3.4.2009 | 06:30
Þegar vitið þrýtur, taka kraftarnir við
Já, enn á ný sýna örvæntingarfullir Sjálftökumenn, að óttinn við að lenda í stjórnarandstöðu er hræðilegri en svo að þeir ætli að taka því þegjandi. Ljótleiki stjórnmálanna á sér því miður margar hliðar. Málþóf Sjálftökuflokksins á Alþingi er ein birtingarmynd biturleikans, öfundarinnar og hræðslunnar; að nú verði í ríkisstjórnarfjarveru flokksins farið að velta við steinum og fjármálaævintýrið verði skoðað í kjölinn. Óttinn er að þetta verði allt gert í fjarveru Sjálftökuflokksins, að og hann geti ekki komið vörnum við eða logið sig út úr ljótleika fjármálaævintýris síðustu ára.
Sjálftökuflokkurinn sem haldið hefur uppi málþófi í þingsal Alþingis krefst síðan í þokkabót að stjórnarflokkarnir sitji síðan undir froðusnakkinu og stóru orðunum. Ég held ekki að nokkrum lifandi manni detti í hug sjálfviljugum að hlusta Davíðsdrengina. Sá tími er liðinn. Enginn hlustar á þann flokkinn eftir allt sem hann gerði þjóðinni og orðstý hennar út á við. Nema auðvitað þeir sjálfir...
26 sjálfstæðismenn á mælendaskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Heyr, heyr
Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 09:21
Ég horfði í smátíma í byrjun nætur á þetta rugl. Þetta var pínlegt og sýndi lága greindarvísitölu þeirra Sjalla, sem þar tóku til máls. Svo er þetta lið kosið aftur og aftur....
Sigrún Jónsdóttir, 3.4.2009 kl. 10:39
Vitiði, ég verð eiginlega myrkfælinn þegar ég hugsa um þetta allt! Sérstaklega þegar ég fæ vitneskju um hvaða hlutir hafa verið gerðir og hvaða hlutir hafa ekki verið gerðir. Hvort sem þetta er spurning um greind eða illvilja, veit ég ekki. Eitthvað mikið er samt að!
Ég vona bara að Sjálftökuflokkurinn láti af málþófi og vinni með stjórnarflokkunum að uppbyggingu nýs lýðræðis og nýs Íslands. Eða haldi sig undan allri þjóðfélagsumræðu. Hafa þeir ekki skaðað okkur nóg sl. 18 ár! Þetta má aldrei gerast aftur!
Baldur Gautur Baldursson, 3.4.2009 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.