Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
14.7.2009 | 07:18
Löglegt og siðlaust
Ekkert mun koma fólki á óvart, ekki mun steinn yfir steini standa og allt mun líða undir lok sem var! Þessi orð hljóma svolítið heimsendislega og kannski of sterk í samhenginu, en mér finnast þau vera viðeigandi. Á engu sem var er byggjandi. Gömlu sterku bankarnir, sem fólk hafði trú á, voru gerðir að nýjum hlutafélögum. Sameiningar voru gerðar, lógói eða merkjum bankanna var breytt, allt átti að vera nýtt, módernt og í "framrásarstíl". Allir áttu að fá á tilfinninguna að þeir/þær væru að taka þátt í stórfjármálamarkaðsbraski. Við áttum að finna svitalyktina frá helstu og stærstu fjármálamörkuðum heims. Við áttum að vera með. Sú þjónusta sem áður hafði verið aðalþjónustuberandi starfsemi bankanna, gjaldkeraþjónustan - var orðin fyrir í hinu nýja samhengi. Gjaldkerastúkum var fækkað, fólki beint að nota internetið þar sem næstum illmögulegt var að framkvæma vissar færslur án þess að rekast í verðbréfamarkaðsábendingar, tilboð og þjónustu tengda téðum verðbréfamörkuðum.
Ástandið varð snemma slæmt í öðrum löndum. Til dæmis er það svo í dag hér í Svíþjóð, að ekki er hægt að taka poka með mynt í bankann sinn og biðja um að talið sé í talningarvél. Slíkar vélar eru ekki lengur til. Maður fær pappírsrör sem maður verður að fylla heima, og síðan að taka með sér í bankann, þar sem fólki er bent á að það verði að "leggja inn peningana á einhvern ráðstöfunarreikning" til að peningarnir komist inn í kerfið. Seðla getur maður ekki lengur tekið út nema að upphæð 100 000 kr pr dag. Bankarnir hafa ekki svo mikla peninga lengur. Aðeins einn gjaldkeri starfar að jafnaði, en þessi hverfur ekki í kaffipásu.
Nú kvartar fólk á Íslandi yfir því að bankarnir, sér í lagi Kaupþing geti ekki gefið lántakendum haldbærar upplýsingar um lánafyrirgreiðslu eða hvernig fólkið almennt eigi að geta borðið enn aukna greiðslubyrði. Þjónustufulltrúar vísa málum til "nefnda" og öll vitum við hvað það merkir.
Í Landsbanka hafa þeir sem önnuðust eignastýringu fyrir lífeyrissjóði gert sig seka um að nota fé skjólstæðinga sinna til að hygla að eigin stofnun, Landsbankanum og að hafa gefið Fjármálaeftirlitinu (FME) rangar upplýsingar um það. Í sjálfu sér skiptir þetta með FME minna máli, þar sem það er vita getulaus stofnun, svo sem dæmin hafa sýnt okkur. En hitt er siðleysið sem nú bitnar stórlega á eftirlaunasjóðum landsmanna. Stórar fjárhæðir hafa glatast í hyldýpi spilaskulda framrásarmanna. Þetta var bæði ólöglegt og siðlaust.
Of miklar fjárfestingar í tengdum bréfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2009 | 16:22
Tyrfum svæðið!
Landsmenn fái að segja álit sitt á uppbyggingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2009 | 07:10
Er íslenska þjóðin gerspillt?
Er ekki til sú bæjarfélagsþúfa eða mannsál á Íslandi sem er ekki að reyna að skjótast undan merkjum, græða, svindla, brjóta af sér, eða það fyrirtæki sem hefur ekki einhver óheilindi að geyma í bókhaldi sínu? Mér er spurn? Jú, víst eru til þrælheiðarlegar sálir þarna úti í samfélaginu. Það veit ég. Fólk sem er annt um að samfélagið virki eins og það á að gera, fólk sem skilur að án heiðarleika gengur ekki íslenska samfélagið upp. En það sem virðist "hið almenna" er spilling, gjaldeyrissvindl, siðlaus peningapólitík og óheilindi. Jafnvel þeir/þær sem sverja við stjórnarskrá lýðveldisins, leggja drengskaparheit sitt að halda og virða landið og það sem það stendur fyrir, stjórnskipanina og siðferðið sem hún byggir á. En allt kemur fyrir ekki. Siðleysið á Íslandi á sér engin mörk. Hvað er til ráða?
Milljónasvindl með litaða olíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2009 | 06:33
Hversu oft þarf að segja þetta: við berum enga ábyrgð!
