11.5.2009 | 06:35
"Berin eru súr"!
Svo flokkum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna finnst lítið til koma um stjórnarsáttmála stjórnarflokkanna! Ég segi nú bara "Jasså"! Sjálfstæðisflokkurinn sem hafði átján ár, ég endurtek 18 ár, til að skapa velferð og hagvöxt, bætt mannlíf og betri líðan með þjóðinni. Og Framsóknarflokkurinn hékk með í einu og öllu lengst af. Hvað gerðist? Nú ríkir örvænting meðal stærri hluta þjóðarinnar, unga fólkið er að missa eignir sínar, námsmenn erlendis hafa duglega tekið sinn skerf af fáránleika stjórnleysisins, gjaldeyrishöft ríkja, allir bankarnir fóru á hausinn og jakkafata- og bindisklæddu smákrakkarnir hafa tapað trúverðugleika sínum og eru farin í felur.
Barnaskapur stjórnarandstöðuflokkanna er algjör! Þeir telja aðgerðir stjórnarflokkanna "ekki nógu róttækar". Formaður Framsóknarflokks reynir að sá fræjum óeiningar og illsku með því að reyna kveikja elda hér og þar í stjórnarsamstarfinu um leið og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að segir að stjórnarsáttmálinn sakni greinilegra markmiða í ríkisfjármálum. Vitið - ég er bara orðinn hundleiður á Bjarna Ben og hann er bara búinn að sitja í nokkrar vikur í stóli formanns síns flokks. Það er sami vællinn, fyrirprógramerada snakkið sem áður og biturðin í tóni hans sem allra annarra sem talað hafa fyrir munn síns flokks allt síðan þjóðin fleygði flokknum í ruslatunnuna. Það hlýtur að vera sárt að komast að því að lífsstefnan sem flokkurinn hefur lengi lifað og staðið fyrir sé handónýt og einskis verð. Þetta gildir sömuleiðis um Framsóknarflokkinn, sem notaður hefur verið sem bót fyrir það sem vantar í vitleysunni hjá Sjálfstæðisflokki í gengum árin. Flokkurinn sem gefið hefur Sjálfstæðisflokki brautargengi og blessað samstarfið með "já" atkvæðum sínum. Já sá hinn sami á fyllilega sömu ábyrgð á því hvernig málum er komið í samfélaginu.
Þeim ferst að gagnrýna!
Ætla að treysta á andstöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flottur pistill, takk fyrir.
Sigrún Jónsdóttir, 11.5.2009 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.