Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Landeyjahöfn

Á fréttasíðu Morgunblaðsins í dag www.mbl.is er talað um að dælubátur sé á leið til Landeyjarhafnar til að vinna mót tilfuttningi sands inn i höfnina.   Þetta er sisyfosarvinna* af versta tagi.  Eitthvað sem aldrei lýkur og kemur að kosta skelfiegar fjárupphæðir. Verkið var dauðadæmt frá upphafi. Hver lifandi sála sem ekið hefur niður á Landeyjarströnd sér og skilur þetta.  Ég spái því að vísir menn munu hætta reyna halda höfninni opinni eftir ca 10 ár, þá hún hefur líklega sogið í sig meiri fjármuni en allar aðrar landsins hafnir til samans.  Spörum strax, bætum Þorlákshöfnina og látum sandinn loka Landeyjarhöfn.

 

 

http://en.wikipedia.org/wiki/Sisyphus


Af hverju þarf fjölskylduhjálp

Hvað hefur farið úrskeiðis hjá ríkisstjórnum síðustu tveggja áratuga að um fjögur þúsund manns neyðast að sækja sér aðstoð til fjölskylduhjálparinnar?  Væri ekki nær að fjalla um það á vefi Morgunblaðsins í stað þess að sýna myndir af fólki í biðröðum og fjalla um eymd einstaklinga og fjölskyldna?
mbl.is „Aðrir voru ævareiðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípaleikur af verstu tegund

Þetta er nú meiri skollaleikurinn. Fyrst gerast Bandaríkjamenn sekir um brot á öllu sem mögulegt er að brjóta gegn, yfirleitt mot stóru málaflokkunum: Alþjóðlegir efnahagsglæpir, fjöldamorð, ólagleg stríð, fjárhagsþvingarnir, brot mót alþjóðarétti, ....      Síðan segja þeir að það sé "ólöglegt að birta skýrslur um brot þeirra!"

Er ekki heimsbyggðin orðin þreytt á þessum skollaleik vesturveldanna, sem öll taka þátt í þessu skrípói! 


mbl.is Skjalaleki alvarlegur glæpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bravó! Nýjir markaðir!

Mikið varð ég glaður þegar ég sá þessa frétt. Loksins ný hugsun þar sem reynt er að horfa blint áfram á ESB aðildina sem höfuðlausn allra mála. Ég gleðst yfir að nýjir markaðir séu hugsanlega í framtíðarsýn Íslendinga og ný tækifæri - sem ekki eru gensýkt af ESB-vofunni.

Bravó!


mbl.is Fríverslun rædd við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið ósköp hafa þingmenn verið íslensku þjóðinni sorglega dýrir

Enn ein sorgarsagan opinberast nú þjóðinni. Landeyjahöfn er enn eitt sýnidæmið sem leggs við hundruðir slíkra frá fyrri árum og áratugum.  Ruglið lýkur aldrei. Engum heilvita manni hefði komið til hugar að setja höfn á Landeyjaströnd. Þetta er svo víðátturuglað að enginn heilvita maður myndi setja stafina sína við svona verkfræðiklúður - ef ofboðslegar fjárhæðir væru ekki upp úr þessu einkaflippi vanhæfra stjórnmálamanna að hafa. 

Ég segi svo nú: að Landeyjahöfn mun verða þjóðarbúinu til skaða og samtímis til stórfelldrar fjárhagsbyrði um ókomin ár.  Ég spái því ennfremur að eftir 10 ár verði hún sandi orpin og svo til horfin inn í síbreytilega strandlengju suðurlandsins. 

Skammist ykkar þið stjórnmálamenn sem ausið peningum í víðátturugluð verkefni sem reynast sjófarendum hættuleg och þjóðinni óendanlega dýr.  Skammist ykkar!


mbl.is Sló flötum í innsiglingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Synódalréttur

þar sem kirkjan sjálf sá ekki þörf á eigin dómstól í sínum innri málefnum, og lagði niður gamla "sýnódalréttinn" - eiga ríkissaksóknari og dómstólar ríkissins að annast slík málefni eins og kærur og rannsóknir á brotum er varða landslög.

Einnig eiga reglur ríkisins að gilda að fullu fyrir kirkjuna. Þannig að sá sem fundinn er sekur er sekur líka í kirkjunni, sé það sannað. Sama gildi um þá sem eru sannaðir saklausir, séu saklausir í kirkjunni.


mbl.is Tillaga um þrjú í rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væntumþykja fyrir kirkjunni

Ég hef, úr fjarlægð, fylgst með því sem hefur verið að geras á Íslandi í kirkjunnar málum. Misjafnlega hefur verið haldið á málum og oft blindandi farið geyst fram með stór orð sem gera slúðursneppla að heitri söluvöru. Er engu látið varða hvað er rétt eða rangt i málfluttningnum. En umræðan öll hefur þó orðið til þess að ég hef styrks i þeirri trú minni að kirkjunni sé best komið einni og sér - en ekki sem ríkiskirkju.

Biskup Íslands hefur viljað kalla kirkju Íslands "þjóðkirkju" en forðast orðið "ríkiskirkja". En Þjóðkirkja Íslands er ríkiskirkja. Hún stendur ekki ein og óstudd og er því miður ekki kenningarlega sjálfstæð. Hún er bundin af tiktúrum og fjárhagsvaldinu. Nú er ég búsettur í Svíþjóð þar sem kirkja og ríki skyldu formlega árið 2000, eða fyrir 10 árum. Þetta var stór atburður og ljóst að breytingar yrðu miklar á allri starfsemi og hreint út sagt "burðargetu" kirkjunnar, sem boðenda Orðsins en einnig sem "stofnunar". Fjárhagslegar forsendur breyttust og var skyndilega þörf á stórum breytingum í fjármálapólitík kirkju, samtímis og fjöldi fólks sem sjálfkrafa hafði orðið meðlimir í kirkjunni yfirgaf kirkjuna.

Breytingar á kirkjustjórn voru litlar í fyrstu, en síðan hefur kirkjan fest sig i sessi, er sannari í kenningu og kenningarsmíð sinni. Hún er nú óbundin og getur í sannleikans anda talað mót ríkisvaldi þegar þess þarf, en stutt það þegar þannig stendur á. Kirkjan á Íslandi er steinrík. Hún átti við siðaskiptin um 50% alls jarðnæðis. Mikið av lendum kirkju voru svokallaðar kristjarðir eða sálugjafir sem ekki er hægt að selja. Afgjald af eigum kirkju ætti að geta borið uppi kostnað við starfsemi sjálfrar kirkjunnar og starfsmanna hennar. Auðvitað þarf kirkjan á Íslandi að verða sjálfboðaliðakirkja rétt eins og kirkjan í Svíþjóð og Englandi er. En hún er þó sönn, og þeir sem vilja vera með - eru með af því að þeir vilja það. Ekki "per automatik".

Ég legg því mitt atkvæði á vogarskálina fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Ennfremur að kirkjustjórnin sjái að tótalendurskipulaggning sé nauðsynleg á stöðu, stjórn og starfsháttum ríkiskirkjunnar á Íslandi.


mbl.is Þverrandi traust áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálp hvað sumir geta verið drjúgir!

Mér hreinlega blöskrar nú þegar ég les þessa frétt, hvað Már Guðmundsson virðist vera veruleikafirrtur. Það er líklega eins gott að hann taki til baka umsókn sína, þar sem hann sýnir í orðum sínum hvað hann virðist vera gersamlega sneyddur allri veruleikatilfinningu fyrir því ástandi sem hefur verið í landinu og mun um ókomin ár hafa áhrif á allt viðskipta og efnahagslíf landsins og landans.

Drjúg orð Más gera það bara að verkum að orðstír hans i bankaheiminum hafa þegar borið hnekk, og ekki þurfti hann hjálpina þar til. Jóhanna forsætisráðherra ætti með réttu að biðja hann að taka til baka umsókn sína og biðja hann að halda sig fjarri allri opinberri fjármálastarfsemi í landinu. 

Hann hefur ekki aðeins sýnt að hann er ókunnugur um efnahagsástandið á Íslandi, heldur gersamlega sneyddur þeirri fíntilfinningu sem stjórnendur í æðstu embættum ríkisins verða að hafa.

Ég hafna Má hans hugsanagangi með öllu.


mbl.is Már og Jóhanna ræddu launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ekki kreppa á Íslandi?

Bíðið nú aðeins!  Var ekki kreppa á Íslandi?  Er ekki verið að skerða réttindi almennings til að greiða erlendar skuldir og til að geta haldið samfélaginu gangandi?   Hvaða rök eru fyrir því að EINHVER hafi yfir 900 000 krónur í laun á Íslandi?   

Í sænskum fjölmiðlum er sagt að á Íslandi sé alvarleg kreppa og að fólk sé skuldum vafið, nú verr enn nokkrum sinnum áður. Hvers vegna ætti þá að fara allar leiðir að því að láta Kjaradóm skera úr um laun Seðlabankastjóra?  

Í raun ætti að leggja niður Kjaradóm og setja í staðinn Landsdóm og draga helstu krimma landsins fyrir þann dóm í stað þess að moka seðlum í sængur og kodda yfirembættismanna þjóðarinnar.  Látum helstu embættismenn þjóðarinnar semja rétt eins og aðra launþega.

 


Vill Skrekkur frá?

Ljóst er að Gylfi fer frá, þar sem hann er svo sólginn að hoppa frá ábyrgðarhlutverki sínu við uppbyggingu landsins eftir hrunið. Hinir sem eru af heilum hug eiga að sjálfsögðu að halda sínu starfi áfram - enda kaus þjóðin að svo sé.  Sitjandi stjórn er resultat af ákvörðun meirihluta atkvæðisbærra kjósenda og hefur ríkisstjórn og Alþingi fullt umboð áfram.

Ríkisstjórnin situr auðvitað áfram, og hleypur ekki frá ábyrgð.   Heldur byggir upp landið á ný með þjóðinni sem kaus hana til eins kjörtímabils.


mbl.is Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband