Allt verður Íslandi til óhamingju

Allt verður Íslandi til óhamingju. Þetta var óheillaspor fyrir vort litla land. Hryggilegur dagur. Nú er bara að berjast mót ógæfunni og eflast í því að finna aðrar leiðir.

 


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamningju Ísland, loksins skynsamleg ákvörðun á Alþingi Íslendinga. heldur þú að við séum svo sérstök að við séum merkilegri en Finnar, Damir og Svíar? það er eingöngu verið að hugsa um hagsmuni almennings í þessu máli á kostnað stjórnsýslu sem býður upp á klæikuskap og spillingu. Húsnæðislán lækka um tugir og hundruðir miljóna. 20 miljón króna lán til 40 ára fer úr því að hafa greiðslubyrði upp á 17 falt lánið niður í 1,2 falt, þ.e úr 274 miljónum eftir 40 ár í 24 miljónir. Þetta eru rúmlega 800% munur sem þýðir þá mestu kjarabót sem íslenskum almenningi býðst upp á. Þarna munu færast á hverju ári 228 miljarðar frá auðmönnum til almennings. Mestu frjámagnsflutningar á milli stétta frá upphafi lýðveldisins.

Valsól (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:44

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Við erum merkilegri en Finnar, Danir og Svíar. Ef ég tryði ekki að við værum það, myndi ég ekki berjast fyrir Ísland. Ef þú, Valsól, trúir því eitt augnablik að spillingin sé minni í Evrópubandalaginu en á Íslandi, skjátlast þér illilega. Ekkert mun lækka. Láttu ekki svona drauma hvarfla að þér. Lánin og skuldirnar minnka ekki þótt við göngum með í ESB. Það verða ENGAR kjarabætur fyrir Íslendinga. Samtímis og við munum tapa góðum mörkuðum meðal landa sem EKKI eru meðlimir í ESB.  Kannski rétt að við förum að kalla þetta skrímsl EU, þar sem við munum ekki tala íslensku eftir 30 ár. Tölurnar sem þú prýðir textan þinn með eru rétt eins óraunverulegar og tölurnar sem þjóðin gamnaði sér með fyrir efnahagshrunið. Þessar tölur styðjast við efnahagsmódel sem er óframkvæmanlegt að setja á á Íslandi. Skiptir þar engu hvort við erum með i EU eða ekki.

Við líklega förum á styrkjaspenann eins og vanþróuðu löndin í EU.

Líklega best að þið EU sinnar talið ekki um lýðveldi, því þetta er það síðasta sem þið sjáið af því.

Baldur Gautur Baldursson, 16.7.2009 kl. 19:00

3 Smámynd: Fanney Dagmar Baldursdóttir

Spurning um að sækja um og heyra hvað við erum að fara út í og KJÓSA svo um það fólkið vill? Trúi því og treysti að íslenska þjóðin kjósi á móti aðildinni.

Fanney Dagmar Baldursdóttir, 17.7.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband