Af hverju er þeim svona áfram um að selja Ísland?

Já spurningin hangir alltaf yfir allri ESB umræðunni og vekur í raun óhug hjá mér! Hvað er það sem Evrópubandalagssinnar sjá sem ég ekki sé?   Kannski eru það öll tækifærin.  Kannski eru það glampandi EURO smápeningarnir. Kannski eru það landamæralaus og tollalaus viðskipti við ESB löndin.  Íslendingar munu bara sjá cent og EURO mynt, því enginn Íslendingur mun hafa efni á að eiga EURO seðla. Tækifærin, jú fyrstu árin verða eflaust dýrðleg. Stjórnmálamenn verða boðnir í fjölda veislna og kampavínið mun fljóta - en bara fyrsta árið.  Eftir það fer róðurinn að þyngjast og íslenskir stjórnmálamenn munu sjá að þeir hafa lítið eða ekkert að segja um þróun mála í Evrópubandalaginu. Já, sennilega kemur að því einn daginn að stóru fjölmennu þjóðirnar krefjast lagabreytinga þess efnis að fjöldi íbúa í landi eigi að ráða atkvæðavægi einstakra landa. Þessi umræða fæddist fyrir nokkrum árum.  Henni vex fiskur um hrygg.  Hvar standa þá Íslendingar með sín sérmál, kröfur um að fá að stjórna fiskveiðimálum og landhelgi sinni?  Það er hlálegt að ætla að óreyndir íslenskir stjórnmálamenn ætli að eiga eitthvað í þá hákarla sem hafa verið aldir upp frá barnæsku til að gegna embættum í sínum löndum og stjórna nú í ESB.  Mér óar barnaskapurinn. 

Hið sorglega í öllu er afneitunin. Loforð um sjálfstæða stefnu Íslands i einstökum málaflokkum er eitthvað sem breytt yrði með reglugerð yfir nótt í Bruxelles. Þannig er það. Stærri þjóðir eins og Svíar t.d.  (næstum 9,5 milljónir) eru farnir að finna fyrir því hversu róðurinn mót bákninu er farinn að þyngjast.

Umræðan einkennist af fádæma hugmyndaleysi um aðrar mögulegar lausnir. Hvaða leikfélaga við eigum að velja okkur og hvort við viljum að leikfélagar okkar séu jafningjar okkar eða ei?

Síðan er líka vert að gleyma ekki að verði ekki dvölin okkur svo sælurík sem margir vilja spá, og við viljum úr bandalaginu; þá er það ekki hægt!  Dyrunum er lokað á eftir okkur og þær soðnar í falsinn.


mbl.is Ný ríkisstjórn um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Nei ekki skil ég heldur hvaða frábæru kosti menn sjá við að ganga í ESB skrímslið.

, 11.3.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband