Upp, upp, þú Íslands þjóð

Nú tel ég svo komið fyrir stjórnmálamönnum að best sé að þeir fari í sumarfrí. Afglöp á afglöp ofan, streita og þreyta er farin að segja svo um munar til sín og fátt vitrænt sem kemur lengur frá þinginu.  Ég óska þess að fólk fari hægar í sakirnar og reyni að stilla sig. Stjórnarflokkarnir eru þreyttir eftir vatnsaustur vorsins og þjóðarskútan er vel fyrir ofan vatnsborðið núna.  Farið í frí elskurnar og náið áttum. Skreppið á Þingvöll, í Skálholt, í Kópavoginn þar sem Kópavogsfundurinn var haldinn. Skreppið út á Austurvöll og spáið í hvort þetta allt sjálfstæðistal var virði allra þeirra orða, þeirra lífa, þess blóðs sem úthellt hefur verið. Spáið í hvað orðið "sjálfstæði" merkir og hvers virði það er þjóðarmynd og stolti einnar þjóðar sem Íslands. Lítið til þeirra landa nú, sem barist hafa undan merkjum fjölþjóðaríkja og ríkjaheilda. Skoðið hvað er að gerast þegar þjóðir vilja vera sjálfstæðar.

Hugsið til Fjölnismanna, til Jóns Sigurðssonar, til Jóns Arasonar, til þeirra sem grátandi settu stafkrók sinn við hyllingu erlends valds Danakonungs á Kópavogsfundi 1662. Hugsið til Rasmusar Christians Rask sem ötulast barðist fyrir íslenskri tungu og menningu...     Af hverju allt þetta ef þið viljið gefa þetta allt frá okkur?

Farið í frí!   Hugsið upp nýjar leiðir!


mbl.is Mikil óvissa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Góður!

Ívar Pálsson, 16.7.2009 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband