Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
3.3.2009 | 08:05
Norðurlandabandalag
Ég verð að játa að þessi óslitni og sígjammandi áróður fyrir upptöku EURO er óttalega fátæklegur. Fréttin sjálf er leiðandi í skoðanamyndun einstaklinga og því pólitísk. Auðvitað myndi upptaka EURO hafa áhrif í Danmörku, það segir sig sjálft. Því fleiri lönd sem taka upp slíkan gjaldmiðil því erfiðara er að standa mót kröfum ESB sinna. Það sem þó verður æ augljósara í allir umræðunni og sérstaklega umræðunni um EURO eru hin eiginlegu reynsludæmi sem við sjáum og heyrum af nær hvern dag.
Austantjaldslönd eiga erfitt nú á tímum efnahagskreppunnar. Þau hafa flest gengið til liðs við ESB og þannig vonað á stöðugleika og að fá að njóta ávaxta hinna vestrænni Evrópuríkja hvað samstöðu, fyrrnefndan stöðugleika og opnari markaðshlutdeild snertir. En hvað gerist þegar skóinn tekur að kreppa? Gömlu ESB löndin storma út með viðbragðsáætlanir sínar og reyna að bjarga eigin skinni í krafti auðs síns og stórfyrirtækja og banka. Á meðan biðja nýju Austur-Evrópu ESB löndin um stöðugleika, ekki annað. Þau eru ekki með í áfallapakka Frakka eða Þjóðverja, þau eru ekki með! Sum þessara landa hafa tekið upp eða tengst EURO. Þessi lönd eru illa stödd í dag.
EURO er ekki bara stödd á hálu svelli, heldur og í ljótum dansi eigingirninnar og þar með tákngervingur ójöfnuðs og pólitískrar fyrirgreiðslustefnu stofnlandanna.
Það væri illur hlutur fyrir Dani að taka upp EURO. Það væri ENN VERRI hlutur fyrir Ísland að taka upp eða tengjast EURO.
Ég mæli fyrir sterku Norðurlandabandalagi sem myndi þýða náið samstarf í viðskiptum, stjórnkerfi, landhelgis og löggæslu, sama mynteining myndi vera nýtt og Norðurlandabandalagið mynd koma fram sem ein heil og sterk heild. Þetta er mögulegt. Hugsið ykkur stærð Norðurlandabandalagsins frá Svíþjóð/Finnlandi að Grænlandi, frá Norðurpól til miðs Atlantshafsins. Flugumsjón, fiskveiðiumsjón og landhelgisgæsla sameiginleg, sameiginleg tollastefna og viðskiptasamningar yrðu gerði fyrir 30 000 000 í stað 300 000. Það yrði hlustað á okkur.
![]() |
Evruupptaka hefði áhrif í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2009 | 10:29
"Græðgin er söm við sig, jafnvel þótt þeir séu gamlir og illa tenntir"
Það er ljótt að heyra og hryggilegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki sýnt þann dug að hefja málsókn gegn Bretum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Dugleysið brýtur niður móralinn og tekur frá íslensku þjóðinni það sem hún virkilega þarfnast mest á að halda nú: Samstöðu og von. Íslenska þjóðin er vonlítil nú. Stjórnmálamenn reyna að halda í gamla tímann með málþófi á þingi, nýju sóparnir eru ekki notaðir og flest bendir til að leitast sé við að halda "status quo" í stjórnkerfinu. Nokkrir þingmenn hafa dug og áræðni að gefa sig að endurskipulagningu og hlusta á raddir fólksins, meðan aðrir reyna hvað þeir geta að nota málþóf og flokkaklæki til að halda aftur af umbótafólki. Íslenska þjóðin þurfti virkilega á þessari málsókn að halda.
Það að Gordon Brown og bresk stjórnvöld spörkuðu í okkur liggjandi, er ófyrirgefanlegt, um leið og við vorum sem þjóð svartmáluð sem glæpamenn og óráðsíufólk. Þetta á við um nokkra einstaklinga en EKKI alla þjóðina. Við erum hið besta friðelskandi fólk, þótt auðvitað finnist svartir sauðir inn á milli.
Uppreisn æru og orðstýs var það sem íslenska þjóðin þurfti helst. Kostnaðurinn var metinn á 200 milljónir króna við slíka málsókn. Með það í huga að íbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í New York kostaði yfir milljarð króna eru þetta smápeningar. Í Hávamálum er orðstýr og æra metin hæst alls. Þetta hefur ekki breyst. Hvers vegna fékk ekki Ísland, íslensk þjóð að njóta þess að hefja þessa málsókn á hendur Bretum. Var það IMF sem sagði íslensku stjórnvöldum að þau MÆTTU ekki gera það án þess að taka heftarlegum endurgjöldum og refsingum frá þeim illa sjóði.
Allt er þetta of gegnsætt. Bretar og ESB notuðu IMF (Alþjóðagjaldeyrissjóðinn) til skrúfa enn harðar á Íslendingum þumalskrúfuna, svo hart að Íslendingar áttu enga samningastöðu. Af hverju fengu Íslendingar ekki lánafyrirgreiðslu fyrr en svo seint sem raun ber vitni um? Voru það ekki Bretar og ESB sem vildu knésetja litla Ísland? Það er mat margra fræðimanna, því miður. Bretar völdu sér blóraböggul sem þeir réðu við. Bretar eru hjómið eitt í alþjóða samskiptum, lifa á fornri frægð. "Hátt lætur í tómri tunnu" eins og máltækið segir. Það sannast með Breta. Því hefði það verið hollt Íslendingum og Bretum að farið hefði verið út í málsókn. Margir segja að málið hefði verið auðunnið. Þetta er sárt! Að Bretar með Gordon Brown spörkuðu í liggjandi Ísland, niðurlægðu og kvöldu er lýsandi fyrir þann sem ræðst á minni máttar til að hefja sig á stall.
Ég minnist í þessu sambandi á orð "járnkanslarans" þýska Bismarcks en hann sagði um Ítali sem réðust á frumstæðar þjóðir Afríku í upphafi 20. aldar: "Græðgin er söm við sig, jafnvel þótt þeir séu gamlir og illa tenntir."
![]() |
Hætt við málssókn gegn Bretum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2009 | 11:10
Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér...
Orð Lúkasarguðspjalls "'Bróðir, lát mig draga flísina úr auga þér', en sérð þá eigi sjálfur bjálkann í þínu auga? Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns." [Lúk. 6:42]
Fréttir um illsku stjórnvalda í Íran eru næstum því daglegt brauð í fréttaflutningi fréttastofa sem hafa eitthvað með Vesturlönd að gera. Mikið er til í því sem þar er ritað og ógnarverkin ljót og ill. Mannvonskunni virðast stundum engin takmörk sett og sjaldan eða aldrei vantar á hugmyndaflug illvirkjanna þegar kemur að nýjum aðferðum til pyndinga.
Allt frá því er Kóraninn var fullskrifaður og færður í eina bók, lesinn og ekki síst túlkaður hafa verið framinn illvirki og dómsmorð í nafni trúarinnar. Íslam er ekki eina trúarhreyfingin þar sem meðal trúaðra tíðkast aftökur í nafni trúarinnar eða túlkana á trúartextum. Kristin miðaldakirkja var ekki síður dugleg við efnið. Galdrabrennur, dómsmorð - að ógleymdum hinum alræmda Heilaga Rannsóknarrétti. Í Bandaríkjunum voru ekki síður ofsóknir og þá af reformertum nýbúum (landnemum) mót frumbyggjum og síðan mót sínum eigin.
_________________
Ég vil nefna að á síðasta ári voru 37 manns teknir af lífi skv. dómsniðurstöðu í Bandaríska dómskerfinu. Flestir höfðu beðið á dauðadeildin svokölluðu í von og ótta um náðun, jafnvel á síðustu stundu. Þar af voru 36 teknir af lífi með "dauðasprautu" og 1 settur í rafmagnsstólinn. Frá upphafi (frá þeim tíma þá dauðarefsingar voru leyfðar hafa í Bandaríkjunum:
155 verið teknir af lífi í rafmagnsstólnum, 2 verið skotnir af aftökusveit, 11 hafa verið settir í gasklefa og 3 hengdir og 965 fengið "dauðasprautuna". Í ár hafa þegar 14 verið teknir af lífi í Bandaríkjunum, flestir eða 8 í Texas.
Orð Lúkasarguðspjalls "'Bróðir, lát mig draga flísina úr auga þér', en sérð þá eigi sjálfur bjálkann í þínu auga? Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns." [Lúk. 6:42]
![]() |
46 aftökur í Íran á árinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2009 | 13:59
Hættur í Golfstraumi
Ég vona að Íslendingar láti heyra frá sér eftir þetta slys. Tveir þungvopnaðir kjarnorkukafbátar í miðjum Golfstrauminum ná að skella saman og þar með ógna ekki bara sjálfum sér og 210 manna áhöfn, heldur öllu lífi í norðurhöfum. Það eru ekki bara gömlu kjarnorkuverin í Dounreay og Sellafield sem við þurfum að hafa áhyggjur af, heldur litlu kjarnorkuverin sem leynast í mögum þessara kafbáta og stærri herskipa á yfirborði úthafanna.
Ég vona að Íslendingar láti í ljós áhyggjur sínar yfir mögulegum áhrifum stríðsleikja meðlimslanda ESB í nútíð og framtíð.
![]() |
Kjarnorkukafbátar rákust saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)