn.   Nćst voru Passíusálmar sálugs séra Hallgríms Péturssonar reifađir. Kirkjunar fólk í Stokkhólmi hafđi heyrt ađ lestri Passíusálmanna skyldi hćtt og spurđi hvort ţessi yndislega hefđ vćri nú ađ hverfa?   "Ţýđir ţetta ađ innflytjendur eđa trúleysiđ hafi tekiđ völdin?"  var ég spurđur.    Ekki taldi ég ţađ - eđa hvađ?  Ţađ var erfitt ađ svara fyrir gerđir manna, hugsanir og aftrúarhyggju landans.  Ég sagđi bara eins og ţađ var, ađ kirkjan á Íslandi vćri ađ glata fastlandinu undir fótum sér - nokkuđ bókstaflega líka og ađ miklar vćntingar vćru til nýrra biskupa á Íslandi sem kosnir skyldu. 

Einhver hafđi sótt sér upplýsingar um ađ konur vćru í frambođi til biskups.  Ég var spurđur "Eru ţetta góđar konur?"   Óneitanlega hugsar mađur alltaf til fćreyskunnar ţegar talađ er um "góđar konur" ţótt ekki vćri átt viđ slíkar konur i samtalinu.   Ég tjáđi ađ líklega vćri á ferđ ágćtasta fólk; konur og karlar.  Óljóst vćri hvort kandidatar vćru til í ađ bretta upp ermar og gerbreyta kirkjunni sem stofnun - en líklega vćri mest ţörf á ţví núna.   Međlimum í kirkjunni vćri ađ fćkka mikiđ í stórborginni, fyrst og fremst og ađ fjöldi međlima vćri kominn undir ţá tölu sem Sćnska kirkjan hefur í sínu fjölţjóđlega ríki og afhelgun samfélagsins.  Ţetta sló mig lítiđ.  Í vissum sóknum Reykjavíkursvćđisins er fjöldi sóknarbarna kominn niđur fyrir 50% íbúa.  Úti á landi heldur ţróunin hćgar ađ ţví marki.  

Ljóst er ađ kirkjan ţarf ađ vera sterk.  Kirkjan í hjörtum fólksins. Ađ fólk styđji og hafi trú á starfi hennar. Guđs ríki ţarf ađ breiđast út um allan heim. Jafnvel í Reykjavík.   Kirkjan hefur verkifćrin og á ađ hafa fćrnina til starfans.   Hún ţarf ađ voga, hún ţarf á árćđni ađ halda.  Hún á ađ vera sjúkrahús fyrir syndara, ekki safnhús fyrir dýrlinga.  Hún er ekki listmunafélag ţótt hún styđji og hvetji listirnar. Hún er ekki embćttismannakerfi sem lifir sínu eigin lífi, heldur skipulagt vinnukerfi sem lifir til ađ ţjónusta hlutverk sitt.  Hún er ekki afturhaldsamur dinosaur, heldur menningar og söguberandi vitnisburđur tíđarandans og hvernig Guđ hefur veriđ međ okkur í hlutskipti okkar og lífi.  Hún er afskiptasöm ţví hún segir frá honum sem ER, VAR och MUN VERA UM ÓKOMIN ÁR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband