Færsluflokkur: Svíþjóð

Kominn heim frá Vitsgarn - í Stokkhólmi á ný

1265512Jæja, þá er fyrri hálfleik lokið.  Nú er hlé til að "hvíla" og hlaða batteríin á ný.  Ég er kominn heim frá Vitsgarn eftir afskaplega vel heppnað starf þar.  Ég er fjarska ánægður með afraksturinn. Ævintýrinu lauk svo með fermingarmessu í Oscarskirkjunni hér á Östermalm þar sem 41 ungmenni fermdust og tvö skírðust að auki. Um 900 kirkjugestir voru viðstaddir og gekk allt fjarska vel fyrir sig. Ég er ánægður með frammistöðu og þekkingu fermingarbarnanna og starfið allt.

Á einni myndinni hér á blogginu sit ég við varðeldinn á Evrópuklettinum svokallaða. Síðasta kvöldið höfðum við safnast um varðeldinn sem ég kveikti.  Þegar eldurinn var útbrunninn grilluðum við pulsur og drukku djús. Seint um kvöldið kveiktum við svo aftur upp og létum loga fram á nótt. Falleg kvöldstemning í Skerjagarðinum sænska. Auðvitað er vonlaust að reyna að útskýra fegurðarupplifun - en kannski er rétta orðið "harmoní" yfir það sem ég upplifi.  Jafnvægistilfinning; "ég vs. náttúran"!

Núna er ég aftur í Stokkhólmi og mun fljótlega fara að leysa af sem prelli í söfnuði hér í borginni. Þar mun ég vinna í 2 vikur og svo fer ég aftur út í Skerjagarðinn og vinn sem prestur þar.  Þetta er svo fínt, falleg náttúran og þögul kvöldin þar sem bara fuglar og gutlið í sjónum, Eystrasaltinu, heyrist.  Það er gott og hollt að upplifa þögnina og náttúruna og vera alveg laus við síma, tölvu, áreiti frá sjónvarpi og slíku. Maður hreinlega upplifir samhljóðun innra með sér. Þetta er hverri manneskju hollt og gott.  Líklega margir sem myndu fara yfir um ef þeir yrðu neyddir að sitja þarna í náttúrunni og í fullkominni þögninni.  :)

Jæja, best að fara laga mat og fixa lítið hér heima.  Bestu kveðjur til Íslands!

DSCF2709

 

 

 

 


Sóttir á fund kóngs

Líklega stemningsfullt að vera sendiherra í Stokkhólmi, sóttur í hestvagni og boðið í mat í höllinni.  Ekki slappur vinnudagur það!  Ég býð mig fram ef einhver þarf á mér að halda. Ekkert hræddur við að aka í hestvagni né heldur að snæða með kóngi!   :)   

Tók þessa mynd núna í vikunni, þá er ég var á leiðinni í vinnunna. Það var verið að sækja sendiherra frá einhverjum evrópuríkjum.  :)

DSCF2587


Af hundum og ræktendum þeirra

Margir hundar af hinum svokölluðu "fínni tegundum" þeir sem ættbókarfærðir og hreinræktaðastir eru, eru margir helsjúkir, þjást og eiga við geðræn vandamál - en þeir eru ekki einir um það, heldur virðast margir þeir sem að baki þeim standa vera enn verr á sig komnir.

Svenska Kennelklubben, eða samsvarandi fyrirbæri og Hundaræktarfélag Íslands, hefur sett út viðvörun núna.  Gallarnir, hliðarverkanir sérræktunar hundategunda af nokkrum tilgreindum tegundum hefur farið úr böndunum. Litlu loðnu vinirnir, þ.e.a.s. hundarnir fínu, lifa stutt ævi, eiga margir við alvarleg geðræn vandamál að stríða, líða vítiskvalir vegna gigtar, öndunarsjúkdóma, húðsjúkdóma, blindu og annarra sjúkdóma.

Í frétt Götelands-Posten segir formaður Svenska Kennelklúbbsins að ræktunin hafi farið gersamlega úr böndunum og gefur því félagið út alvarlega viðvörun. Í frétt Metro í dag, 06.05.2009 s. 15. kemur fram að skv. formanni Dýralæknasambandsins, Johans Beck-Friis, segir að dýraverndunarlögum hafi ekki verið beitt gegn ræktendum hreinræktuðu hundanna. Samkvæmt upplýsingum frá Hundaræktunarfélagi Svíþjóðar, segir að þær hundategundir sem verst sé komið á fyrir sé hægt að telja: Enskan bulldog, Mastina Napoletano, Shar Pei, Chow-Chow, Basset, Franska bulldog og Pekiníser.

Hverskonar óguðlegar viðbjóðslegar manneskjur erum við að breytast í.  Að skapa þjáningar fyrir saklaus dýrin.  Hverskonar frankensteinsk vinnubrögð eru þetta. Líklega hefði Jósep Mengele verið stoltur af dugnaði og viðbjóði slíkrar dýraplágunnar!

 


Ísland í útlandinu - 1. maí

Datt bara rétt svona í hug að setja inn þessa litlu mynd. Fyrir utan aðalbyggingu sænska utanríkisráðuneytisins í Arvfurstpalatset við Gústaf Adolfs-torg var fyrsta maí flaggað fánum fullvalda norrænna landa. Þetta vermdi litla kramda íslendingshjartað.

DSCF2239 Mynd: Baldur G Baldursson
Gústaf Adolfs-torg (áður Malmtorget) í Stokkhólmi. Riddarastyttan er af Gústafi II Adolfi [1611-1632] og var sett upp 1791 (afhjúpuð 1794).  Arvfurstpalatset var byggt 1783-1794 fyrir prinsessuna Sofíu Albertínu.

Loftbelgshrap

Á föstudagskvöld um klukkan hálf átta sat ég ásamt nokkrum vinum niðri á strönd við Saltsjön, nærri Lappkärrsbergsstúdentahverfinu á Norra-Djurgården. Við grilluðum pulsur og nutum hitans og blíðunnar.

Í fjarska, yfir Djurgårdsskóginum sáum við hvar tveir loftbelgir svifu frekar lágt yfir trén og virtust heldur lækka svifið. DSCF2247Þeir sem sáu um flug þessara loftbelgja virtust ekki hafa neinar áhyggjur því báðir belgirnir lækkuðu jafnt og þétt svifið þaðan sem þeim komu úr suðaustri frá Lidingö eða Syðra- Djurgården landinu og svifu inn yfir Saltsjön. Við Tranholmen voru loftbelgirnir komnir ískyggilega nálægt sjónum eða um það bil 3 m yfir yfirborðinu.

Sá fyrri af belgunum náði að lyfta sér upp áður en komið var að skógarþykkni sem tekur við þegar komið er að byggðinni í Stockby, Djursholm og Långängen. Hvarf sá belgur sjónum okkar, en þá var komið að þeim næsta, sem var sýnu stærri og með talsvert stærri farþegakörfu. Sá náði ekki að lyfta sér í tíma.

Ljóst var að í óefni var komið og leið ekki að löngu en að sá belgur var kominn að Stocksund byggðinni. Fjarlægðin milli okkar og lofbelgsins var um 1.2 km. Var ljóst að þegar hér var komið við sögu að "flugmenn" höfðu tapað stjórn á lofbelgnum.

DSCF2255

Eftir um 2 mínútur sáum við hvar loftbelgurinn hafði snert jörðu og byrjaði að hallast umtalsvert. Mikið var reynt að kynda upp þannig að belgurinn mætti lyftast á ný en allt kom fyrir ekki. Árangurslaust var dælt inn heitu lofti eða í um 3 mínútur.  Vindurinn lagði samtímis belginn meir og meir saman og gerði það augljóslega "flugmönnum" erfitt fyrir verkum.

Loftbelgurinn var nú fastur á litlum tanga, líklega nálægt Svanholmen eða strandsvæði norð-austan við Långängsvägen.  Belgurinn bleiki merktur "SKHLMN" frá fyrirtækinu "Upp och ner" sat nú fastur. Ekkert virtist geta orðið farþegum og starfsmönnum til bjargar.

Næsta og síðasta myndin sýnir þar sem belgurinn hefur tapað svifkrafti sínum og er að falla saman. Hvað varð um farþega veit maður ekki, ekki hefur verið tilkynnt um nein meiðsli eða slíkt í fréttum, en sannarlega var forvitnilegt að sjá þessa atburðarrás.

DSCF2257

Óhappaferðir ætti fyrirtækið að heita, því slys og ólukkur hafa fylgt því núna sl. ár. Í fyrrasumar lenti fyrirtækið í fjölmiðlum vegna bíræfni og fyrir að sinna ekki og taka ekki alvarlega óhagstæða veðurspá. Hröktust þá loftbelgir út og suður og lentu í hrakningum.

 

 

Myndir/photos: 

© Baldur Baldursson


Predikun 3. sd. e. páska

Prédikun flutt við hámessu í Sankt Jakobskirkju í Stokkhólmi sunnudaginn 26. apríl 2009, eða skv. kirkjudagatali Sænsku kirkjunnar 3. sunnudag eftir páska (þema: Góði hirðirinn).

DSCF2241

S:t Jacobs kyrka, Jakobskirkjan í Stokkhólmi. Byggð á árunum 1588-1642. Rúmlega 47 metra há upp í turnkross. och rúmlega 47 metra löng. Teiknuð af Hollenska arkitektinum Willem Boy 1580 fyrir Johann III Svíakonung. Breytt frá því að vera krosskirkja (grískur kross) í að vera langskipskirkja með basilíkuformi í gotneskum stíl.   Falleg kirkja og undursamlegur vinnustaður. Myndin tekin sunnudaginn 26.04.2009 kl. 16:50. (BGB)

__________________

Textar:  Lexía: Es. 34:11-16; Pistill: 1. Pét. 2:22-25; Salt. 23; Guðspjall: Jóh. 10:1-10.

__________________

Vår herre Jesu Kristi nåd, Guds kärlek och den heliga andes delaktighet vare med er alla. Amen. 

Har någon sagt till dig: Jag älskar dig? Eller: Jag hatar dig!  Du är Vacker! Eller att någon säger: Fy vad det luktar här (och tittar sedan tillkännagivande runt omkring och genom dig)?  Får du samma dåliga känsla och då någon säger: Har DU tittat i en spegel idag?  Idag vill jag prata om ord. Inte bara vilka ord som helst, utan våra ord. Orden som ger våra tankar vingar, orden som rister så djupt i våra hjärtan, och orden som kan vara så tunga de bara sitter kvar, vare det sig dessa är välkomna eller ej. Vi vet att ord kan vara vassa som en kniv - och de är alltid sagda för agera. Ord är aldrig passiva eller overksamma. Så fort vi har sagt något, får orden vingar och varken ägs eller styrs av oss själva längre.Ord är början till allt.  Detta markeras redan i I. Mosebok, Gamla testamentets första bok, där det berättas hur Gud skapar himmel och jord. Det sägs att jorden var öde och tom. Mot rymdens kaos, kommer Guds röst och han säger ”Varde ljus” och det blev ljus. Endast med ord åstadkommer Gud ordning och reda på kaoset. Endast med sina skaparord. Med ord ger han och tar bort. Gamla testamentets uppfattning av ord är på det sättet; ord har kraft och ord är Guds gåva. Därför skall de användas försiktigt.  Människan fick röst och tal för att lova Gud. Vi har utvecklat oss så att vi kan kommunicera med varandra, visa känslor i ord, förklara, underhålla och berätta. Men ofta lyckas vi dåligt med den här gåvan och vi vanärar den som gav den samtidigt och oss själva. Ibland önskar man sig att man inte hade sagt vissa saker, medan man lyssnar av entusiasm på andras klantiga sätt att uttala sig – och så ler man i smyg. Det är konstigt att människor alltid skall säga vad de tänker, medan de inte tänker på vad de säger. När den danske uppfinnaren Storm P hade blivit hårt kritiserad för något han hade uppfunnit sade han en gång sårad: ”Är det inte särdeles märkligt att med de relativt få ord vi använder till vårt dagliga språk, att vi lyckas säga så mycket dumt och skadande?”  Jag tycker vi kan fundera lite på uppfinnarens ord idag. För några dagar sedan hölls en fredskonferens där de förenta nationerna försökte med dialoger mellan olika nationer, religioner och kulturer at förmedla fred. Jag lyssnade på konferensens första talare. Det var Irans president, Machmoud Ahmadinejads som förklarade sin och många arabers synpunkter på situationen i mellanösten och hur han omöjligen kunde se förbi en krigiskt ”lösning” på osämjan och fiendskapen mellan judar och araber (och deras allierade). Som så ofta förr, användes det stora ord, ord som givetvis kommer inte att underlätta fredsförmedlingen.  Jag tänkte då, vilken förebild, vilken dålig herde! Vilka kommer att följa honom? Vilka är herdarna i Mellanösten? Leder de sina hjordar till förödelse, till giftiga vatten och ökenländer? Jag tänkte på den danska uppfinnarens ord och över oturen som Ahmadinejads hade haft med sitt ordval. Men han är inte den enda som talar på detta viset och misstänksam är jag att han inte heller är den sista!  Efter tv-utsändelsen undrade jag; var det allt med vilja, bestämd vilja försvära FN:s fredförsök och de andras som vill fred och vänskaplig samarbete mellan länder, religioner och kulturer? Folket i mellanösten har haft otur med sina herdar. Det är inte längre frågan om vem började kriga eller vem har dödat, skadat eller kidnappat mest. Vi har kommit över den delen, och det för länge sedan. De som dör i självmordsattentaten eller militära offensiver mot civila dör, tyvärr förgäves. Det är trist, men så är det. Världen har blivit döv, vi lyssnar inte längre. Blir det för mycket offerblod på skärmen när nyhetsutsändelsen är igång, byter man bara kanal. Är man inte snabb nog innan döda kroppar och svårtsårade barn visas på skärmen, hinner man eventuellt säga ”Vad hemskt” men byter sedan till Jay Leno´s Pratshow eller till Simpsons. Tiden för stora hatfulla ord är över. Vare det sig de kommer från en president i Iran, Israel eller Palestina, dövhöres vi mot dessa. Det värsta är att folk slutar bry sig. Hjälten idag är inte den som använder största orden, viftar med största geväret eller dödar flesta, utan den som åstadkommer fred. Hon eller han är god herde!            Ord är början till allt. Ord är bland det dyrbaraste av våra verktyger. Genom moden teknologi kan vi kommunicera på många olika sätt. Men allt bygger på ord och meningar. Ord är därför dyrbara, ord kan vara vassa som en kniv, ord kan uppmuntra och ge hopp, men de är en redskap vi inte får använda hurusom helst. Ord är vår tänkandes verktyg och därför på vårt eget ansvar. Ingen kan ta ansvar för vad jag säger – annan än jag själv. Hur uppfattar vi 23:e psaltarpsalmens ord som börjar Herren är min herde, ingenting skall fattas mig?  För många väcker orden känsla av trygghet, att där är intet att frukta. Orden kan milda obehaglig känsla och ge stöd till den som är ensam. Tänk!  Och de är ”bara” ord. Jag skulle vilja säga till stridsplågade länder i mellanösten, Sri Lanka, Afganistan, Burma, de många stridande länderna i Afrika och länder i vår egen kontinent som lider av osämja och terror: Herren vill vara din herde, ingenting behöver fattas dig!I evangeliets text idag, hör vi där Kristus varnar sina följeslagare och åhörare. Han säger försök inte ta några omvägar, leta inte om lång väg, efter något som räcker att sträcka ut handen efter. Han varnar vid dåtidens och nutidens eklektiska trosuppfattning – där i det mångkulturella samhället det verkar som inte några klara linjer finns, där samtidens moral bestäms av den som har makten varje gång. Med eklektisk trosuppfattning menar jag att det inte går att plocka ihop några ljuvsöta element från alla världsreligioner, ett slags religiöst potpurri och sedan kalla sin gud för Kristus och sig för kristen. Kristus talar i evangeliet till det hellenistiska samhället, ett samhälle som bjöd på mängd olika gudar och halvgudar.  Med sina ord säger han; välj det du vill tro på och verkligen stå för det, du tror på. Han säger: Jag är den gode herden. Den gode herden ger sitt liv för fåren. Jag är den gode herden, och jag känner mina får och de känner mig.  Jag tror och litar på dig, tror du och litar på mig?  Orden framtalas av kärleken för människan, för skapelsen. I evangelietexten understryks det viktiga: Kristen tro är ingen halvtro, den är ingen snabbmat eller eklektisk religiöst potpurri och där finns inte i någon lätthanterad snabbversion med korta genvägar. Det är antingen eller…   Jesu ord bekräftar detta, i Johannesevangeliets 14 kapitel säger Kristus: Ingen kommer till Fadern utom genom mig. På det sättet blir Kristus vägen, sanningen och livet, och vår öppna port till salighet. Jag började här med att försöka att beskriva hur viktiga och svårhanterade ord kan vara. Kristen tro bygger som alla andra större religioner på en helig bok, bok som har berättelser om tron, dens tillkomst och liv. I vår helga bok hittar vi en vägledning hur vi kan lära att känna Gud. Den Herren som är vår herde, som ser till att ingenting skall fattas oss. Han är fredens Gud. Kristen tro är livstro. Allt annat, som predikar strid, motarbetar den, predikar hat och förakt av olika slag, bör uppfattas som främmande röster, och är inte eftersträvansvärt. Vi ber för världen ty världen verkar slavbunden, fylld med oro och sorg. Världen behöver dig Herre, kom, ta all makt på jord! 

Ära åt Gud, Fader och Son och den Helige Ande, nu och alltid och i evigheters evighet.

 


Vor i Stokkhólmi

Tók nokkrar myndir í morgun þegar ég var á leiðinni í vinnuna. Sakuru-trén blómstra og búið er að setja alla gosbrunna í gang í borginni.  Þetta er falleg sýn og maður kemst sannarlega í gott sumarskap. 

Smellið á myndina til að stækka hana:

DSCF2206

Kungsträdgården i Stokkhólmi. Sakuru trén blómstra við nyrsta gosbrunninn í garðinum. Sankti Jakobskirkjan í bakgrunni, rauð og reisuleg. Kirkja kennd við Jakob hinn eldri, hefur staðið sannanlega á þessum stað síðan 1311. Þessi kirkja (á myndinni) var byggð á árunum 1588-1642 (vígð fyrsta í aðventu 1643 í nærveru Kristínu drottningar).

Myndin tekin 29.04.2009, kl. 09:40. (BGB)


Ólíkt með Íslandi og Svíþjóð

Stundum getur maður svekt sig ótrúlega mikið á smáatriðum. Líklega eru þetta þeir dagar þá er maður á bara að halda sig heima og skekkjast yfir sjálfum sér og láta aðra í friði.

Ég fór að hugsa um atriði sem svekkja mig:  

Í Svíþjóð notast maður enn við svæðisnúmer þegar hringt er milli landshluta. Þessum svæðisnúmerum er svo sleppt þegar maður hringir innan síns svæðis. Þá eru ekki öll númer jafn löng heldur. Án svæðisnúmers getur innansveitarnúmer verið 5 eða 6 tölur.

Að skrifa farsímanúmer er gert með ýmsum hætti:  Öll farsímanúmer byrja á 07 og síðan koma átta tölur eftir það. Farsímanúmer í eru sjaldan eða aldrei skrifuð í einni bendu: 0707872899 heldur vilja flestir að þau séu skrifuð:  070-9873211  eða 0721-238976. Sum númer eru svo skrifuð 07 0118 8644.

Skráning á kennitölu er gerð með ýmsu móti. Í Svíþjóð er byrjað á fæðingarári, síðan mánuði og síðan fæðingardegi. Síðan koma fjórar tölur eins og á Íslandi. Ekki er hægt að sjá á öftustu tölu hvers kyns einstaklingurinn er eða á hvaða öld hann/hún er fædd. Þannig að einstaklingur fæddur 23.02.1955 fær kennitölu sem byrjar 550223-0000. Þegar svo opinberir aðilar eru að biðja um kennitölu er oft beðið um "19" eða "20" fyrir ártalið þannig að kennitalan verður: 19550223-0000. Nb. í svona ífyllingum er sjaldan sagt hvort kennitalan á að vera 10 tölur eða 12 og hvort það á að nota bindistrik milli kt og fæðingardags.

Að ofansögðu má geta þess að dagsetningar eru skrifaðar afturábak þegar dagsetning er skrifuð þar sem það þarf.  Til dæmis er dagsetningin í dag: 09-04-14.

Insláttarborð í hraðbönkum eru öfug við það sem við þekkjum á Íslandi. Þau eru spegilvent. Þetta getur valdið kortatapi þegar maður man ekki PIN númerið sitt og sjálft númerið er slegið inn hugsunarlaust bara útifrá "hreyfingunni" við innsláttinn.

Á föstudaginn langa er ekki flaggað í hálfa stöng í Svíþjóð. Það er talið vera svo "niðurdrepandi".

Nafnsdagur er haldinn næstum jafn hátíðlegur í Svíþjóð og afmælisdagurinn. Leitt fyrir þá sem hafa nafn sem ekki er til á nafnadagatalinu (eins og mig).

Í Svíþjóð eru notaðar þrjár (3) mismunandi gerðir af bæninni "Faðir vor"!

Svíar tala um vegalengdir í mílum, ekki kílómetrum. Þó eru öll vegskilti með vegalengdum í kílómetrum (km).  Ein sænsk míla jafngildir tíu kílómetrum.

Í Svíþjóð getur maður valið að greiða ekki fullan tekjuskatt yfir lengri tímabil. Þetta veldur þó því að síðar muni maður þurfa að greiða "restskatt" eða skuldaðan skatt.

Já það er gaman að bera saman lönd og venjur...


Páskavikan

Lengi hef ég orðið þess misskilnings var að fólk kallar vikuna fyrir páska eða dymbilviku/kyrruviku fyrir páskaviku. Þetta er náttúrulega alrangt. Hið rétta er að vikan eftir páska er sjálf páskavikan.

Síðustu dagar hafa verið allsnúnir. Mikil vinna og ég nær aldrei heima nema fyrir það eitt að ná einhverjum svefni og næringu í mig.  Svona vill þetta vera kringum jól og páska fyrir þá sem starfa í eða fyrir kirkjuna.  Nóg um það!  Ég er annars á leið heim!  Heim til Íslands. Ég hefi ekki verið á Íslandi síðan í október sl.  Þetta er skelfilegt, ég sakna fjölskyldunnar minnar svo mikið. Þetta verður stutt stopp og því harla lítið hægt að hliðra til, enda hverri mínútu ráðstafað og þar af leiðandi lítið svigrúm til breytinga eða afslappelsis. Ég hefði svo sem alveg viljað koma heim til Íslands og bara hvíla mig. Álagið er búið að vera gríðarlegt núna síðustu mánuði og skrokkurinn farinn að segja til sín. Ég er kominn með það sem Svíarnir kalla hälsporre (plantarfasciit á latínu), en það eru særindi í og kringum hælinn og oft ákaflega sársaukafullt að stíga í hælinn. Þetta gerir að allur kroppurinn merkir af því þegar ég reyni að hlífa fætinum og við þetta skekkist allt og álagið verður óvenjulegt á allan búkinn.   Eina sem hægt er að gera er að nota góða mjúka skó og hvíla fótinn. 

Annars eru eins og ég sagði búnar að vera miklar annir og var því kærkomið að skreppa í stutta ferð til Ångermanlands í Norður Svíþjóð núna fyrir páska.  Auðvitað var þetta ekki 100% frí, því ég hafði verið fenginn að skíra barn á laugardeginum fyrir pálmasunnudag. Skírnin fór fram í 14. aldar Anundsjökirkjunni í litla bænum Bredbyn. Þetta var rosalega gaman og fannst mér gaman að ég hefði verið beðinn að annast skírnina.

DSCF2081

Ég utan við Anundsjö kyrka í Bredbyn 04.04.2009, kl. 15:05. Slatti af snjó ennþá kringum kirkjuna, en samt vor í lofti og fuglarnir farnir að skrækja þarna allt um kring í birkitrjánum.

Á skírdag fór ég svo til Stokkhólms aftur og hafði messu um kvöldið. Óskaplega þykir mér lítið koma til þess ósiðar að plokka allt af ölturum kirkna við þessar svokölluðu Getsemane stundir.  Ég sé ekki tilganginn. Búa til leikrit um eitthvað sem mér finnst ógrundað guðfræðilega. Eitt er að fækka hlutum á yfirfylltum ölturum kirkna, en að berstrípa þau, gef ég ekkert fyrir.

Nóg um það. Á föstudaginn langa vann ég svo aftur um eftirmiðdaginn. Þetta var stysti föstudagurinn langi sem ég hef upplifað. Mikið var af fólki og dagurinn varð alls ekki eins langur og hann á vana til að verða. Á laugardag vann ég svo frá níu að morgni til tvö að nóttu. Miðnæturmessa var í kirkjunni.  Að hafa miðnæturmessu er ekki síður en Getsemanestundin hálfþunnur þrettándi.  Ég tel guðfræðilegra sterkara að hinkra til morguns, eða þar til sólin rís í austri, en að taka út gleðina í svarta myrkri.  Á páskadaginn var ég svo enn á ný mættur í kirkjuna klukkan níu og vann til klukkan sex. Í dag, á annan dag páska var ég svo þreyttur að ég hálfsofnaði í kirkjunni. Það er gott að vera kominn heim núna, geta slappað af og hugsað til Íslandsferðarinnar, pabba og mömmu, systkina minna, barnanna minna og fjölskyldna sem ég kem til með að hitta. Þetta er næstum því sælutilfinning.  :)    Sannarlega í takt við enduróm páskanna!  :)

Þetta verða góðir dagar og notalegir.  Gaman að geta glaðst og hlakkað til einhvers svo fíns sem endurfunda við fjölskyldu og vini.   Best að slengja sér í bælið - maður er hálf dasaður!  Góða nótt heimur, nattí nattí!

 


Vorboðarnir góðu

Hérna fyrir utan hjá mér í norður Stokkhólmi eru farnir að skjóta upp kollinum vorboðarnir góðu. Litlir laukar hér og þar í glöðum litum sem skrækja í kapp við hvern annan "Vor, vor, vor....".

DSCF0626DSCF0629

Ég sló saman tveimur myndum sem ég tók í morgun hérna utan við húsið. Já, núna er komið vor með +9°C og sól.  Vonandi er vorið líka á leið til Íslands nú þegar ég er væntanlegur þangað. B

Bestu kveðjur í sól og vori!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband