Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
30.1.2009 | 19:01
Berin eru súr!
Geir: Stjórnuðust af hatri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 18:58
Bravó Steingrímur!
Þetta fannst mér eitt það gáfulegasta sem ég hef heyrt frá stjórnmálamönnum í lengri tíma. Segjum upp IMF samstarfinu og setjum okkur í náið viðskipta og fjármálasamband við Noreg. Byggjum nýtt Norðurlandaráð og tengjust norsku krónunni. Þetta hljómar mjög vel. Síðan bjóðum við Grænlendingum og Færeyingum að vera með, Danir og Svíar fá að vera með ef þeir vilja og gerum svo samninga við Kanadamenn og Bandaríkjamenn um tollabandalag. :)
Hljómar eins og nammi í eyrum mínum. Skítum í Evrópusambandið og sýnum og heil stjórnmálastefna og ekkert skítamakk á heima hjá okkur og innan okkar sambands. Heiðarleg stjórnmál og sameiginlegir hagsmunir þessara þjóða norðurhafa geta verið styrkur okkar.
Hugnast norska krónan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 08:00
Er einhver með ræpu?
Rosalega lyktar illa hér inni! Það hlýtur einhver að vera með ræpu segir sá sem hefur hana. Sömuleiðis væri hægt að segja, bíddu var ekki bleikur fíll hérna rétt áðan í speglabúðinni? Er fólk almennt svo grunnhyggið að það gerði sér ekki grein fyrir að þetta fólk sem synti í peningum og syndir enn í peningum meðan okkur hinum hefur skolað á peningalausa eyðistrendur, var búið að koma undan hundruðum ef ekki miljónum ef ekki milljörðum króna? Ég vona ekki. Þetta verður að rannsaka niður í kjölinn.
Ég vona að lögreglunni undir stjórn nýju flokkanna verði beitt til að rannsaka og varpa ljósi á þessar hreyfingar fjármagns frá Íslandi. Mig grunar aðeins það versta.
Ég minnist kafla í bókinni Ástríkur í Heilvitalandiþar sem skattrannsóknarfulltrúi keisarans í Róm spyr Kvapíus Kvikindibus skattlandstjóra í Lútesíu (París) hvort honum þyki hann ekki vera full frekur á féð sem átti að senda til Rómar? Þar sem þeir eru staddir í dimmum kjallara landstjórahallarinnar þar sem taumlaus gleðin og glaumurinn ríkir svarar Kvapíus Kvikindibus: "Ég er skipaður skattlandsstjóri hér í þessu krummaskuði í eitt ár; það ár ætla ég að nota til að græða á tá og fingri. Og þegar Róm bregst við svikunum, skríð ég í felur."
Er þetta ekki einmitt það sem er að gerast? Þvílíkur viðbjóður!
Fleiri bankamenn skráðu eignir á ættingja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2009 | 21:49
Góðar fréttir úr stjórnarmyndunarviðræðum
Mikið var ég glaður að fyrsta skrefið sé nú tekið í átt við það sem ég hef svo lengi þráð; að skilið verði milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Þetta byrjar í smáum stíl, en brátt vona ég að fólk skilji hvað þetta er mikilvægt. Þetta varðar gerð heilbrigðrar löggjafar á þingi og starfsfriðar framkvæmda- og löggjafarvalds. Ég vona innilega að stjórnlagaþing muni taka fyrir þessar hugmyndir og setja þær í réttan farveg.
Óska ég stjórnarmyndunarviðræðufólki alls velfarnaðar í að taka fyrstu skrefin í átt að nýju lýðræði og auknu beinu lýðræði í landinu. Gott framtak að velja einstaklinga sem ekki hafa þingsetu til ráðherrastarfa. Fleiri takk!
Fjögur helstu málin sem ég vil að tekin verði fyrir í stjórnarskrá:
a) Aðskilnaður löggjafarvalds- og framkvæmdavalds.
b) Aðskilnaður ríkis og kirkju.
c) Þjóðaratkvæðagreiðslur í stærri málum.
d) Aukið vald forseta Íslands.
Tveir ráðherrar utan þings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2009 | 10:50
Hugmynd að því hvernig best sé að reka bankastjóra Seðlabankans
Mér datt í hug eftir allt það tal um stórfelldar skaðabætur til Davíðs Oddsonar og hinna bankastjóranna í Seðlabankanum ef þeim yrði nú vikið frá að það sé til lausn á vandanum.
Sú lausn myndi einfaldlega felast í því að annað (a) hvort breyta starfshlutverki bankastjóranna svo að þeir fái nýtt starfsvið og einangrist áhrifalausir inni á skrifstofum sínum. Eða (b) að ríkisstjórnin lýsi vantrausti á bankastjórunum og hætti einfaldlega að hafa samskipti við þá. Þannig verði þeir eylönd og án trausts þjóðar eða þings. Hverjum er sætt í slíkri stöðu? Þannig þarf ekki að greiða þeim neina "bætur" eða gera "starfslokasamning" við þá.
Óbreyttir stýrivextir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.1.2009 | 10:16
Geðveiki og listamenn
Í "listaheiminum" í Stokkhólmi fer nú fram hálfskrýtin umræða. Hvað er list og hvað telst ekki vera list? Kannski þörf umræða, svo lítið seint á ferðinni í þessu tilfelli, en ágætis hressing í vetrarskammdeginu. Lífleg skoðanaskipti hafa átt sér stað meðal listamanna og þeirra sem styrkja listaskóla og einstaklinga til listsköpunar og listnáms. Síðast en ekki síst hefur Stokkhólmsborg komið að málum þar eð afleiðingar þær er listaverkið hafði, urðu til ónauðsynlegs útgjaldaauka og settu sjúkrafluttningamenn í hættu þar sem ekið var með bláum ljósum í gegnum erfiða umferð borgarinnar.
http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=1298&a=877532
Þetta gerðist: Á miðvikudag í síðustu viku gekk Anna Odell nemandi á þriðja ári við Konstfack listaháskólann út á Liljeholmsbrúnna. Þar lét hún eins og brjáluð væri, reif af sér klæðin og fleygði yfir brúarhandriðið og gerði sig líklega til að fylgja á eftir. Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kallaðir á staðinn. Hún barðist um á hæ og hnakka mót lögreglu, en að lokum tókst að handsama listaskólanemandann og var hún flutt til Sankti Görans sjúkrahúsið. Þar barðist hún enn frekar um og varð loks að gefa henni róandi lyf. Síðar gerði hún læknaliðinu grein fyrir að hún hefði verið að framkvæma "gjörning" á Liljeholmsbrúnni og þetta væri hluti af "listagjörningi" sem hún stæði fyrir sem nemandi við Konstfack.
Þannig var það. Núna brenna línur Konstfackskólans því fólk sem starfar með geðsjúka, eða berjast við slíka sjúkdóma hafa látið heyra í sér. Þetta athæfi Önnu Odell hefur vægast sagt mælst ILLA fyrir og hafa borgarfulltrúar verið kallaðir í umræðuna. Kostnaður við "handtöku" och "meðferð" Önnu Odell er talinn hafa kostað næstum því 12 000 sænskar krónur eða um 170 000 íslenskar krónur (á genginu eins og það er í dag kl. 11:03). Lögreglan hyggst kæra Önnu Odell fyrir ofbeldi mót lögreglu. Deildarstjóri geðdeildar Sankti Görans sjúkrahússins, David Eberhard, hefur sagt sitt álit á gjörning Önnu Odell og gagnrýnt að þetta geti gengið inn í nám nemenda við listaháskóla. Hann sagði athæfið vera skammarlegt mót þeim sem virkilega eru veikir og niðurlægjandi. Hann sagði athæfið ennfremur sóun á almannafé og gagnrýndi stúlkuna fyrir að reyna að bíta starfsfólk, slá og hrækja á það. http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=1298&a=877532
Olof Glemme, sem er í forsvari fyrir þá deild Konstfack sem Anna Odell er í námi við ver "gjörninginn" og segir að hún hafi ekki gert neitt rangt!
Skólinn sjálfur hefur gefið frá sér fréttatilkynningu: http://www.newsdesk.se/pressroom/konstfack/pressrelease/view/konstfack-paaboerjar-intern-utredning-kring-studentprojekt-268012
Þessi gjörningur og aðrir sem nemendur skólans hafa staðið fyrir, hafa reitt marga til reiði. Spurning er hvort hina látlausari listatúlkanir eigi betur við í næstu fjárlagagerð eða hvort listirnar eigi að fá að "spora úr" í taumleysi og bitna á þeim sem minna mega sín, í þessu tilfelli geðsjúkum?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.1.2009 | 15:37
Hálfur sigur unninn!
Nú er að vona að forseti Ísland, herra Ólafur Ragnar Grímsson ræði við formenn stjórnmálaflokkanna og geri þeim grein fyrir að hann hyggist kalla til utanþingsstjórn. Utanþingsstjórn setta sérfræðingum innlendum sem erlendum. Hér verði að ausa með öllum tiltækum ráðum og þekkingu og til slíks er utanþingsstjórn heppileg.
Reyndar sleppur Geir Haarde við að reka Davíð núna, enda aldrei maður í að takast á við Davíð Oddsson. En einhver annars tekur á því máli. Þau eru mörg þjóðfélagssmálin sem eru farin að svekkja landann og ýldan illþolanleg.
Nú gildir að bretta upp ermar og taka á vandanum af dugnaði og víkja sér ekki undan að stinga höndum í fúlan pyttinn og kreista þjóðfélagskýlin. Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn.
Stjórnarsamstarfi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 19:46
Ópólitíska ráðherra!
Hér kemur mín tillaga til endurbóta. Það sem Geir forsætisráðherra virðist gersamlega genginn úr falsinum vil ég rétta honum hjálparhönd þann stutta tíma sem hann á eftir á forsætisráðherrastóli:
Gerðu tillögu um einstakling sem er sérhæfur á sviði banka- og efnahagsmála. Hér skiptir engu máli hvort hann er Íslendingur eða ekki. Veldu þann besta í geiranum.
Í framtíðar stjórnarskrárbreytingu mun það verða sett inn að þingmenn sem taka við ráðherraembætti verði að segja af sér þingmennsku. Reglan verði því að í framtíðinni verði óheimilt að hafa á sömu hendi framkvæmdarvald og löggjafarvald.
Útilokum ekki breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 14:35
Ósemja og trúnaðarbrot milli þjóðar og ráðamanna
Í dag var ég að hlusta á hádegisfréttatíma ríkisútvarpsins hér í Svíþjóð. Önnur frétt fréttatímans hafði með Ísland að gera. Tilkynnt var að bankamálaráðherra hefði Björgvin Sigurðsson hefði sagt af sér, að hann hefði ekki séð sér fært að starfa lengur. Ástæðan: Að hann nyti ekki trúnaðar fólksins og að hann vildi axla ábyrgð á fyrir ráðuneyti sitt. Ekki brá mér neitt svakalega. Ég hafði hálft í hvoru búist við að honum yrði fórnað til að sætta þjóðina. "Betra að einn deyi fyrir lýðinn, en að lýðurinn allur farist",eins og stendur í Biblíunni. En þessi fórnfæring stjórnarflokkanna bætir ekki líðan fólksins. Öll ríkisstjórnin verður að fara frá. Ósemjan er tilfinnanleg og trúverðugleikinn er horfinn með öllu.
Fjölskyldan mín átti einusinni kött. Hann hét Cató. Hann var fínn gulbröndóttur kisi og öll höfðum við hvert og eitt tilfinningar til Catós. Það var alltaf vel hugsað um Cató og til að honum liði vel og lifði heilbrigðu lífi fékk hann reglubundið fara til læknisskoðunar og síðan fékk hann sérstaka ormahreinsunarsprautu. Síðan leið Cató vel á eftir, hreinn og endurnýjaður af kröftum.
Stjórnmálaflokkarnir okkar þurfa nú á slíkri "sprautu" að halda. Það er þörf fyrir ormahreinsun. Ég mæli með pólitískri stólpípu til að losa um spillingu, ósannindi, skyldmennapot (nepótisma) og pólitískar misbeitingu (óhóf).
Nú bíð ef eftir að bankaráðin, fjármálaeftirlitið og síðast en ekki síst bankastjórar Seðlabanka Íslands hverfi frá stólum sínum. Mælist ég til að ekki verði aftur ráðið í stóla þessa fólks. Heldur verði stokkað upp og búið til nýtt einfaldara og ódýrara kerfi sem muni vera ráðgefandi (ekki hafa völd) fyrir ráðherra fjár- og bankamála framtíðarinnar. "Skilvirkni og heiðarleiki" verði kjörorð hverrar ráðgjafanefndar.
Oft og lengi hefur verið þörf - en nú er nauðsyn.
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 08:17
Ísland á barmi taugaáfalls
Það er svo skrýtið að þegar ég hugsa til baka til stjórnmálasögunnar, eins og ég man hana, að hún hefur einkennst af lygum, leynimakki, hinu þekkta minnisleysi og gleymsku stjórnmálamanna, týndum minnisblöðum, kaupum á hlutabréfum í fyrirtækjum sem síðan má ekki tala um, eiginhagsmunapoti, nepótisma (frændsemishyggju í embættaveitingum), þekkingarleysi á "þjóðarsálinni" og almennum hroka. Þetta eru þær hugsanir sem veltast um í kollinum á mér þegar mér verður hugsað til stjórnmálamanna.
Það er oft eins og lygarnar myndi gaddavírsgirðingu milli fólksins og þingmanna/ráðherra. Þessi gaddavírsgirðing fær á sig mynd rósarunna og verður mér hugsað til þyrnigerðisins í ævintýrinu af Þyrnirós, nema bak við þyrnigerðið íslenska liggur ljótur svangur dreki.
Þreyta fólksins í landinu hefur náð hættumörkum. Í dag fer minna fyrir samúð fólksins, í dag fer meira fyrir hræðslu stjórnmálamanna og ótta. Þeir eiga á hættu að missa stólanna sína, hið ljúfa líf er á enda og ljóst að núna óttast þeir það eitt að fara á biðlaun og síðan að þurfa leita sér að störfum. Hver vill ráða þingmann sem hefur verið frá upphafi þingmennsku sinnar viljalaust verkfæri flokksagans? Hver vill ráða þingmann sem hefur tapað minninu og veit ekki hvað gerðist á síðasta fundið í fjárlaganefnd, sem týnt hefur "minnisblöðunum" sínum og man ekki hvort hann hefur farið á þá fundi með seðlabankastjórum sem skyldan býður honum? Ekki ég. Líklega best að setja slíka einstaklinga í starfsnám einhversstaðar en ekki í ábyrgðarfullar stöður neins staðar.
Mér finnst að tillagan sem ég heyrði einhversstaðar um að kjósa ætti í maí, væri slæm. Í raun á bara að setja utanþingsstjórn. Sem síðan mun veita okkur tíma til að endurskapa lýðræðið og fá inn nýtt fólk og ný skírara pólitískt afl.
Rof milli þings og þjóðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |