Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Styrkur lýðræðisins

Það er rétt hjá herra Ólafi að styrkur lýðræðisfyrirkomulags íslenska stjórnkerfisins felist í því að leita megi til þjóðaratkvæðagreiðslu þegar pólitískar ákvarðanir séu svo flóknar og svo tilfinningalega bundnar að aðeins knappur þverflokkastuðningur liggi að baki. Þá er að kalla eftir synjun eða samþykki atkvæðisbærra þegna landsins.  Í því felst styrkur stjórnvalda;  að geta leitað til þjóðarinnar án þess að þurfa ganga í gegnum einhverskonar niðurlag eða skömm.  Stjórnvöld halda sínu umboði þjóðarinnar, en lögin falla úr gildi eða staðfestast.
mbl.is Staða forseta og stjórnar óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður bresku handrukkurunum greitt?

Hversu gæfuríkur er herra Ólafur Ragnar Grímsson í embætti sínu sem forseti Íslands?  Hversu góða sýn hefur hann á getu og úthald þjóðarinnar. Hversu lýðræðiselskandi er hann?   Þetta eru nokkrar af spurningum þeim sem ég er að velta fyrir mér núna við upphaf nýs árs.

Kýs herra Ólafur Ragnar örbyrgð og sært þjóðarstolt með að setja stafi sína við téð ICESAVE lög?  Kýs hann að leyfa íslenskri þjóð að stríða fyrir stolti sínu, sýna hvað í henni býr og beygja sig ekki fyrir vafasömum skuldaviðurkenningum íslenskra stjórnvalda fyrri ára. Segir hann einfaldlega "Nei" við að greiða spilaskuldir útrásarvíkinga og þorir hann að reka á brott handrukkara Breta og Hollendinga, svo einhverjir séu nefndir?  Ég vona það.   


mbl.is Fundi lokið á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sem þurfalingar skulum við lifa.

 oliver-twist-gruel

Svo má brýna að bíti! Ég held, eftir að hafa hugsað lengi málið, að stærstu mistök ríkisstjórnanna, þeirrar sem var rekið í búsáhaldabyltingunni og svo þeirrar nýju, hafi verið að stefna ekki breskum stjórnvöldum þá er hryðjuverkalögum var beitt á Ísland. Í þessari gjörð var að finna svo illskuþrungna og heiftúðuga aðgerð bitrar þjóðar að fá dæmi eru í sögu síðustu áratuga.

Meðvitaðir um afleiðingarnar beittu Bretar okkur þessu bragði, meðvitaðir um að Íslendingar myndu knésetti, meðvitaðir um að okkur yrði ekki nein leið fær að bjarga okkur - setja þeir neyðarlög. Og hvers vegna? Jú, til að ná fiskimiðunum af okkur.

Sjávarútvegur Evrópusambandsins stendur á grafarbakkanum. Áratugum saman hafa fiskveiðiþjóðir Evrópusambandslandanna skafið upp hafsbotninn með trollhlerum sínum, eyðilagt uppeldisstöðvar fiskistofna og síðan veitt um þá fiska sem eftir voru. Núna ásælast þessi lönd með Breta í víglínunni miðin kringum Ísland. Náðarlaust!

Atvinnuleysi meðal sjómanna/rányrkjumanna er næstum algert. Atvinnugreinin er að deyja út meðal þessara þjóða. Þriðja kynslóð atvinnulausra sjómanna er að vaxa úr grasi og smáþorp og borgir eru að lognast sömuleiðis út af.

Til að ná sér aftur á skrið, hafa Bretar nú beitt okkur hryðjuverkalögum, til að veikja eða taka alveg frá okkur samningsstöðuna nú þegar íslenska ríkisstjórnin telur sér ekki fært annað (í grunnhyggni sinni) en að ganga til liðs við ESB styrkjakerfið. Sem þurfalingar skulum við lifa. Það er vilji Breta, vilji ESB og vilji ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Undirbýr mál gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sala listaverka úr Listasafni Íslands

Ástandið í þjóðfélaginu er slæmt. Það vita allir. Fólk verður æ ofbeldishneigðara mót hvert öðru í orðum og gjörðum.  Þjóðarsálin er særð og réttlætistilfinningu fólks er ofboðið sem misboðið. Skattpíning er framundan og minnkun á allri opinberri þjónustu er raunveruleiki sem næði inn á öll heimili í landinu.

Minnumst máltækisins að "sárt býtur soltin lús"!

Ég er með tillögu:   Mín tillaga sem hugsuð er bæði til að ljúka upp augum grannlanda okkar fyrir vandanum í landinu og svo til þess fallin að fá inn fjármuni í landið er eftirfarandi.  Hefjum sölu á erlendum listaverkum úr Listasafni Íslands.  Ég býst við að þjóðir sem eiga stóru nöfnin í listasögunni, Rembrandt, Hals, Rubens...    vakni við vondan draum og átti sig á því "hvernig það sé að þurfa selja safnaeigu sína" til að greiða skuldir.   Ég legg til að listaverk eftir Munch og Picasso sem til eru í Listasafni Íslands verði sett á uppboð á Sotheby's, Bukowski's eða Cristie's uppboðsfyrirtækjunum

Á þennan hátt verði fjármunum komið inn í landið en um leið sett á markerandi hátt skilaboð út í heiminn um HVERSU alvarlegt ástandið sé á Íslandi, fyrir þá sem ENN skilja það ekki. 


mbl.is Samkomulag um lækkun gengisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa Íslendingar lagt öll egg sín í sömu körfu?

Sú spurning verður æ áleitnari með hverjum deginum hvort íslensk stjórnvöld séu að grafa gröfina dýpri og dýpri fyrir þjóðagreyið að falla í. Að horfa einvörðungu á ESB sem þrautarlendingu er að mínu mati í eðli sínu bæði grunnhyggið og hættulegt.

mbl.is Íslendingar enn svartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, ástandið er að verða eins og í ESB

Líklega tekst Íslendingum að koma sér á atvinnuleysisnótur aðildarlanda Evrópusambandslanda áður en um langt líður.  Sannarlega er unnið vel og ötullega að þessu takmarki, enda íslenskum stjórnvöldum einkar kær sú tilhugsun að atvinnuleysi verði bæði efnahag og þjóðarsál að sem mestum skaða.  Atvinnuleysi aðildarlanda ESB rokkar allt frá því að vera 8% upp í að vera næstum 20% svo stutt er í að okkur takist að sökkva landi og þjóð í sömu eymdina.  

 Nei heyrið mig nú!  Nú er kominn tími til að við hættum þessum sleikjugangi við ESB. Fólk virkilega lætur eins og það sé ekki til líf utan ESB?    Eru allir orðnir snar vitlausir?


mbl.is Atvinnuleysi mælist 7,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttsýni og drengskapur

Ég verð að játa að ég fylltist von um betri tíma nú þegar ég las fréttina um afstöðu Lilju Mósesdóttur á mbl.is, til ICESAVE málanna. Ég vona að ekki bara fleiri flokksfélagar hennar heldur fólk úr öðrum flokkum takist nú á við siðferðisspurninguna og láti sannfæringu sína, ekki flokksagann stjórna gerðum sínum og hvernig kosið verði um nýja ICESAVE. 

Ég hef alltaf sagt að það sé EKKI rétt að Íslendingar gangi svo í vafasama ábyrgð fyrir spilavítabraski "útrásarvíkinga" að þjóðinni sé skotið aftur á steinaldarstigið. Nei, þá gengur þjóðin fyrir öðrum.   Ef allt þetta snýst um að halda Bretum og Hollendingum; ergo: ESB og IMF glöðum segi ég bara eftirfarandi:

Borgum ekki eyri. Þessar alþjóðastofnanir hafa beitt á okkur hryðjuverkalöggjöf, þvingunum, seinagangi í afgreiðslu einföldustu mála og síðan sýnt okkur hortugheit.  Við hreinlega leitum nýrra leiða. Drögum til baka umsókn okkar um ESB, afturköllum hjálparbeiðni til IMF, förum í mál við Breta vegna setningar hryðjuverkalaganna og sköffum okkur nýja vini, nýja markaði og nýja og betri sjálfsmynd.  


mbl.is Getur ekki samþykkt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundleiður á íslensku getuleysi

Íslenska krónan er ekki meira virðe en Matadorpeningar. Ég minnist þess þá maður hafði breytt út Útvegsspilið á borðstofuborðið heima að manni fannst maður þokkalega ríkur þegar seðlabúntin tók að safnast fyrir eftir lukku og velfarnað í spilinu góða. Samt voru þessir pengingar bara spilapeningar. Þegar spilinu var lokið og maður hafði keypt alla togarana og veiðiheimildirnar, var spilinu lokið og allir hinir komnir í svo slæma stöðu að þeir þorðu ekki að slá um teningnum - eða höfðu hreinlega verið keyptir út úr spilinu.  Einhver óþægilegur sannleikur og samanburður er mögulegur með Útvegsspilinu gamla og svo lífinu eins og það er í dag.

Í dag leikum við okkur með vitagagnslausa spilapeninga úti í samfélaginu.  Þetta eru ekki peningarnir út Útvegsspilinu eða Matador/Monopoly, nei þetta er löglegur gjaldmiðill Íslands, krónan.   fyrir næstum því næstum 30 árum síðan var gömlu íslensku krónunni skipt út fyrir nýja, tvö núll voru tekin af þeirri fyrri og nýir seðlar settir í umferð. Allt leit betur út og blekkingarleikurinn rúllaði af stað.  Ekki leið að löngu uns aurarnir voru teknir út umferð. Síðan hvarf 10 króna seðillinn, því næst 50 króna seðillinn og síðast 100 krónurnar.  Myntin fékk að halda sér, þar sem hún er grunneiningin, en hún tók að léttast - á ný!   VIð sem höfum aldur til, munum eftir ákrónunni sem flaut á vatni.

Ég er orðinn hundleiður á íslensku getuleysi. Hvort er betra að vera lokaður frá breskum og hollenskum mörkuðum í nokkur ár, eða þar til fæðuskorturinn lætur að sé kveða í Evrópu, eða halda stolti og efla ný viðskiptatengsl og ekki setja sig í tryllingslegar skuldbindingar?   

Ég sá áðan að íslensk króna var skráð:   18,75 ISK = 1 SEK

Ég valdi að hafna ICESAVE, ég vildi fara í mál við Breta þegar þeir beittu á okkur hryðjuverkalögum, ég vildi hafna ESB og taka upp samningar um Norðurslóðaefnahagsbandalag, ég vildi slá saman íslensku og norsku krónunni, ég vildi taka upp varnar og flugumsjónarsvæðissamstarf við Dani og Norðmenn.  Ég sá aðra möguleika en að sleikja okkur upp við ESB og IMF.  Ég vildi leita nýrra vina. Ég vil ekki leika mér við þá sem lúskra á mér, ég vil ekki leika mér með þeim sem koma fram við mig eins og ég sé einhver skítahraukur úti á túni. Ég vil vera "líðandi" allt mitt líf.   Ég vil annað og betra fyrir mig og mína. 

Mér er annt um Ísland og íslenska þjóð.  Hvað um þig?


"Messíanismi"

Nýtt hugtak, sem tengt hefur verið stefnu Baracks Obama Bandaríkjaforseta hefur skotið upp kollinum. Þetta hugtak hefur verið tengt stefnu forsetans að Bandaríkin séu í sjálfgefnu hlutverki sem alheimsfrelsari mót órétti, kúgun, ófrið og misskiptingu. Það sem gleymist oft er að Bandaríkin hafa verið með alheimsafskiptum sínum (í krafti stærðar og styrks síns) upphaf alls þessa síðan nýlenduveldin glötuðu valdastöðu sinni á tíma Heimstyrjaldanna eitt og tvö.

Þessi svokallaði "messíanismi" skírskotar til guðfræðilegra hugtaka um "frelsarann". Þann sem koma skal til að frelsa, leysa þjóðirnar undar oki óréttis og misskiptingar, lagleysu og mannréttindabrota. Nú hefur Barack Obama verið úthlutað Friðarverðlaunum Nóbels. Það eru þau verðlaun sem Norðmenn fá að afhenda (örlæti af hendi Svía) og núna í fyrsta skipti er aðila sýndur þessi heiður, sem ekki hefur "gert neitt" heldur aðeins fyrir nýframsetta stefnu eða viljaákvörðun.  Þetta er fáheyrt.  Hversu margir hafa ekki leitt till lykta friðarsamninga sem hafa haldið, hversu margir hafa ekki barist allt sitt líf fyrir rétti sínum og annarra?   Hversu margir hafa ekki látið lífið fyrir rétt eða til bjargar öðrum?  Nú fær bjartasta "barnastjarnan" lífsferilsverðlaun þegar á fyrsta starfsári. Hverju sætir?   Nægir að skrifa fínar ræður og forma fallega stefnu?   Þarf ekki að sýna árangur?

Good luck to you Mr President!


Veljum EKKI Íslendinga í ábyrgðastöður

Það er sem Íslendingum sé ómögulegt að læra að okkur er ekki treystandi fyrir hinum stóru embættum ríkisins, alla vega hvað varðar þau embætti sem hafa með peningastjórn að gera. Valdið stígur okkur til höfuðs og kunnáttuleysið er svo áberandi að þekkingarfólk gengur bara á lagið og allt fer voðans veg. Já þetta er skrýtið.  Stjórnvöld virðast alveg varnarlaus og útnefna mann eftir mann - þótt dæmin sýni að þetta gangi ekki. 

Mitt ráð:  Köllum til sérfræðinga frá útlöndum. Hættum að nota okkur gulldrengina úr HÍ og leitum nýrra leida, nýrrar hugmyndafræði og skyldleikafrís vinnuafls.


mbl.is Fer fram á lausn frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband