Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hættum að ögra Írönum

Það hefur lengi verið hluti af áætlunum Bandaríkjamanna að komast með lúkurnar í olíuforða Írans. Það vita allir.  Núna beita þeir fyrir séð ályktunum Sameinuðu þjóðanna til að komast nær takmarki sínu.  

Meðan norður Evrópa er að vinna að því að fullnýta vinkraft, vatnskraft og kjarnorku - eru Bandaríkjamenn og þróunarlönd heimsins enn að nýta olíu rétt eins og þessi lönd gerðu fyrir 30 árum síðan.  Ef Bandaríkjamönnum væri gert að greiða bensínverð líkt og gerist í t.d Evrópu - myndi innan 3 mánaða vera gerð bylting i Bandaríkjunum. 

Það er óþefur af ályktunum Sameinuðu þjóðanna.  Mitt mat er að við eigum EKKI að ögra Írönsku þjóðinni. Þetta er fólk sem þegar á mjög erfitt. Að byrja þrengja að Íran á alþjóðavettangi, gengum viðskiptabönn og þvílíkt leiðir bara til aukinnar örbyrgðar hjá fólkinu sjálfu.  Stjórnendur sjá alltaf til að hafa það fínt - sama gildir um herinn. 

Einn vís maður sagði:  Það er betra að eiga óvin sem maður þekkir, en að velta honum og fá einhvern sem við ekki þekkjum.  Hvað gerist í Líbýu, Egyptalandi? (Ghaddaffi och Mubarak).  Við vissum hvað við höfðum, en í dag vitum við ekkert hvað gerist - kannski fá þessi löng sharia-lög, enda virðast uppreisnir i arabalöndunum leiða oftast til trúarofstækis þar sem hagur fólksins er svo bágur.


mbl.is Sendinefnd SÞ aftur til Írans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingvellir til sölu!

Nú eru Kínverjar og það jafnvel frammámenn í kommúnistaflokknum þarlendis farnir að ásælast stórjarðir á Íslandi.  Hvað býr að baki er augljóst.  Ítök í orkuframleiðslu framtíðar, hlutdeild i auðlyndum Íslands og það sem ég hef áður skrifað um og nefnist "svört jörð".  Jú þetta virðist svo einfallt og saklaust nú, en hvar stoppar þetta allt?   Hvar drögum við mörkin? Hvaða jarðir má selja, og hvaða jarðir má ekki selja?

Ég óttast svona sölu á jarðeignum og jarðréttindum til útlendinga.  Þetta fer bara á einn veg:  Þann versta!  

Erum við ekki að selja framtíðar auðlyndir lands og þjóðar?  


mbl.is Á að selja Grímsstaði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég les ekki slúðurblöð

gustaf

Í öðru viðtali sögðu téðir veitingahúsaeigendur að ástæðan fyrir því að þau þekktu ekki Carl XVI Gústaf konung og Sylvíu drottningu væri að þau læsu ekki slúðurblöð.  Segir þetta ekki allt um stöðu þessara dínosaura nútímans.  Konungar og drottningar nútímans hafa engin völd, fjarska lítil áhrif og eru ekki þekkt af öðrum sem gefa sér tíma að lesa slúðurblöðin. Þetta er sorglegt. Líklega er þetta "demókratiseringu" nútímans að kenna og skammsýni sjálfra konungsfjölskyldnanna.   Konungablóðið, þetta bláa, er orðið svo útþynnt að aðeins þekkjast þessir einstaklingar af ytra byrðinu. Mystíkin, sagan, hefðirnar og hinar réttu tengingar eru hverfandi.  Því miður!


mbl.is Svíakonungur fékk ekki borð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn er sagna bestur

Það var gamað að lesa þessa frétt. Loksins sýnir það sig að Íslendingar elska sjálfstæði sitt meira en ESB einræðið í Brussel.  Íslendingar eru stoltari en flestar aðrar þjóðir Evrópu.  Íslendingar vilja ekki greiða sukkskuldir Grikklands, Írlands, Lettlands, Ítalíu, Spánar og Portúgal.   Íslendingar vilja vera áfram Íslendingar.  Og Íslendingar framtíðarinnar sjá ekki framtíð í ESB (sem í raun var dauðadæmt þegar frá byrjun).  

Þetta eru fjarskalega gleðileg tíðindi.  En hvað eigum við að gera ef við eigum núna að hætta daðra við ESB i Brussel?   Jú valkostirnir eru margir og áhugaverðir.  Nýjir viðskiptasamningar við Kína, Japan og Austur-Asíulönd.   Viðskipta og vinasamband við Kanada, Mexikó og Suður-Ameríku. 

Ljóst er að aukið samband og sérsamningar við Norðurlöndin eru spennandi - og ljóst að norðurlandasamband - í efnahagslegu tilliti sem og í auðlindasamvinnu er ekki út í hött.  Finnar, Danir og síðast en ekki síst Svíar eru dauðleiðir að borga spilaskuldir Suður-Evrópulanda.      :)   Þarna eru möguleika á nýju efnahagssvæði.   


mbl.is Segir ESB-umsóknina tilgangslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdarvalds

Nú horfir loksins til betri vegar í háttu mála með aðskilnað löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvalds á Íslandi.  Fyrir margt löngu síðan var skilið á milli dómsvalds og framkvæmdarvalds.  En nú er komið að seinni endurbótinni sem lýtur að því að sami ráðherra geti ekki haft á sömu hendi löggjafar og framkvæmdarvald.  Þetta hefur verið stór brestur í þrískiptu ríkiskerfi okkar.  Kerfið er þrískipt til að komast hjá því að sama persóna hafi rétt að setja hentilög og síðan stjórna eftir þeim.  Aðskilnaður er nauðsynlegur til að gera kerfið trúverðugt og gegnumlýsanlegt.

Aðskilnaður ríkis og kirkju er síðan næsta leiðrétting sem nauðsynleg er að gera.


mbl.is Ráðherrar víki af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norge 22.07.2011


Seljið eldhúsinnréttinguna!

Er ekki bara ráð að selja eldhúsinnréttinguna i húsakynnum OR sem kostaði miljónir og aftur miljónir?
mbl.is Áætlun um fjármögnun OR rædd á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorum ekki spurð!

Það er ljóst að nú er komið að skilnaði Íslands og NATO.  Hér er greinilegt hverjir spila og hverjir eru þarflegu sakleysingjarnir.  Hlutverki Íslands - þó hefur alltaf verið ógreinilegt - er lokið.  Ég tel ónauðsynlegt að Ísland sé með hjásvæfutakta; setji upp þakklætissvip þegar okkur er sýnd athygli, en verður svo að sitja þögul og undangeymd þegar það á við.

Ísland úr NATO - herinn er farinn!


mbl.is Vorum ekki spurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keisarinn í Kína og læknir hans

Fyrir löngu síðan heyrði ég það sagt um líflækni keisarans í Kína, að þannig hefði launamálum hans verið komið að hann fékk laun meðan keisarinn var hress og við góða heilsu. En þá er keisarinn var sjúkur og stríddi við veikindi var líflæknir hans launalaus.

Skilji og túlki nú hver sem hann/hún vill!


mbl.is Hámark sett á laun verkalýðsforingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar stjórnmálamenn verða sorglegir

Þannig byrjaði ég erindi mitt hérna í grannkirkju einni í Stokkhólmi um daginn.  Til umræðu var ástandið í Norður Afríku og arabaheiminum almennt. Eins og ég reit í mínu fyrra innleggi hér á bloggvefnum er það staðföst trú mín að vestur evrópskum aðferðum sé ekki hægt að beita í þeim löndum sem ekki hafa sömu reynslu og við höfum af lýðræðishugtakinu.

En að fréttum dagsins. Evo Morales forseti Bólivíu, einu hinna mörgu landa Suður Ameríku sem hafa reynt í á annað hundrað ár að höndla lýðræði - en mistekist - og þjáningarbróðir hans Vladimir Zhirinovskyj í Rússlandi - landi sem aldrei hefur búið við gegnsætt lýðræði, kveinka sér ógurlega núna. Staðreyndin sem blasti við heiminum þá er Barack Obama fékk Friðarverðlaun Nóbels i Oslo 2009, sýndi allt annað en það sem verðlaununum var ætlað að sýna í upphafi. Hér var bara um vinsældakeppni verðlaunanna við Grammy, Oscar og Golden Globeverðlaunin.  Spurningin er:  Hver fær finustu gestina á sína verðlaunahátíð.  Og hver fær sina mynd tekna með stærstu nöfnunum. Auðvitað snýst þetta ekki um frið eða það að koma á friðið í hrelldum heimi.  Ónei.  Ef einhverjum hefur dottið slíkt í hug, hefur sá hinn sami fallið í propagandagryfju PR-fyrirtækja.  Nóbelsverðlaunin voru vissulega friðarverðlaun þegar til þeirra var stofnað og þau fyrst veitt Henri Dunant stofnanda Rauða krossins og Frédérik Passy stofnanda Frönsku friðarhreyfingarinnar árið 1901.   Síðan hefur siguð á ógæfuhliðina fyrir verðlaununum og í dag eru þau einskis virði.  

Nokkrir þeirra sem fengið hafa verðlaunin eru: (og hugsi nu hver fyrir sig hvaða afrekaskrá þessir aðilar hafa - googla gjarnan)

2009 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna sem stendur í því að bombardera almenna borgara í Líbýu í skrifandi stund

1994 Yassir Arafat, Shimon Perez, Ytzhak Rabin - ráðamenn i Palestínu og Ísrael (stríðsglæpir á báða bóga)

1973 Henri Kissinger, utanríkisráðherra, lét kasta sprengjum á Kambodíu og Norður-Víetnam

1953 George C Marshall, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Kóreustríðinu

Spurningin er, hvort ekki sé komið að því að byggja bara skóla fyrir börn í Afríku, Asíu og Suður Ameríku fyrir verðlaunaféð, í stað þess að upphefja einstaklinga sem eru ekki svo friðelskandi?

Zhirinovskyj og Morales eru heldur ekki barnanna bestir. Þetta er reyndar að kasta steini úr glerhúsi eins og einhver sagði.  Morales styður og nýtur sjálfur stuðnings skæruliðasveita í sínu landi. Fíkniefnavandinn hefur aukist þar um leið og fátæktin í landinu. Zhirinovskyj er ekki heldur neinn Vinardrengjakórsmeðlimur í þessu sambandi og á sér einkar spennandi sögu. Þótt svo að ummæli hans og kenningar um kynþætti og rétt Rússa til lands á kostnað annara þjóð- og kynþátta sé ekki nein kvöldlesning fyrir börn.... er hún spennandi fyrir hina hjartasterku.  

Nej nej ... þessir stjórnmálamenn eru bara SORGLEGIR.


mbl.is Vilja svipta Obama friðarverðlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband