Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
30.11.2009 | 10:25
Sem þurfalingar skulum við lifa.
Svo má brýna að bíti! Ég held, eftir að hafa hugsað lengi málið, að stærstu mistök ríkisstjórnanna, þeirrar sem var rekið í búsáhaldabyltingunni og svo þeirrar nýju, hafi verið að stefna ekki breskum stjórnvöldum þá er hryðjuverkalögum var beitt á Ísland. Í þessari gjörð var að finna svo illskuþrungna og heiftúðuga aðgerð bitrar þjóðar að fá dæmi eru í sögu síðustu áratuga.
Meðvitaðir um afleiðingarnar beittu Bretar okkur þessu bragði, meðvitaðir um að Íslendingar myndu knésetti, meðvitaðir um að okkur yrði ekki nein leið fær að bjarga okkur - setja þeir neyðarlög. Og hvers vegna? Jú, til að ná fiskimiðunum af okkur.
Sjávarútvegur Evrópusambandsins stendur á grafarbakkanum. Áratugum saman hafa fiskveiðiþjóðir Evrópusambandslandanna skafið upp hafsbotninn með trollhlerum sínum, eyðilagt uppeldisstöðvar fiskistofna og síðan veitt um þá fiska sem eftir voru. Núna ásælast þessi lönd með Breta í víglínunni miðin kringum Ísland. Náðarlaust!
Atvinnuleysi meðal sjómanna/rányrkjumanna er næstum algert. Atvinnugreinin er að deyja út meðal þessara þjóða. Þriðja kynslóð atvinnulausra sjómanna er að vaxa úr grasi og smáþorp og borgir eru að lognast sömuleiðis út af.
Til að ná sér aftur á skrið, hafa Bretar nú beitt okkur hryðjuverkalögum, til að veikja eða taka alveg frá okkur samningsstöðuna nú þegar íslenska ríkisstjórnin telur sér ekki fært annað (í grunnhyggni sinni) en að ganga til liðs við ESB styrkjakerfið. Sem þurfalingar skulum við lifa. Það er vilji Breta, vilji ESB og vilji ríkisstjórnarinnar.
Undirbýr mál gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.11.2009 | 14:16
Sala listaverka úr Listasafni Íslands
Ástandið í þjóðfélaginu er slæmt. Það vita allir. Fólk verður æ ofbeldishneigðara mót hvert öðru í orðum og gjörðum. Þjóðarsálin er særð og réttlætistilfinningu fólks er ofboðið sem misboðið. Skattpíning er framundan og minnkun á allri opinberri þjónustu er raunveruleiki sem næði inn á öll heimili í landinu.
Minnumst máltækisins að "sárt býtur soltin lús"!
Ég er með tillögu: Mín tillaga sem hugsuð er bæði til að ljúka upp augum grannlanda okkar fyrir vandanum í landinu og svo til þess fallin að fá inn fjármuni í landið er eftirfarandi. Hefjum sölu á erlendum listaverkum úr Listasafni Íslands. Ég býst við að þjóðir sem eiga stóru nöfnin í listasögunni, Rembrandt, Hals, Rubens... vakni við vondan draum og átti sig á því "hvernig það sé að þurfa selja safnaeigu sína" til að greiða skuldir. Ég legg til að listaverk eftir Munch og Picasso sem til eru í Listasafni Íslands verði sett á uppboð á Sotheby's, Bukowski's eða Cristie's uppboðsfyrirtækjunum
Á þennan hátt verði fjármunum komið inn í landið en um leið sett á markerandi hátt skilaboð út í heiminn um HVERSU alvarlegt ástandið sé á Íslandi, fyrir þá sem ENN skilja það ekki.
Samkomulag um lækkun gengisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2009 | 12:58
Hvar eru Íslendingarnir?
Velti því fyrir mér núna hvar hinir sönnu Íslendingar séu - þeir sem ég býst við hinu besta af, þeim sem ég veit að eru réttsýnir og þeir sem ég veit að elska sjálfstæði og unna því sem íslenskt er? Hvar eru þeir hetjurnar sem komu Íslandi úr moldarkofunum í byrjun 20. aldar og á hátæknistig? Hvar eru arftakar fornaldarkappa og kvenskörunga? Hvar eru þeir sem vilja áfram vera Íslendingar, stoltir, óháðir fjölþjóðasamböndum og baráttuglaðir. Hvar er íslenskt stolt.
Höfnum ICESAVE! Byrjum nýja framtíð með nýjum vinum.
Kýs líklega með Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2009 | 15:25
When in Rome...
Að hneigja sig eða hneigja sig ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2009 | 17:28
Hafa Íslendingar lagt öll egg sín í sömu körfu?
Íslendingar enn svartsýnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2009 | 14:28
Já, ástandið er að verða eins og í ESB
Líklega tekst Íslendingum að koma sér á atvinnuleysisnótur aðildarlanda Evrópusambandslanda áður en um langt líður. Sannarlega er unnið vel og ötullega að þessu takmarki, enda íslenskum stjórnvöldum einkar kær sú tilhugsun að atvinnuleysi verði bæði efnahag og þjóðarsál að sem mestum skaða. Atvinnuleysi aðildarlanda ESB rokkar allt frá því að vera 8% upp í að vera næstum 20% svo stutt er í að okkur takist að sökkva landi og þjóð í sömu eymdina.
Nei heyrið mig nú! Nú er kominn tími til að við hættum þessum sleikjugangi við ESB. Fólk virkilega lætur eins og það sé ekki til líf utan ESB? Eru allir orðnir snar vitlausir?
Atvinnuleysi mælist 7,6% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2009 | 19:03
Íslendingar farnir að skilja...
Já núna eru Íslendingar loksins farnir að skilja að ESB er ekkert fyrir Ísland og íslenska þjóð.
Óvinur Íslands, fjötur þjóðarinnar, kvalari lýðveldisins er sá sami ógnvættur sem mun, ef við breytum ekki stefnu okkar, knýja okkur að gefa allt eftir sem við höfum stritað fyrir svo lengi. Látum það ekki henda!
29% vilja ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2009 | 14:47
Feluleikur og sögufölsun
Það hefur lengi verið þekkt meðal fornleifafræðinga og sagnfræðinga að landnám Íslands bar að miklu fyrr en opinberlega hefur verið haldið fram, eða allt um 200 árum áður en sögubækur og sögutúlkun opinberra yfirvalda hefur borið vitni um.
Það þekkja margir til sögunnar af fornleifafræðingunum sem kallaðir voru til Vestmannaeyja snemma á áttunda áratugnum (1970- ) þar sem þeir voru beðnir að rannsaka fornleifar sem komið höfðu upp á Eyðinu og svo í Herjólfsdal. Þetta var óheppilegt þar sem fundurinn þá ku hafa sýnt fram á að landnámið hafi borið að miklu fyrr en þá skólakennd saga Íslands sagði til um. Hið bagalega í stöðunni var að Íslendingar voru að fara fagna 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar nokkrum árum síðar. Þetta voru óæskilegar upplýsingar og grafið var í snarheitum yfir holurnar sem gerðar höfðu verið í Eyjum. Núna þora kannski sagnfræðingar að koma fram með hið sanna í málinu eftir að þeir sem stóðu fyrir 1100 ára afmælinu eru margir hverjir fallnir frá eða horfnir af fræðimannasviðinu.
Var Ísland numið 670? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2009 | 11:59
Réttsýni og drengskapur
Ég verð að játa að ég fylltist von um betri tíma nú þegar ég las fréttina um afstöðu Lilju Mósesdóttur á mbl.is, til ICESAVE málanna. Ég vona að ekki bara fleiri flokksfélagar hennar heldur fólk úr öðrum flokkum takist nú á við siðferðisspurninguna og láti sannfæringu sína, ekki flokksagann stjórna gerðum sínum og hvernig kosið verði um nýja ICESAVE.
Ég hef alltaf sagt að það sé EKKI rétt að Íslendingar gangi svo í vafasama ábyrgð fyrir spilavítabraski "útrásarvíkinga" að þjóðinni sé skotið aftur á steinaldarstigið. Nei, þá gengur þjóðin fyrir öðrum. Ef allt þetta snýst um að halda Bretum og Hollendingum; ergo: ESB og IMF glöðum segi ég bara eftirfarandi:
Borgum ekki eyri. Þessar alþjóðastofnanir hafa beitt á okkur hryðjuverkalöggjöf, þvingunum, seinagangi í afgreiðslu einföldustu mála og síðan sýnt okkur hortugheit. Við hreinlega leitum nýrra leiða. Drögum til baka umsókn okkar um ESB, afturköllum hjálparbeiðni til IMF, förum í mál við Breta vegna setningar hryðjuverkalaganna og sköffum okkur nýja vini, nýja markaði og nýja og betri sjálfsmynd.
Getur ekki samþykkt Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |