... og dýrmætust af öllu: þögnin

номенклату́ра  (nómenklátúra)  kallast það fyrirbæri þá er vildarvinum og flokksgæðingum var hyglað með embættaveitingum og bitlingum á tímum Sovétríkjanna sálugu. Þetta var almennt vitaður og viðurkenndur framgangsmáti í Sovétríkjunum og embættismannakerfinu þar eystra. Þarna klóraði hver flokksgæðingurinn öðrum á bakinu og allt sem ósagt var látið um embættisfærslur og einkalíf foringjanna, verðlaunaðist með kassavís af dýrindis frönsku eðalkampavíni, kavías svo sem maginn þoldi, sólarlandsferð til Svartahafsins, fyrirgreiðslum fyrir sig og sína af ýmsu tagi, kassavís af kúbönskum vindlum og kanski bifreið með einkabílstjóra sem fékk að aka á embættismannaakreininni í umferðinni.

Dýrmætast af öllu var metin þögnin.  Hún var gulls ígildi. Þögnin var að snúa bökum saman og gæta hagsmunna hinna ríku, flokksgæðinganna og viðhalda hinu óbreytta ástandi svo sukkið og spillingin gæti haldið áfram.

Jafnvel eftir að Sovétríkin liðu undir lok í sinni þáverandi mynd virðist þessi hópur hinna fáu hafa tekið á sig nýja mynd og form og skotið rótum víðar en mann grunaði.  Nómenklátúru Íslands þekkjum við nú öll í dag af frægðarverkum þeirra.

______________  

[Orðið nómenklátúra er hliðstætt við latneska orðið nomenclatura sem merkir eiginlega nafnalisti - listi hinna útvöldu].


mbl.is Óþolandi að líða fyrir tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Sæll nýi bloggvinur. Þögnin og þöggunin - svínvirkar.

Halldóra Halldórsdóttir, 4.11.2008 kl. 18:31

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Heldur betur og íslenska þrælslundin er söm við sig!

Baldur Gautur Baldursson, 4.11.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband