Færsluflokkur: Matur og drykkur

Enn er reynt að selja

Enn er reynt að fá fólk að kaupa bækur, matarkúra, námskeið og hvað eina. Ein ráðið er að BORÐA MINNA.  Rétt eins og eina ráðið til að hætta reykja - er að hætta reykja. Þá er eina ráðið til að létta sig og verða grennri - að borða minna.  Þetta hefur reyndar verið vitað í nokkur þúsund ár. 


mbl.is Töfralyf í baráttunni við aukakílóin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kókoskarlinn!

Er hann ekki fínn?  Hann heitir Kókos!  

2010.10.12 Gustaf Adolf 049
Kókos biður að heilsa úr grænmetisborðinu á ICA!

Gamli McDonalds deyr úr hungri

Í morgunsjónvarpinu hér í Svíþjóð var fremst meðal heimsfrétta stutt frétt um ástandið á Íslandi. Með hryggð í röddu og trega var sagt frá því að Ísland væri að komast á þróunarlandalistann - þann yfir lönd sem hafa ekki að státa af McDonalds veitingastað.

 http://www.dn.se/ekonomi/mcdonalds-avvecklar-pa-island-1.982934     Kíkið á fréttina!


Bon apetit!

So what?
mbl.is Landsstjóri Kanada át hrátt selshjarta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lesið og lærið hvað herrarnir hafast að

Rakst á þessa gúrkufrétt! 

Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með hvað þeir hafast að þarna niður í Brussel/Bruxelles.  Það sem kemur mest á óvart er að þetta í Brussel/Bruxelles er fyllsta alvara og á málinu tekið af meiri krafti en aðstoð við Ísland. 

Þetta er bandalagið sem meirihluti Íslendinga vill ganga í.  Hjálpi mér hamingjan!


mbl.is Aflétta banni við bognum gúrkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elgveiðin hafin

elgur 

Einmitt!  Elgveiðin er hafin. Ekki þó á Íslandi, heldur í Svíþjóð.  Nú er hafinn sá tími þegar maður er þakklátur fyrir að maður er ekki elgur. Japp, veiðsísonið er hafið og ekkert við því að gera. Veiði er samkvæmt heimildum mínum leyfð um alla Svíþjóð frá og með deginum í dag, fyrir utan á Gotlandi - en þar eru engir elgar. Þó hefur stjórnvöldum fundist það ráð að banna elgveiðina þar með sérstakri reglugerð, þannig að fólk sé ekki að vafra um með hólkinn, skimandi efitir einhverju sem líkist elg.  Þetta er kannski bara góð hugmynd. SKILJIÐ SKOTVOPNIN EFTIR HEIMA!

Svíarnir segja að maður verði að veiða minnst 100 000 elgi á hverju ári svo að það verði hægt að sjá skógana fyrir elgum. Fjölgunin hafi verið mikil, eða mest í byrjun níunda áratugarins, en þá er áætlað að um 600 000 elgir hafi verið á stjákli - vappandi um skógana, brytjandi þá niður og étandi.  Núna er þetta meira "under controle". 

Já, það er ekkert gaman að vera elgur núna!  Fy fan, nej!

 


Svangir sendiráðsmenn

Nú þegar Kínverjar halda Ólympíuleikana svo glæsilega virðist utsent starfsfólk þeirra í annari heimsálfu varla hafa til hnífs eða skeiðar (eða réttara sagt prjóna sinna).  Í gljáfægðum sendiráðsbílum fara þeir austur í hreppa og sækja sér björg í bú. Líklega er bensínkostnaðurinn meiri en sparnaðurinn af því að kaupa grænmetið í búðum í Reykjavík.  Líklega eru það hin annars óvelkomnu smádýr, myglusveppir og slíkt annað próteinríkt gums sem fólkið er að sækja sér. Lyfin liggja í ódýru grænmetinu greinilega.  Þetta leiðir huga minn að því að ég átti samtal við einn ónefndan sendifulltrúa erlends lands hér í Stokkhólmi fyrir nokkru. Hann tjáði mér að þót flest lönd hefðu glæsilega risnu og gætu af og til sólundað stórum fjárhæðum í veisluhöld og kynningarstefnur væri svo þó ekki einatt fyrir komið.  Hefði hann verið á ferðalagi fyrir nokkru. Hefði honum hlotnast sá heiður að vera boðinn í "ambasadsveislu".  Nú ekkert vantaði á dýrðirnar og kræsingarnar. Þar fékk hann að heyra að sendiherra Eritreu væri alltaf boðinn í ALLAR veislur, þar eð hann hefði ekki fengið laun í 5 ár og því öllum veislum feginn. Þessu sýndu öll sendiráðin í borginni skilning og var honum einatt boðið í allar veislur og móttökur. 

Hugur minn leitar nú til hinna ágætu vina okkar Kinverjanna á Víðimelnum í Reykjavík. Skyldi vera svo komið að þeir hafi ofgert sér í Olympíuhugsjóninni og gert of vel í sambandi við leikanna og gleymt sínum eigin þegnum erlendis?   Auðvitað ætti að hvetja fólk að skjóta saman smá aurum eða jafnvel senda mat til þeirra þannig að þið heima á Íslandi þyrftuð ekki að sjá Kínverjarassa upp úr öllum ruslatunnum og standa næturvakt við grænmetisbeðin ykkar. 

Bestu kveðjur úr allsnægtum Stokkhólms, þar sem allir hafa eitthvað í sig og á!   :)


mbl.is Sendiráðsmenn hirða grænmetisúrgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjötskandall - gamalt kjöt í stað nýs

Svíar hafa fengið að kenna á því hvað getur gerst þegar ein verslunarkeðja verður of stór, valdamikil á markaðinum og siðlaus.

Fyrir jólin 2007, kom í ljós að í fjölda verslana ICA í Svíþjóð hafði gömlu kjöti, sem runnið var út skv. síðasta neysludegi, endurpakkað og sett fram í verslanir á ný.  Þetta gerðist aftur og aftur, jafnvel þótt ICA hefði haldið rekistefnu um þetta og rætt opinberlega um að þetta náttúrulega gengi ekki. Einhverjum var til og með gefið rauða spjaldið og skipt var út kaupfélagsstjórum í einstaka verslunum. En allt kom þó fyrir ekki. Gamalt kjöt fór að skríða fram í hyllurnar og enginn tók á sig ábyrgð fyrir einu eða  neinu.  Nú velti ég því fyrir mér hvort þetta gæti verið upp á teningnum í verslunum á Íslandi. 

Núna hefur verið ákveðið af yfirvöldum að eftir að gamalt kjöt hefur sannanlega verið sett fram í verslanir hér í Svíþjóð, megi taka verslunarleyfið af viðkomandi verslun.  BRAVÓ!  Nóg að þurfa borga hátt verð fyrir matvöru en að drepast ekki úr einhverri eitrun af því líka að eta vöruna.

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=3130&a=767531


Láttu ekki svona elskan, byrjaðu að borða, maturinn er að verða kaldur

Ég held að Íslendingar séu ekki ókurteist fólk. Þeir bara vita ekki betur! Hérna er svona "hraðskóli" fyrir fólk um hvernig best sé að búa sig til veislu, haga sér í veislunni og hvað maður gerir svo eftir veisluna.  Ráð um klæðnað, hefðir, "hvað passar hverju tilefni" og þvílíkt.  Reyndar á sænsku, en þetta eru alþjóðlegar leikreglur og við allra hæfi. Sláið upp á Magdalenu Ribbing:

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=1035


Jessica! Tillraun til manndráps

Rakst á þetta myndskeið á "Túbunni" núna í kvöld. Þetta sannarlega fær mann til að hugsa!

Hvað er að foreldrum?  Raunar ætti að athuga hvort móðirin sé ekki að gera sig seka um tilraun til manndráps?  Skelfilegt Crying


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband