23.11.2008 | 18:47
Dómsunnudagurinn
Það er létt að dæma. En er jafn létt að dæma rétt? Hvaða dóm óttumst við mest og hvernig er lífið eftir þann dóm, ef líf skal kalla? Hvernig er að vera dæmdur að ósekju? Dómshugsanir voru aðalþema texta guðsþjónustunnar í dag í kirkjunni.
Hinn síðasti dómur, dómur allra dóma. Dómuinn sá hinn endanlegi var þema dagsins í dag. Dómur Guðs yfir sköpuninni. Í dag er nefnilega skv. sænsku kirkjudagatali hinn svokallaði "dómsunnudagur" - síðasti dagur kirkjuársins. Næsta sunnudag er 1. i aðventu/jólaföstu og þar með nýársdagur kirkjunnar. Þessi dagur hefur svo nöturlegt þema (dómurinn) því okkur er gert að horfa um öxl og læra af því sem betur mátti fara, en síðan næsta sunnudag að halda fram í bjartari framtíð. Um það ræddi ræðumaður dagsins sem talaði í guðsþjónustunni. Ég sá um sjálfa messugjörðina.
Jæja, best að fara hvíla sig eftir langan dag! Góða nótt hrelldi heimur!
Flokkur: Trú og hugleiðingar | Breytt s.d. kl. 19:19 | Facebook
Athugasemdir
Já það er öllum nauðsynlegt að líta um öxl og skoða orð sín, hugsanir og gjörðir, þótt ekki sé nema einu sinni á ári. Flest held ég þó að við hneigjumst til þess að gera það kring um hin hefðbundnu áramót. Og oft held ég að dómur okkar yfir okkur sjálfum sé harðasti dómurinn. Eigðu góða nótt.
, 23.11.2008 kl. 20:16
Fallegur hökull. Er stólan ósamstæð?
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 25.11.2008 kl. 02:57
Takk fyrir innlitið góðu vinkonur!
Stólan er ósamstæð. Hökullinn er gerður úr frekar viðkvæmum silkivefnaði með appliseringu beint á græna efnið. Hjörtun eru saumuð með silkiþræði meðan miðjustykkið, er saumað sömuleiðis beint á hökulinn sjálfan með silkiþráðum, silfurþræði og gylltum silfurþræði. Upphleyptir hlutar eru saumaðir með yfirlögðum silfur/gylltum þráð yfir leðurbönd. Á bakstykkinu eru infelldir ametyst og rauðir hálfeðalsteinar i stóran kross (http://www.formosus.blog.is/blog/formosus/entry/566857/). Ég hef kannað eignabækur kirkjunnar og finn hvergi nefnda stólur með þessum höklum (en til eru 2 af þessum grænu). Spurði einn prest sem var starfandi í kirkjunni um 1977-1989 og honum var ekki kunnugt um að samstæðar stólur hefðu verið til. Hefði bara verið notast við þær grænar stólur sem næstar voru að lit (ef stólur voru notaðar).
Baldur Gautur Baldursson, 25.11.2008 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.