Vorboði í samskiptum

Í kirkjunni í dag var mér hugsað til hins hræðilega stríðs milli Ísraela og Palestínumanna. Ég minntist orða 73. Saltarsálms en upphafsorð hans eru: "Vissulega er Guð góður við Ísrael, við þá sem hjartahreinir eru."  Já, Guð er góður þeim sem þrá frið, því friðflytjendur eru hans. Mótstöðumenn friðar, er mótstöðumenn Guðs. Þegar hörmungarnar eru yfirstaðnar, munu hjartahreinir og friðelskendur lifa þá von sína um frið. Margir hafa dáið og sennilega munu enn margir láta líf sitt.

Friður er uppspretta góðra hluta, hagsældar og blessunarríks lífs. Sáttin er verkfæri Guðs. Hann réttir hana út sem veldissprota til þess sem vill frið og veit að ekkert gott blómstrar í ófriði, mannfalli og virðingarleysi.  Umburðarlyndi, kærleikur og fyrirgefning eru óskaorðin okkar nú. Minnumst þess sem gefur, líknar, bætir og stýrir til góðs.  Svo er með þá sem hreykjast upp í vonsku sinni, beita vopnum til að öðlast völd yfir löndum og fólki, að þeir eru settir á vogaskálarnir mót hinum góðu. Vonskan ræður fyrir mörgum löndum og þjóðum í dag. En vert er að muna að aðeins með andblæ Drottins lyftist skál hinna vondu og hinir góðu munu með andadrætti Guðs, bera vonskuna ofurliði.

Biðjum fyrir friði, heima og heiman, sátt og fyrirgefningu. Annars munum við aldrei verða þær manneskjur sem við vorum sköpuð að vera.


mbl.is Lýsa yfir vikulöngu vopnahléi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband