Þekkt andlit, gleymdir einstaklingar

Eftirmiðdaginn í dag fór ég á fyrirlestur í listfræði í Nationalmuseum hérna í Stokkhólmi. Það var prófessor Elizabeth Cropper sem fjallaði um Parmigianino´s Antea: A Perfect Beauty in context. Fyrirlestur hennar vakti spurningar hjá mér um hina þúsundir málverka, teikninga, höggmynda og síðast en ekki síst ljósmynda sem sýna fólk, andlit sem á sínum tíma voru þekkt, dáð og þurftu ekki kynningar við, en í dag eru gleymd. Þetta er kannski hlutskipti flestra, að falla í duftsins gleymsku. Mér varð hugsað til Parísar Hilton, Marilyns Monroe, Naomis Campell, Toms Cruise, Ingridar Bergman...   Þegar allar forgengilegar kvikmyndir og tímarit verða horfin gleymskunni að bráð. Munu þessi andlit standa sem vitnisburður fegurðar, helgi lífs, vits og þekkingar?  Standa þessi andlit sem vitnisburður hins góða, vitræna og sem horfnir holdgervingar liðinnar tíðar - eftirkomendum okkar til þekkingar?  Eða munu þessi andlit standa eftir sem draugar fortíðar nokkuð sem verður þekkingarlausri túlkun framtíðar að bráð?

Vert umhugsunar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband