Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Hver ákveður yfir líkama þínum?

Umræðan síðustu daga hefur fjallað um pólitík, trúarbrögð, kúltúr (nota ekki orðið "menningu" hér þar sem orðið er í mínum huga of jákvætt) og að gangast við og viðurkenna að ofbeldi á ungum sveinbörnum verði gert laglegt.  

Umskurn sveinbarna hefur orðið að einskonar manndómsvígslu víða um heim.  Oftast er um að ræða trúarlega athöfn t d hjá Gyðingum og Múslimum. Grunnur umskurnarinnar hefur sama upphaf og allar reglur um t d mat og mægðir. 

Í trúarheimi gyðingdóms og íslam hafa reglur frá fornu fari verið settar til að verjast gegn því að fólk neyti matar sem er úldinn eða skemmdur vegna þess hita sem ríkir oft í upprunalöndum þessara trúarbragða (miðausturlanda).  Því hafa hugtökin um "kosher-mat" og "halal-mat" komið fram.  Eitt og annað er séð sem ekki-kosher eða "haram" í stað "halal".

Það er létt að skilja að þessar reglur um mat hafi komið upp í miðausturlöndum - að við megum ekki borða svínakjöt, skeldýr og kjöt af hræætum svo eitthvað sé nefnt.  Um umskurn er einnig létt að skílja hví hún var inleidd í kúltúr þessara landa.  Maður gat ekki eytt dýrmætu vatni til að þvo sér. Því voru drengir umskornir. 

Allt á sér skiljanlegar skýringar og þessar reglur hafa fundið sinn veg inn í trúarbrögðin. Því enginn segir að Guð hafi rangt fyrir sér.  

En í dag búum við við rennandi vatn og stanslaus böð. Ísskápar eru til á öllum heimilum og vinnustöðum og hætta á að vera óhreinn eða borða skemmdan mat er ekki að dreifa.  

Því segi ég NEI til umskurðar sveinbarna. Þetta er tilgangslaust, hættulegt og viðurstyggilegt ofbeldi gegn rétti einstaklingsins yfir eigin líkama. 


mbl.is Berst gegn umskurði sonar síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Paolo Macchiarini

Hann er kallaður fyrir "skandalskurðlæknirinn Paolo Macchiarini" og hefur vakið umræðu um pólitísk afskipti stjórnmálamanna af rómaðri rannsóknahefð og orðstý Karolinska Institutet i Stokkhólmi.

Skugga hefur verið kastað á hina þekktu stofnun sem tengd er órjúfanlegum böndum við Nóbelsverðlaunin í læknavísindum og rannsóknir hinna helstu fræðimanna innan læknavísinda og rannsókna þar að lútandi.  

Fyrir nokkru síðan komu fram klögumál á hendur Paolo Macchiarini fræðimanni á Karolinska institutet og skurðlæknis á Karolinska sjukhuset. Hann var fyrst borinn sökum í læknatímaritum að hafa starfað ófræðimannlega og að hafa fúskað með viðurkenndar og víðteknar rannsóknaraðferðir.  Við hann voru bendluð nokkur andlát sjúklinga (eftir uppskurði) þar sem hann var ábyrgur læknir.  

Einnig er staðhæft að Paolo hafi haft falskt CV og að upplýsingar þar standist ekki.

Yfirmenn sjúkrahússins og institutsins hafa lengi vel varið Paolo - en þegar hlutlaus rannsóknarnefnd komst að því að klögumál lækna og annarra hafið verið rökstudd med gildum dæmum - hefur tónninn breyst.  Stjórnmálamenn hafa þá gengið inn og varið Paolo - þótt að sýnt hafi verið að hann hafi gerst brotlegur og að rannsóknir hans hafi verið neðan alla góða rannsóknarreglu og aðferð.

En eitthvað virðast yfirmenn Karolinska Institutet och Karolinska sjukhuset hafa vaknað.  Anders Hamsten hefur sagt af sér embætti rektors KI og þar með tekið á sig hluta árbyrgðar vandans. Paolo er hættur (rekinn burt) sama gildir um konrektor (ábyrgur stjórnandi rannsóknardeilda) Hans-Gustaf Ljunggren - einnig beðist lausnar.  