Orð skulu standa. Íslendingar hafa löngum verið þekktir fyrir orðheldni sína. Þegar við setjum stafi okkar við samkomulag og staðfestum það þannig, má út frá því ganga að við séum menn orða okkar. Þannig hefur það verið og þannig á það að vera.
Nú hefur komið fram að ekkert samkomulag er til fyrir ICESAVE og engin skrifleg staðfesting á því að Ísland hafi gengist formlega undir ábyrgðir af einu eða neinu tagi. Íslendingar eru því óbundnir skv. alþjóðalögum að greiða eyri af téðum "skuldum".
Ég skil að það geti verið erfitt fyrir ríkisstjórnir Evrópulanda að viðurkenna þetta enda slíkt sárt. Þetta kemur við pyngju þeirra Gordons Brown og kollega hans í ESB. En af hverju eigum við að greiða spilaskuldir breskra auðkýfinga, belgískra, hollenskra, lúxembúgískra og þýskra fjárglæframanna? Það er mér með öllu óskynsamlegt.
ESB sem oftar en einusinni hefur reynt að setja stein í veg Íslendinga og til og með sparkað í okkur liggjandi - hversvegna eigum við að hjálpa til þar þegar eigið fólk sveltur og er að missa allt sitt vegna ofurvaxta IMF (alþjóðagjaldeyrissjóðsins)? Mér er spurn?
Óvíst um ábyrgð á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 8.7.2009 kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.7.2009 | 17:35
Kominn heim frá Vitsgarn - í Stokkhólmi á ný
Jæja, þá er fyrri hálfleik lokið. Nú er hlé til að "hvíla" og hlaða batteríin á ný. Ég er kominn heim frá Vitsgarn eftir afskaplega vel heppnað starf þar. Ég er fjarska ánægður með afraksturinn. Ævintýrinu lauk svo með fermingarmessu í Oscarskirkjunni hér á Östermalm þar sem 41 ungmenni fermdust og tvö skírðust að auki. Um 900 kirkjugestir voru viðstaddir og gekk allt fjarska vel fyrir sig. Ég er ánægður með frammistöðu og þekkingu fermingarbarnanna og starfið allt.
Á einni myndinni hér á blogginu sit ég við varðeldinn á Evrópuklettinum svokallaða. Síðasta kvöldið höfðum við safnast um varðeldinn sem ég kveikti. Þegar eldurinn var útbrunninn grilluðum við pulsur og drukku djús. Seint um kvöldið kveiktum við svo aftur upp og létum loga fram á nótt. Falleg kvöldstemning í Skerjagarðinum sænska. Auðvitað er vonlaust að reyna að útskýra fegurðarupplifun - en kannski er rétta orðið "harmoní" yfir það sem ég upplifi. Jafnvægistilfinning; "ég vs. náttúran"!
Núna er ég aftur í Stokkhólmi og mun fljótlega fara að leysa af sem prelli í söfnuði hér í borginni. Þar mun ég vinna í 2 vikur og svo fer ég aftur út í Skerjagarðinn og vinn sem prestur þar. Þetta er svo fínt, falleg náttúran og þögul kvöldin þar sem bara fuglar og gutlið í sjónum, Eystrasaltinu, heyrist. Það er gott og hollt að upplifa þögnina og náttúruna og vera alveg laus við síma, tölvu, áreiti frá sjónvarpi og slíku. Maður hreinlega upplifir samhljóðun innra með sér. Þetta er hverri manneskju hollt og gott. Líklega margir sem myndu fara yfir um ef þeir yrðu neyddir að sitja þarna í náttúrunni og í fullkominni þögninni. :)
Jæja, best að fara laga mat og fixa lítið hér heima. Bestu kveðjur til Íslands!
Svíþjóð | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2009 | 17:01
Michael Jackson
Það er skrýtið að núna eftir að karlanginn Michael Jackson, söngvari er allur að hvergi er þverfótað fyrir minningarskífum, myndum, tónlistin hans er spiluð út um allt og ekki er hægt að fara inn í verslun eða kaffihús án þess að leikin sé tónlistin hans. Það er nú búið að vera svo sl. 10 árin að sama sem ekkert hefur komið frá honum, hann varla sést nema á leið á eða frá sjúkrahúsi eða réttarsal. Hann var svo gott sem gleymdur, en núna virðist allt vera keyra um koll vegna þess að hann dó!
Fólk kannski hefði átt að vegsama hann meira þegar hann lifði en þegar hann dó.
Rowe sækir minningarathöfnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)