Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014
24.8.2014 | 13:02
ISIS og ISIL
ISIS eða ISIL - skiptir ekki máli. En varast ber hvort tveggja - þótt sami hlutur sé.
Líklega hafa nú, þegar þetta er skrifað, yfir 1000 manns verið hálshöggnir í Írak og Sýrlandi. Verst hefur ástandið verið í Sýrlandi þar sem málaliðar Vesturlanda svo sem Breta, Bandaríkjamanna og Frakka hafa farið hart fram í baráttunni mót Bashar al-Assad forseta Sýrlands. Landið er sundurmarið og sundurkrossað. Þjóð með von á framtíð og stöðugleika finnst ekki legur.
Rétt eins og minnisgóðir Íslendingar muna - voru það Bandaríkjamenn sem stofnuðu Al Qaida á níunda áratug fyrri aldar til að berjast mót Sovétríkjunum í Afganistan. Þegar svo því stríði opinberlega lauk (óljóst hvort því er í raun lokið) yfirgáfu Bandaríkjamenn landið "opinberlega" og skildu málaliðana eftir. Málaliðarnir höfðu þá fengið fræðslu og skóla í hernaði sem og voru svo vel vopnum búnir að þeir gátu hernumið heilu landsvæðin og borgirnar í Afganistan - og haldið völdum.
Slíkt hið sama gerðu nú vesturveldin í Sýrlandi. Þeir sendu peninga, þekkingu, vopn til Sýrlenskra skæruliða og æfðu þá upp til að verða drápsmaskínur til höfuðs Bashar el-Assad forseta Sýrlands - þar sem hann vildi ekki selja þeim ódýra olíu. Þá skyldi koma honum frá völdum, mála hann sem glæpamann og sýna heiminum við hversu illan fjandman var að etja. Allt bak við "leiktjöld" arabíska vorsins átti að velta honum úr sessi. Áttu aðkeyptir skæruliðar frá löndum fyrrum Sovétríkjanna, Norður-Afríku, Quatar og Yemen að berjast fyrir rétti fólksins.
Fá lönd fyrir botni Miðjarðarhafsins hafa búið við slíkan stöðugleika og mannréttindi sem Sýrland. Þetta er nú sagan ein. Kristnir hafa verið reknir á landsflótta, þeir verið hálshöggnir eða skotnir. Sama gildir um aðra trúarhópa og minnihlutahópa sem t d Kúrda. Nú hafa í skjóli ófriðarins í nágrannalöndunum - ISIS / ISIL reitt náðarhöggið hverju því sem hefði í friðarveg getað orðið til að byggja upp þessi voluðu lönd.
Hér ber að vekja hug fólks og anda! Drómi sá sem stjórnað hefur greinilega almenningsálitinu á Vesturlöndum - þekkingarleysið og fiskabúrslífið (að ekki þekkja til þess sem gerist handan fiskabúrsins) verður að ljúka.
Ég leyfi mér að visa til þess sem Toskanska endurreisnarskáldið Dante Alighieri skrifðaði í sínum Guðdómlega gamanleik (Divina comedia) "Heitustu staðirnir í helvíti eru ætlaðir þeim sem skírskota til hlutleysis síns á siðferðilegri ögurstund"
Telja sig vita hver böðullinn er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2014 | 18:49
Orð sem við ættum að lesa!
Alvarleiki lífsins birtist okkur dag hvern og þessi alvarleiki er óhugnalegri en okkur grunar:
Orð sem við ættum að lesa og yfirvegað íhuga!
1.8.2014 | 09:06
Skömm yfir land og þjóð
Vinnufélagi minn kom til mín og spurði: Kör ni repris på 1 april nu? Ekki hélt ég það og spurði hana hvað hún ætti við. Hún sagði mér frá því að hún hefði heyrt að maðurinn sem kom Íslandi á kaldan klakann og hefði verið næstum því dæmdur fyrir landráð - væri núna að verða sendiherra. Þetta væri oft veitt afdönkuðum stjórnmálamönnum sem "takk" fyrir að hafa mætt í vinnunna undangengin ár.
Nei sagði ég - þetta hlýtur nú að vera misskilningur. Einhvern veginn fannst mér þetta of "klikkað" til að vera satt og hló bara með henni.
But not! Þetta var hinn hryggilegi sannleikur málsins. Geir Haarde verður sendiherra fyrir Ísland.
Geir Haarde sendiherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |