Færsluflokkur: Evrópumál
23.7.2009 | 07:43
"Splittrad Island ansöker om medlemsskab i EU"
Svo skrifar sænska netfréttablaðið Dagens nyheter (DN) um aðildarumsókn Íslands. Sænskir fjölmiðlar hér ytra hafa verið áhugasamir um allt sem hefur með forsögu og síðan aðildarumsókn Íslands upp á síðkastið. Umræðan hefur á greinargóðan máta skýrt stöðu Íslendinganna, tvístraðrar þjóðar sem sé að reyna að krafsa sig upp úr efnahagskreppu. Tvístraðrar þjóðar sem í fullkomnu ósætti sendir aðildarumsókn til Bruxelles fyrir næsta ráðherrafund sem þar á að halda núna 27. ágúst. Bent er á í pistli DN að Íslendingar muni þurfa að gangast við ákveðnum breytingum s.s. á stjórn fiskveiða. Í samtali sem haft var við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra segir:
- Det här är en av de mest historiska voteringar i alltingets historia och sedan republikens grundande, sade hon.
Sigurdsdottir hoppas att EU ska ge Island ekonomisk stabilitet och långsiktigt välstånd. Hon räknar med att ha skickat in en medlemsansökan fram tills EU:s utrikesministrar möts i Bryssel om drygt en vecka.
EU är en känslig fråga på Island med 320.000 invånare. Länge var de självständiga och stolta islänningarna mycket skeptiska till det europeiska samarbetet. Folket gillar sitt oberoende och framför allt räds många vad som ska hända med fiskenäringen när Island inlemmas i EU:s fiskepolitik. Oro finns för att EU ska över kontrollen av Islands rika fiskevatten.
["Þetta er ein þýðingarmesta atkvæðagreiðslan í sögu Alþingis, allt frá stofnun lýðveldis", segir Jóhanna.
Jóhanna vonast til að ESB komi til með að gefa Íslandi efnahagslegt jafnvægi í framtíðinni og velmegun. Hún býst við að umsóknin verði komin inn fyrir fund utanríkisráðherra í Bruxelles efir rúmlega viku.
Meðal hinn 320 000 Íslendinga hefur umræðan um ESB verið afskaplega heit. Hinir stoltu og sjálfstæðu Íslendingar hafa verið vantrúaðir á gildi náins evrópsks samstarfs. Þjóðinni hugnast heldur að vera sjálfstæð og óbundin og óttast einna helst hvað muni gerast með náttúruauðlindirnar og þá í formi stjórn fiskveiðilögsögunnar ef Ísland verður eitt með fiskveiðistefnu ESB. Óttast Íslendingar að ESN taki yfir stjórn hinna auðugu fiskveiðilögsögu Íslands.]
_________
Já að er synd að segja að Íslendingar verði ekki þekktir af eindæmum. Ósáttin og hryggðin yfir aðildarumsókn er augljós, heyrir maður hér ytra í fjölmiðlum, nú þegar Íslendingar eru að velja burt sjálfstæðið, forræðið yfir auðlindum og veikari sjálfsmynd. Það verður skrýtið eftir nokkur ár þegar við verðum að fara flagga EU flagginu út um allt með íslenska fánanum. Þetta er skrýtin tilhugsun. Meir að segja Svíar sem nú halda í formennsku fyrir ESB veigra að flagga Evrópufánanum, því andúðin fyrir ESB vex þar líka.
21.7.2009 | 10:28
Fljótfærni og þekkingarleysi
Í bloggi mínu hefi ég bent á áður að best hefði verið fyrir íslenska ríkisstjórn að ráða nokkra fína lögmenn frá t.d. Bandaríkjunum (tóbaksframleiðendur gætu sennilega bent á einhverja dugandi einstaklinga). Ég vil meina að íslenskir ráðamenn og samningamenn ríkisstjórnarinnar hafa hreinlega ekki þá þekkingu sem þarf til að snúa á svona stórveldi sem Breta og svo auðvitað ESB sem rær undir niðri mót öllu sem íslenskt er. Ég tel að með sérhæfri samninganefnd mót risunum gætum við fengið betri kosti í samningunum og komist frá borði minna fátæk og stoltari.
Þjóðarstoltið er komið næstum í vaskinn og ljóst að íslensku þjóðinni líður ekki vel. Þökk sé ríkisstjórnum þessa lands. Hvers verkefni er einmitt að þjóðinni líði vel, jafnvægi ríki og stöðugleiki. Þessu hafa ríkisstjórnir síðustu ára ekki valdið.
Leitum okkar sérþekkingar í lagaflækjum og samningaaðferðum. Viðurkennum að við höfum ekki burði í að standa í svona sjálf og köllum, rétt eins og með Evu Joly, fagfólk og sérhæfða í málaflokkunum að sjá um okkar mál.
Erfitt en verður að leysast" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2009 | 07:33
Auðvitað sömdu menn af sér!
Það er ekki við öðru að búast. Lotningin fyrir ESB og velvildinni þaðan, sem þó enn hefur ekki látið á sé kræla, er svo mikil að íslenska samninganefndin hefur ekki þorað að svara fyrir sig. Kannski hefur samninganefndin verið að reyna að sýna gjafmildi og höfðingjaskap og bara ausið loforðum um meiri ábyrgð og greiðslur en okkur ber (sem þá hafa átt að hafa þann tilgang að mýkja inngönguleið Íslands inn í ESB).
Þetta er náttúrulega dæmi um afglöp í embættisfærslu íslenskra og dæmi um varnarleysi Íslands gegn ESB og ef til vill reynsluleysi samningamanna. Við eigum að kaupa okkur erlenda þjónustu t.d. bandarískra lögmanna sem síðan standa í þessum samningaviðræðum fyrir okkur. Okkur er ekki treystandi.
Menn sömdu af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.7.2009 | 14:31
Fullveldi Íslands veikt
Með samþykkt ICESAVE-samningsins við Breta og aðra sem gert hafa kröfu um fullar endurgreiðslur Ísland til þeirra sem glötuðu fjármunum í efnahagshruninu leiðir beint til þess að fullveldi Íslands mun veikjast. Gjaldmiðillinn, íslenska krónan mun falla í verði, úr litlu í ekkert og Ísland mun teljast til þróunarlanda.
Það eru engar ýkjur eða skröksögur að hér er vegið að sjálfstæði Íslands. Erlendar stofnanir og ríkisstjórnir seilast ar með svo djúpt í vasa íslenskra skattborgara og lántökufólks að um valdaafsal er að ræða. Það er þar með ekki ríkisstjórn Íslands sem ákveður leikreglur, heldur ríkisstjórn Gordons Brown, IMF og Evrópubandalagið.
Að setja Lýðveldið Ísland í svona stöðu er beint brot á stjórnarskránni.
Engin vissa um meirihluta fyrir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 15:43
Allt verður Íslandi til óhamingju
Allt verður Íslandi til óhamingju. Þetta var óheillaspor fyrir vort litla land. Hryggilegur dagur. Nú er bara að berjast mót ógæfunni og eflast í því að finna aðrar leiðir.
Samþykkt að senda inn umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 08:52
Upp, upp, þú Íslands þjóð
Nú tel ég svo komið fyrir stjórnmálamönnum að best sé að þeir fari í sumarfrí. Afglöp á afglöp ofan, streita og þreyta er farin að segja svo um munar til sín og fátt vitrænt sem kemur lengur frá þinginu. Ég óska þess að fólk fari hægar í sakirnar og reyni að stilla sig. Stjórnarflokkarnir eru þreyttir eftir vatnsaustur vorsins og þjóðarskútan er vel fyrir ofan vatnsborðið núna. Farið í frí elskurnar og náið áttum. Skreppið á Þingvöll, í Skálholt, í Kópavoginn þar sem Kópavogsfundurinn var haldinn. Skreppið út á Austurvöll og spáið í hvort þetta allt sjálfstæðistal var virði allra þeirra orða, þeirra lífa, þess blóðs sem úthellt hefur verið. Spáið í hvað orðið "sjálfstæði" merkir og hvers virði það er þjóðarmynd og stolti einnar þjóðar sem Íslands. Lítið til þeirra landa nú, sem barist hafa undan merkjum fjölþjóðaríkja og ríkjaheilda. Skoðið hvað er að gerast þegar þjóðir vilja vera sjálfstæðar.
Hugsið til Fjölnismanna, til Jóns Sigurðssonar, til Jóns Arasonar, til þeirra sem grátandi settu stafkrók sinn við hyllingu erlends valds Danakonungs á Kópavogsfundi 1662. Hugsið til Rasmusar Christians Rask sem ötulast barðist fyrir íslenskri tungu og menningu... Af hverju allt þetta ef þið viljið gefa þetta allt frá okkur?
Farið í frí! Hugsið upp nýjar leiðir!
Mikil óvissa um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 07:16
Ljót hrollvekja um gæfusnauðar stjórnarathafnir
Nú eru sérfræðingar á öllum sviðum farnir að koma fram með yfirveguð álit sín. Faglegt mat á stöðunni er að skapast jafnt og þétt og myndin farin að skýrast. Aðferðafræði stjórnarflokks Jóhönnu Sigurðadóttur hefur fengið á sig harða gagnrýni. Stefna ESB gagnvart Íslandi hefur sömuleiðis fengið sinn skerf og verður að segjast eins og er að myndin er ekki falleg. Þetta er ljót hrollvekja um gæfusnauðar stjórnarathafnir og vilja eftir að skipa sér á sess í sögunni án tillits til fórnarkostnaðar.
Elvira Mendez, sérfræðingur í Evrópurétti við Háskóla Íslands misbýður yfirgangurinn í ESB. Að einstökum löndum sé gefið sjálfdæmi í einstökum málaflokkum sem í raun skv. stefnu ESB ættu að fá umfjöllun í yfirþjóðlegum stofnunum ALLS bandalagsins.
Tek ég hér með undir orð Elviru Mendez og bið fólk að ganga hægt um ESB-gleðinnar dyr. Hér er miklar og margar hættur á ferðinni. Best að ganga ekki til þessarar veislu.
Misbýður umgjörðin um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2009 | 12:27
Fjárhagslegt sjálfsmorð að samþykkja ICESAVE
Það væri efnahagslegt sjálfsmorð að staðfesta ICESAVE samningana. Það má jafna því við að veita Bretum og þjóðum þeim sem harðast hafa komið fram með stjarnfræðilega reikninga, óútfylltar en undirritaðar ávísanir.
Hver með nokkru viti setur þjóð sína í slíkar ógöngur. Samningastaða Íslands er ekki góð. Hér er um aðildarlönd að ESB, G8, NATO og öllum mögulegum stofnunum og aðildarsamtökum heimsins. Svo ef þau vilja, geta þau gert okkar líf næstum því óbærilegt. Þetta eru þau lönd sem ríkisstjórnin vill að við sameinumst í ESB. Þvílíkir vinir.
Viljið þið gefa þessum löndum óútfylltar ávísanir? Bara til að gera ríkisstjórnir þessara þjóða "mildari"? Gera íslenska þjóð enn skuldugari eftir 10 ár en hún yrði nú í upphafi ICESAVE samnings?
Ég segi NEI og aftur NEI!
Alvarlegt að synja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2009 | 06:18
Knéfall Íslands fyrir ESB
Þetta er nú það furðulegasta álit sem ég hef heyrt um. Ríkisstjórnin pantar álit (og sennilega niðurstöðu). Síðan er þessu slengt framan í þjóðina sem nú þegar er bæði skattpínd og þarf að borga ofurvexti og sagt að allt sé bara í góðu lagi.
Hvenær mun íslenska krónan eflast og ná sinni fyrri verðmætastöðu gagnvart öðrum gjaldmiðlum? Og þar með námsmönnum erlendis mjög erfitt fyrir? Hvenær munu vextir á lánum lækka á ný, eftir að IMF (Alþjóðagjaldeeyrissjóðurinn) jók greiðslubyrði Íslendinga af bankalánum? Framkvæmd sem sett hefur margar fjölskyldur í mikla greiðsluerfiðleika - ef ekki gjaldþrot og íbúðamissi.
Ég verð að segja að mér finnst þetta allt vera spil sem hefur bara eina pantaða niðurstöðu. Ég veit ekki af hverju ríkisstjórnin er óheiðaleg mót þjóðinni og segir okkur ekki bara hvað hún vill. Það væri einfaldast þannig. Ég tel að ástæðan sé að greiðum við ekki upp 100% ICESAVE skuldirnar og eru "vingjarnleg" við Breta, munu þeir standa gegn aðildarumsókn okkar í ESB. Hlutur sem ég myndi EKKI gráta.
Að fórna öllu, að ganga svo á eftir ESB og einstaka aðildarlöndum þess skrímslis sem ESB er, er að mínu mati fásinna. Þjóðarstoltið er horfið. Íslendingar eru að sligast undan kröfum IMF, og nú á að leggja á okkur bagga ICESAVE og Breta.
Ég vil ekki taka þátt í slíkum skollaleik.
Ríkið ræður við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2009 | 06:33
Hversu oft þarf að segja þetta: við berum enga ábyrgð!
Orð skulu standa. Íslendingar hafa löngum verið þekktir fyrir orðheldni sína. Þegar við setjum stafi okkar við samkomulag og staðfestum það þannig, má út frá því ganga að við séum menn orða okkar. Þannig hefur það verið og þannig á það að vera.
Nú hefur komið fram að ekkert samkomulag er til fyrir ICESAVE og engin skrifleg staðfesting á því að Ísland hafi gengist formlega undir ábyrgðir af einu eða neinu tagi. Íslendingar eru því óbundnir skv. alþjóðalögum að greiða eyri af téðum "skuldum".
Ég skil að það geti verið erfitt fyrir ríkisstjórnir Evrópulanda að viðurkenna þetta enda slíkt sárt. Þetta kemur við pyngju þeirra Gordons Brown og kollega hans í ESB. En af hverju eigum við að greiða spilaskuldir breskra auðkýfinga, belgískra, hollenskra, lúxembúgískra og þýskra fjárglæframanna? Það er mér með öllu óskynsamlegt.
ESB sem oftar en einusinni hefur reynt að setja stein í veg Íslendinga og til og með sparkað í okkur liggjandi - hversvegna eigum við að hjálpa til þar þegar eigið fólk sveltur og er að missa allt sitt vegna ofurvaxta IMF (alþjóðagjaldeyrissjóðsins)? Mér er spurn?
Óvíst um ábyrgð á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 8.7.2009 kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)