Hér tekur fólk ábyrgð á sínum embættum og orðstý þessarar stofnunar sem virt er á heimsvísu.   Eitthvað sem embættismenn á Íslandi mættu taka sér til fyrirmyndar. 

_________________________ 

Hægt er að lesa meira um þetta allt hér   (klikka á slóðina)

 


Enn er reynt að selja

Enn er reynt að fá fólk að kaupa bækur, matarkúra, námskeið og hvað eina. Ein ráðið er að BORÐA MINNA.  Rétt eins og eina ráðið til að hætta reykja - er að hætta reykja. Þá er eina ráðið til að létta sig og verða grennri - að borða minna.  Þetta hefur reyndar verið vitað í nokkur þúsund ár. 


mbl.is Töfralyf í baráttunni við aukakílóin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þungur vetur í Svíaríki

2010.02.28 Linköping 001

Svíar hafa plagast af þungum vetri. Kyndikostnaður í landinu hefur aukist ótrúlega. Ferðalöngum hefur oft verið sagt a helst halda sig heima.  Kuldinn hér í Stokkhólmi hefur náð allt að -23°C.  Kaldasti dagur sem ég hef upplifað.  Samgöngur hafa verið gersamlega úr lagi. Aðeins neðanjarðarlestirnar hafa gengið á þeim köflum sem eru þá neðanjarðar.  Niðurfelldar lestarferðir hafa þar með verið daglegt brauð og hefur tekið hátt í 2 tíma til dæmis att fara frá norður Stokkhólmi til suður Stokkhólms, ferð sem annars tekur um 35-40 mínútur. 


Feluleikur og sögufölsun

Það hefur lengi verið þekkt meðal fornleifafræðinga og sagnfræðinga að landnám Íslands bar að miklu fyrr en opinberlega hefur verið haldið fram, eða allt um 200 árum áður en sögubækur og sögutúlkun opinberra yfirvalda hefur borið vitni um.

Það þekkja margir til sögunnar af fornleifafræðingunum sem kallaðir voru til Vestmannaeyja snemma á áttunda áratugnum (1970- ) þar sem þeir voru beðnir að rannsaka fornleifar sem komið höfðu upp á Eyðinu og svo í Herjólfsdal.  Þetta var óheppilegt þar sem fundurinn þá ku hafa sýnt fram á að landnámið hafi borið að miklu fyrr en þá skólakennd saga Íslands sagði til um. Hið bagalega í stöðunni var að Íslendingar voru að fara fagna 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar nokkrum árum síðar.  Þetta voru óæskilegar upplýsingar og grafið var í snarheitum yfir holurnar sem gerðar höfðu verið í Eyjum.  Núna þora kannski sagnfræðingar að koma fram með hið sanna í málinu eftir að þeir sem stóðu fyrir 1100 ára afmælinu eru margir hverjir fallnir frá eða horfnir af fræðimannasviðinu. 

 


mbl.is Var Ísland numið 670?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óafturkræf óheillaþróun

Þessi skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar er gula spjaldið fyrir okkur hér í löndunum í norðri. Í köldu veðurfari norðurlandanna tekur það náttúruna mun lengri tíma að ná sér en í heitari löndum þar sem gróðurinn er fljótari að fylla í eyður sem skapast þegar við mennirnir tökum að breyta, eyða og "bæta". En minnkandi fljölbreytni í gróður- og dýraríki (flora og fauna) er hryggileg staðreynd sem við íbúar norðursins verðum að axla okkar ábyrgð á.

Finnur Jónsson

Beinin hennar Stjörnu [1934] eftir Finn Jónsson, olía á striga [90cm x 106cm]

Eyðilendur og lífríkisauður á undanhaldi er dæmi um hnignun. Stórar lendur hafa verið skaðaðar með lagningu háspennulína, vega, slóða, skála, virkjanna og uppistöðulóna.  Auðlendur Íslands liggja ekki bara í fisveiðum og virkjunar vatnsfalla og háhitasvæða, heldur í öræfum landsins, hinu ósnortna landi, þar sem fjölbreytni lággróðurs, skordýra, hins sanna villta landslags þar sem háspennulínur tjalda ekki sjóndeildarhringinn og landrof verður vegna yfirborðssveiflna uppistöðulóna. 

Við höfum fengið gula spjaldið. Þegar rauða spjaldið kemur er allt um seint!


mbl.is Líffræðilegur fjölbreytileiki minnkar á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningarnar mínar hér í vinstri dálk: Facit

Hérna til vinstri hafa verið í einn mánuð nokkrar spurningar sem mig langar gefa rétt svör við:

1. Telur þú að lífsgæði þín munu minnka undir árið 2009? Svar: Allar hagtölur og spár gefa til kynna að lífsgæðum Íslendinga muni fara aftur árið 2009 og reyndar komandi ár. Þetta styðja erlendar spár sömuleiðis. Svo, byrjið að spara, fara vel með og vera aðhaldssöm. 

2. Hver var páfi á undan Píusi XI (1922-1939)?  Svar: Benedictus XV. (1914-1922). Gaman að sjá hvað mörgum þótti nafnið Callixtus III. (1455-1458) og Leó XIII. (1878-1903) vera líkleg.

3. Hvenær verður hlaupaár næst? Svar: 2012.

4. Hvaða þjóðfáni er "elsti" fáni heims? Svar: Sá danski, Dannebrog.


Jarðskjálfti í Svíþjóð

Svo hristist líka jörð í Svíaríki sem í öðrum löndum. Þetta sá ég í morgunsjónvarpinu. Skjálfti upp á nærri 3 á Richter-skala skók mildilega jörð í Norðurbottninum á fimmtudagskvöld. Þetta er sjaldgæft hér í Svíþjóð þótt þjóðin hafi fengið að prufa stærri skjálfta. Okkar maður Reynir Böðvarsson var spurður um orsakir og eðli skjálftans.

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=147&a=841013 

Alltaf gaman þegar maður sér Íslendinga nefnda í jákvæðu sambandi í fréttum. Ekki oft sem það gerist núna um þessar mundir.  En nú fengu Svíarnir smá skjálfta, þótt vægur væri. :)   Bestu kveðjur til skjálftalandsins norður í Dumbshafi.


Þaklaukurinn minn fallegi

Nú er eins og allt keppist við gleðja mig í undursamlegri náttúrunni hér umhverfis mig. Náttúran sjálf, vatnaliljurnar á Lappkärret, löngu störrin í mýrarhorninu í sama polli, stóru eikartrén, askurinn, hlynirnir og djúpgrænu álmarnir og svo hvítstofna bjarkirnar allt er eins og að springa af krafti, lífskrafti. Litla leirkrukkan mín sem lengi bar í sér einhverja ómyndaða forgerð kringvaxinna blaða hefur nú fengið fagurgrænan lit og hefur í þokkabók tekið upp á því að blómstra. Eftir að hafa kannað á netinu og leitað í blómabókum hef ég komist að því að þessi lita jurt heitir "þaklaukur" hér í landi Svía. Latneska nafnið er sempervivum tectorum og er af crassuluættinni. Þykkblöðungur semsagt, fjölær og einstaklega sólsólgið, þurfalítið og þakklátt lítið grey.  Hérna er mynd sem ég tók áðan af þessu blómi.

jkk0019


Nazistakross eda svastika?

Fékk tölvupóst frá kunningja...   Svo sem ekki í frásögur færandi nema hann sagði að líklega myndi fólk misskilja þetta með hurðina og leggja að jöfnu "svastíkuna" og svo "nazistakrossinn".  Merkið á þessari fallegu hurð hefur EKKERT með nazisman að gera. Hurðin var smíðuð um 1910-20 og húsið bygg nokkuð innan þess. Nazisminn tók upp þetta gamla merki og sneri því upp á kant. Svo þar með eru tengslin rofin við upphafsmerkingu og útlit svastíkunnar sem var trúarlegt tákn eða galdrastafur í mörgum löndum um árhundruð ef ekki þúsund ára.  

Hjálpi mér allir heilagir!  Hvað fólk er viðkvæmt!

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband