Færsluflokkur: Evrópumál

Thatcher - Hollráð til Evópusinna og ríkisstjórnarinnar þar með

Hlustið endilega á allan málflutninginn hjá Margréti Thatcher. Það má læra margt af ræðu hennar. Gefið ykkur tíma til að hlusta á úrklippið, hún er góð!!!

Svör Margaret Thatcher í breska þinginu

 


mbl.is Ríkisstjórnin á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er það sem ekki má koma fram?

Ég vil vita hvaða brögðum ESB (Evrópusambandið) og IMF (Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) beittu Ísland og Íslendinga nú í samningaviðræðunum um ICESAVE?   Eftir sem Íslendingar hafa komið heiðarlega fram og gengist við að greiða skuldir sínar, vil ég vita hvað stendur í samningunum.  Ég vil að það komi fram hvað ESB, þessi Narnía margs Íslendingsins sem virðist vera hreinn viðbjóður, hefur gert nú til að knésetja Íslendinga. 

Ég vil að sannleikurinn um ósiðleg afskipti ESB að bágri stöðu Íslands komi fram. Ég vil að sannleikurinn um hvað þetta skrímsl, ESB, er að gera íslenskri þjóð verði dregið fram í dagsljósið og vona að æludallarnir verði nærri þjóðinni.


mbl.is Blekkingar, heimska og hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umboðslaust Evrópuþing

Nú eru Evrópuþingskosningarnar yfirstaðnar. Þingið i Bruxelles er svo til umboðslaust, aðeins 43% kjörgengra kusu i bandalaginu. Áhuginn er lítill og hefur minnkað frá kosningum til kosninga.  Í sumum aðildarlöndum er ástandið þannig að sögulegu lágmarki hefur verið náð, hvað kosningaþátttöku snertir.  Ástæðan:  Fólk veit að skriffinnskubákninu verður ekki hnikað, að raddir einstakra þjóða heyrast ekki. Einstaklingurinn er einskis virði.  Skrímslið er að verða að veruleika í lífi margra, jafnvel landa sem ekki eru einu sinni meðlimir.

 


mbl.is Vinstriflokkum refsað í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IMF og ESB

Þegar ég skrifaði um að ég vildi að íslensk stjórnvöld sæktu rétt sinn fyrir alþjóðlegum dómstólum og kærðu bresk stjórnvöld fyrir óhemjugang þann sem olli óbætanlegu tjóni á íslensku hagkerfi, meiru en orðið var, var hugsunin sú að fyrir utan að fá uppreisn æru gætum við átt von á miklum skaðabótum. Þannig hefðum við getað greitt ICESAVE reikninginn - eða þann hluta sem réttilega átti að greiðast af okkur, sem of losnað við að leita á náðir IMF eða Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn IMF er það versta sem gat gerst fyrir íslenska þjóð og hagkerfi. Ég varaði við þessum óvætti með dæmum frá Afríku, Suður-Ameríku og Asíuríkjum. Land tapar sjálfstæði sínu þegar IMF kemst inn í hagkerfi þess.  Fljótræðishátturinn og skammtímalausnavandi ríkisstjórna Íslands er sögulegt vandamál. Þetta er ekkert nýtt, en virðist erfast frá ríkisstjórn til ríkisstjórnar, sama hvar sú stendur á stjórnmálalitasviðinu.  Icesave var slæmt, en IMF er það sem er að kollkeyra þjóðir um allan heim. Næsta skammtímalausn og óígrundaða aðgerð stjórnmálamanna á Íslandi verður að reyna að komast inn í ESB.  Hryggilegt sem það verður manni litið til t.d. Lettlands núna. Þar er allt á vonarvöl. Forsætisráðherra Lettlands sem er næstum því eins skuldsatt og Ísland, sagði að ef ekki bærist hjálp einhversstaðar frá myndi Lettland verða gjaldþrota nú í haust.

Athugið að Lettland er meðlimsríki í ESB. Enginn kemur því til aðstoðar, allir halda að sér höndum.  Hvers virði er ESB nú þegar það getur ekki einu sinni hjálpað sínum eigin.

IMF og ESB er fyrirbæri sem boða yfirtökur og sjálfstæðisskerðingu.


mbl.is Gengið frá samkomulaginu í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór orð...

Það er svo hryggilegt að Íslendingar, sem staðið hafa í sjálfstæðisbaráttu á ný núna á sl. ári og krafist hafa nýs lýðræðis skuli vera svo viljugir að gefa frá sér ávinning þessar baráttu. Eftir nokkra daga kjósa Svíar til Evrópuþingsins. Þetta eru nokkrir fulltrúar sænsku þjóðarinnar sem kosnir eru af þjóðinni til setu á þinginu og sem síðan eiga að sjá um verndun lýðræðis innan bandalagsins.

Það er búist við að tæplega 40% af þjóðinni kjósi í þessum kosningum.  Þjóðinni er sama. Þjóðinni veit að það er ekki verið að kjósa um áhrif í ESB, þjóð veit að hvernig sem kosningarnar fari muni áhrif Svía (9,5 milljónir) ekki skipta neinu og hafa sáralítil áhrif.  Því er búist við að tæplega 40% atkvæðisbærra mæti á kjörstað. 

Það er skilyrði lýðræðis að það sé virkt og með þátttöku stórs hlut þjóðarinnar.  Staðan er því svo nú, að lýðræðiselskandi Svíar vita að atkvæði þeirra munu ekki hafa nein áhrif á stefnu og stjórnun ESB.   Geta má þess að búist er við 11% þátttöku í Póllandi í sambærilegum kosningum. 

Er þetta ólýðræðislega fyrirbæri, ESB virkilega það sem þjóðin vill ganga til liðs við?   Vilja þingmenn og ráðherrar VIRKILEGA selja íslenskt sjálfstæði og lýðræði í hendur erlends valds?   Þess valds þar sem aðildarþjóðir hafa barist á banaspjótum og startað heimstyrjöldum vegna ólíkra skoðana og lífssýnar?   Ég segi NEI TAKK!


mbl.is ESB-tillagan birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um evrópumálin

Þá eru Evrópumálin komin í farveg í Noregi. Norðmenn hafa ákveðið að vera ekki með að sinni gera því viðskipta- og tollasamninga við bandalagið í staðinn. Hér er spurningin hvort Ísland geti ekki gert slíkt hið sama. Íslendingar hafa nefnilega spil á hendi sem fólk hefur ekki hugsað út í. Það eru auðlindir okkar, nýttar sem ónýttar.

Evrópubandalagið stendur illa núna um þessar mundir og efnahagsvandinn að höggva enn fastar að rótum efnahagslífs bandalagsins. Nýju austantjaldslöndin eru illilega farin að finna til einsemdar í vanmætti sínum gagnvart stærri ríkjum sem hafa þó sterkari markaði og efnahagslíf.  Þessi lönd starfa nú sjálfstætt, en ekki sem bandalag. Hver eys sinn bát sem hann getur, en ekki er hjálpast að. Þetta er nú Evrópusambandið í hnotskurn.

Svört jörð er það kallað þegar rík lönd vesturlanda og stórar verslanakeðjur kaupa upp landsvæði í Afríku, Suður-Ameríku og Asíu og nýta þessi svæði sem forðabúr fyrir komandi matvælaskort í heiminum eftir nokkra áratugi, - kannski ekki einu sinni það - því matvælaskortur mun herja á heiminn innan tíu ára.  Fiskimið Íslands hafa enn ekki verið rányrkt í þeim mæli sem hafið umhverfis Spán, Portúgal, Írland, Frakkland og Bretlandseyjar.  Þeir horfa því hýrum augum til okkar og stóra hafsvæðisins okkar.

Skortur á olíu og gasi verður síðan einhvern tíman svo stórt vandamál að hver dropi verður gulls ígildi.Þannig mun það svara kostnaði að sækja olíu og gas á botn hafsins kringum Ísland.  Hrein orkuframleiðsla á Íslandi er sömuleiðis áhugaverð í augum Evrópumanna.  Allt þetta eru spilin okkar, spilin sem við gefum ekki frá okkur, heldur spilum með. Við vinnum á trompin okkar ef við glepjumst ekki af aulaskap og gylliboðum ESB.

Að fara með hraði inn í ESB væri það heimskasta sem Ísland gæti gert í dag. Allt sem heitir að flýta sér er Íslandi ekki til góða. Flýtimeðferð kostar alltaf extra. Það vita þeir sem slíkt hafa nýtt sér. Hvort sem íslensk þjóð kýs að fara inn í Evrópubandalagið eður ei, verður að vinna allt slíkt ferli með yfirvegun og af skynsemi.  Ég sé ekki raunhæft að stefna á aðild næstu 8-10 árin.  Það væri ekki íslenskri þjóð til heilla að sækja um aðild þegar illa gengur hjá okkur, því samningsstaða okkar er þá afleit.

Ég kýs heldur að taka upp náið samstarf við Norðmenn og þannig halda góðum tengslum áfram við norðurlöndin sem eiga nánari samskipti við Noreg en við okkur.  Eitt lítið viskipta og menningarbandalag Noregs og Íslands, með tengindu við Grænland og Færeyjar væri mikill akkur fyrir okkur Íslendinga.  Ég tel farsælast að skoða þessa möguleika, því Norðmenn vilja hafa aukin samskipti við okkur. Sláum ekki á útrétta hendur þeirra. 


mbl.is Evrópusambandið bjargar ekki Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er þeim svona áfram um að selja Ísland?

Já spurningin hangir alltaf yfir allri ESB umræðunni og vekur í raun óhug hjá mér! Hvað er það sem Evrópubandalagssinnar sjá sem ég ekki sé?   Kannski eru það öll tækifærin.  Kannski eru það glampandi EURO smápeningarnir. Kannski eru það landamæralaus og tollalaus viðskipti við ESB löndin.  Íslendingar munu bara sjá cent og EURO mynt, því enginn Íslendingur mun hafa efni á að eiga EURO seðla. Tækifærin, jú fyrstu árin verða eflaust dýrðleg. Stjórnmálamenn verða boðnir í fjölda veislna og kampavínið mun fljóta - en bara fyrsta árið.  Eftir það fer róðurinn að þyngjast og íslenskir stjórnmálamenn munu sjá að þeir hafa lítið eða ekkert að segja um þróun mála í Evrópubandalaginu. Já, sennilega kemur að því einn daginn að stóru fjölmennu þjóðirnar krefjast lagabreytinga þess efnis að fjöldi íbúa í landi eigi að ráða atkvæðavægi einstakra landa. Þessi umræða fæddist fyrir nokkrum árum.  Henni vex fiskur um hrygg.  Hvar standa þá Íslendingar með sín sérmál, kröfur um að fá að stjórna fiskveiðimálum og landhelgi sinni?  Það er hlálegt að ætla að óreyndir íslenskir stjórnmálamenn ætli að eiga eitthvað í þá hákarla sem hafa verið aldir upp frá barnæsku til að gegna embættum í sínum löndum og stjórna nú í ESB.  Mér óar barnaskapurinn. 

Hið sorglega í öllu er afneitunin. Loforð um sjálfstæða stefnu Íslands i einstökum málaflokkum er eitthvað sem breytt yrði með reglugerð yfir nótt í Bruxelles. Þannig er það. Stærri þjóðir eins og Svíar t.d.  (næstum 9,5 milljónir) eru farnir að finna fyrir því hversu róðurinn mót bákninu er farinn að þyngjast.

Umræðan einkennist af fádæma hugmyndaleysi um aðrar mögulegar lausnir. Hvaða leikfélaga við eigum að velja okkur og hvort við viljum að leikfélagar okkar séu jafningjar okkar eða ei?

Síðan er líka vert að gleyma ekki að verði ekki dvölin okkur svo sælurík sem margir vilja spá, og við viljum úr bandalaginu; þá er það ekki hægt!  Dyrunum er lokað á eftir okkur og þær soðnar í falsinn.


mbl.is Ný ríkisstjórn um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skollaleikur Gordons Brown

Það er ljóst að það er sama ruglið í gangi í Bretlandi og sömu gömlu klisjurnar notaðar hjá Gordon Brown og hjá fyrri ríkisstjórn Íslands. Þeir eru fyrir löngu búnir að gera á sig, þeir vita það og lýðurinn finnur fnykinn. Lýðurinn horfir dáleiddur á og hugsar með sér; "það er eitthvað lyktarskyninu hjá mér og sjóninni - Gordon og Geir hafa alltaf verið svo góðir gæjar."  En fólkið sá og sér rétt og ekkert er að lyktarskyninu.

Ljót lygin í gegnum árin hefur blindað þjóðina. Rausið og þunn en snúinn röksemdafærslan sýnir að hún stenst ekki. Fjármálamarkaðir Evrópu eru að krafsa í neyðarsjóði hagkerfa sinna landa. ESB ræður ekki við að skapa heildstæða aðgerðastefnu, stóru löndin Þýskaland, Bretland og Frakkland bjarga sínu eigin skinni og nýinngengnu löndin í austri eiga vart til hnífs eða skeiðar vona bara að einhver heildarstefna verði sett í framkvæmd til bjargar efnahagslífinu. Þeirra vonir verða að engu og hvern dag fækkar brauðbitunum sem falla af borði ríku ESB þjóðanna. Enginn verður saddur af því að sleikja mylsnu.  

Innviðir ESB eru graut fúnir. Efnahagsstefnan var aldrei til, heldur var hún aðeins blek á pappír. Orðin "sameiginleg efnahagsstefna" voru sem gildra sem austur Evrópulöndin stigu í og sitja nú föst.

Í þessum lygavef stendur Gordon Brown upp og krefst "aukins siðferðis". Hvílík hræsni. Hann talar um að lok "ábyrgðarleysis og óhófs" væru nauðsynleg.  Hann ætti að gera öllum hinum vitiborna heimi þann greiða að segja af sér og munstra sig á hjálpargagnaskip á leið til einhvers þess lands þar sem Alþjóðagjaldeyrisstjóðurinn hefur lagt allt í rúst.  Þar er þörf fyrir brauð og vatn. Fátækar þjóðir eru siðprúðar og lifa ekki í óhófi.  Óhóf og siðleysi sprettur upp þar sem allsnægtirnar eru sem mestar!


mbl.is Brown neitar að hann beri ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband