19.3.2009 | 19:14
Að Sjálfstæðisflokkur mælist með fylgi, er brandari ársins!
Samkvæmt könnun Capacent Gallup sem gerð var fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með fylgi. Og ekki bara það, heldur mælist sá flokkurinn með 26,5% fylgi. Ég spyr, eru þessi 26% haldin sjálfspíslarhvöt? Ekki bara það, eru þessi rúmu 26% haldin þjóðarmasókisma? Eitt er víst 26% þjóðarinnar eru illa haldin og veruleikafirrt að mestu leyti. Að skilja ekki að það var Sjálfstæðisflokkurinn með ötulli hjálp Framsóknarflokks sem kom Íslandi á steinaldarstigið er mér með öllu óskiljanlegt.
Ég finn til með þessum 26% og vænti þess að komandi ríkisstjórn Vinstri Grænna og Samfylkingar muni hlúa að þessu fólki með uppbyggingu heilbrigðiskerfisins.
Ný könnun: Stjórnarflokkarnir fengju meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Heilbrigðismál | Facebook
Athugasemdir
Látum staðreyndirnar tala. Ögmundur lokar 14 legurýmum á Grensási í dag. Það getur varla kallast uppbygging. Ætli þeir sem vilja kjósa Sjálfstæðisflokkinn sé ekki vegna þess að hann er eini hægri flokkurinn á landinu og sé líklegastur að hækka skatta minnst. Öll lýðræðislönd þurfa sterka stjórnarandstöðu.
Andri Geir Arinbjarnarson, 19.3.2009 kl. 19:33
Hækka skatta minnst - hahahahahahahahaahahah, hversu heimskir eru kjósendur þessa flokks?
Þeir hafa hækkað ALLAR tegundir af sköttum nema fjármagnstekjuskatt og tekjuskatt!
Já, ágæti síðueigandi, þetta fólk er einfaldlega haldið sérstakri útgáfu að Stokkhólms Syndrome - nokkurs konar hóp Stokkhólms Syndrome. Kannski félags- og sálfræðingar framtíðarinnar komi fram með nýtt hugtak "Iceland Syndrome".
Þór Jóhannesson, 19.3.2009 kl. 19:39
Nei nei þessi 26 % eru að stórgræða í kreppunni
Finnur Bárðarson, 19.3.2009 kl. 19:43
nei mætir Þór ekki með flokkslínuna um að vandaheimilana verði bætt með því að minnka tekjur þeirra með aukinni skattheimtu og með því að setja fleiri á ríkisspenan.
Fannar frá Rifi, 19.3.2009 kl. 20:34
Ég held að Finnur Bárðarson hafi hitt naglann á höfuðið: Það eru þessi 26% sem græddu mest og lifa núna í hamingjusamri spillingu. fy fan....
Baldur Gautur Baldursson, 20.3.2009 kl. 07:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.