Stjórnlagaþing = djörfung og lýðræði

Varð glaður í mínu hjarta þegar ég las fréttina um tillögu að stjórnlagaþingi. Nýtt lýðræði, viðreisn góðra lýðræðislegra stjórnarhátta og hugsjónar.  Þannig sé ég hlutverk stjórnlagaþings. Stjórnarskráin verði endurmetin og látin leiða okkur inn i 21. öldina - aukið "beint" lýðræði, þjóðarkosningar um stærri málefni, aðskilnaður ríkis og kirkju, mannréttindamál, jafnréttismál, aukið vald til forseta í vissum aðstæðum, utanríkisstefna og fullveldi landsins, umhverfisstefna og hlutleysi í hernaðarbrölti nágrannalanda.   Jú að mörgu fleiru er að hyggja.  Vonandi kemst þetta á án of mikilla mótbára Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.  Þessir flokkar mega og fá ekki að standa gegn lýðræðisbótum. Það er ekkert "viðbjóðslegt" við stjórnlagaþing, Birgir Ármannsson - jafnvel þótt það sé ekki "hefð fyrir því" og jafnvel þótt Davíð hafi ekki talað um það áður.   :)
mbl.is Stjórnlagaþing kosið í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já, vonandi verður þetta að veruleika.  Ætar þú ekki að bjóða þig fram Baldur?

Sigrún Jónsdóttir, 6.3.2009 kl. 09:48

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Nja, ég held ekki. Kem heim ef þið viljið gera mig að ráðherra, ef ekki þá held ég að ég verði að treysta ykkur heima fyrir nýuppbyggingunni.

Baldur Gautur Baldursson, 6.3.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband