Margur veit betur

mynt

(1 danskur spesíudalur frá 1670)

Það hellist nú yfir Ísland flóðbylgja sérfræðinga sem allir halda að þeir geti með gáfulegum frösum bjargað ástandinu og gert komandi áföll mjúkari fyrir þjóðina. Margir hafa mælt fyrir upptöku EURO fyrir íslenska efnahagslífið sem einskonar töfralausn. Að allt verði betra þá og vandinn hverfi sem dögg fyrir sólu. Þetta fólk er annaðhvort illa grunnhyggið eða afskaplega fálega upplýst.

Hverju stoðar að hvítmála yfir rakaskemmdir á húsvegg?  Innan skamms mun rakinn taka sig í gegnum nýju málninguna og skapa enn meiri vanda. Rekjan á upphaf sitt einhversstaðar og ljóst að koma verður fyrir ástæðu skemmdanna, en ekki reyna að mála yfir vandann. Hann mun alltaf skjóta upp kollinum.

Umræðan um einhverskonar efnahagssamband milli Íslands og annars lands eða fjölþjóðaríkja hefur verið viðloðandi lengi. Þörf fyrir sterka efnahagslegar heildir eða einskonar bakland er skynsamleg. Ísland er í sjálfu sér of lítið í stærra samhengi til að geta verið "berandi" fyrir sjálfsstæða mynteiningu.

Ég legg til, að Ísland tengi Íslensku krónuna þeirri norsku. Að leitast verið við að efnahagstengsl þessara tveggja landa verði styrkt til mikilla muna. Síðar verði Norðurlöndunum hinum gefin kostur á því að selja eigin framleiðslu gegn lágum tollum innan norsk-íslenska efnahagssvæðisins. 

Síðan sláum við fallega mynt þar sem hvort land um sig á sína hlið!  :)


mbl.is Einhliða upptaka evru óviðeigandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ég er alveg sammála þér að binda lag okkar frekar við Noreg en Brüsselbáknið.  Allt annað en ESB!

Sigurjón, 20.1.2009 kl. 10:37

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Amen við því!

Baldur Gautur Baldursson, 20.1.2009 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband