Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
18.7.2009 | 14:31
Fullveldi Íslands veikt
Með samþykkt ICESAVE-samningsins við Breta og aðra sem gert hafa kröfu um fullar endurgreiðslur Ísland til þeirra sem glötuðu fjármunum í efnahagshruninu leiðir beint til þess að fullveldi Íslands mun veikjast. Gjaldmiðillinn, íslenska krónan mun falla í verði, úr litlu í ekkert og Ísland mun teljast til þróunarlanda.
Það eru engar ýkjur eða skröksögur að hér er vegið að sjálfstæði Íslands. Erlendar stofnanir og ríkisstjórnir seilast ar með svo djúpt í vasa íslenskra skattborgara og lántökufólks að um valdaafsal er að ræða. Það er þar með ekki ríkisstjórn Íslands sem ákveður leikreglur, heldur ríkisstjórn Gordons Brown, IMF og Evrópubandalagið.
Að setja Lýðveldið Ísland í svona stöðu er beint brot á stjórnarskránni.
Engin vissa um meirihluta fyrir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.7.2009 | 14:02
Ekkert pláss fyrir fleiri þurfalinga
Það voru alltaf einhverjir sem héldu að ESB aðild Íslands yrði allra meina bót, og að peningarnir frá ESB myndu bara þegar byrja rúlla inn og allt yrði bara undusamlegt á sekúntubroti. Nei. ESB heldur að sér höndum og mun ekki veita Íslandi eða íslenskum neina fyrirgreiðslu - NEMA við afsölum okkur einhverjum þeirra sérréttinda sem við ætlum að við fáum s.s. landhelgisforráð, stjórn fiskveiða, náttúruauðlindir etc...
Stjórnmálamenn íslenskir héldu að þeir fengju allt fyrir ekkert. Kristdemókratar í Þýskalandi hafa ekki áhuga á að fá enn einn þurfamanninn í ESB. Nóg er komið og mörg hinna nýju aðildarríkja í sárri neyð. Ekkert pláss eða tími er fyrir Ísland núna. Þetta vissu flestir þeir sem sett hafa sig inn í Evrópuumræðuna og fylgst hafa með fjölmiðlum.
Andsnúnir inngöngu Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2009 | 06:44
Heiðarleiki, góðvild, kærleiki, samúð, skilningur, umburðarlyndi...
Stórar þakkir til Hollendinga, sem svo oft áður, hafa sýnt að þeir eru fólk með vit og hafa þá fágætu gáfu að skilja að skal byggja á einhverju, er rétt að við lærum af mistökunum. Skammtímalausnir hafa ekki verið áhugamál Hollendinga. Þeir skilja í hvaða sporum við Íslendingar stöndum í, þeirri vonlausu stöðu sem við höfum ratað í og með hjálp ESB hefur versnað um allan mun.
Takk til Hollenskra innistæðueigenda. Ykkar vel!
Vilja að allt verði greitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 15:43
Allt verður Íslandi til óhamingju
Allt verður Íslandi til óhamingju. Þetta var óheillaspor fyrir vort litla land. Hryggilegur dagur. Nú er bara að berjast mót ógæfunni og eflast í því að finna aðrar leiðir.
Samþykkt að senda inn umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 11:59
Sumarið hálfnað...
Sumarið er hálfnað hjá mér! Ég er búinn með helminginn af því sem ég ætlaði að afkasta í sumar. Fyrst þá gekk fermingarnámskeiðið afskaplega vel. Alls 42 fermingarbörn fermdust, þar af 4 sem skírðust líka, eftir vel lukkað siglinga- og fermingarnámskeið í Skerjagarðinum í Oscarskirkjunni hér í Stokkhólmi. Þetta var skemmtilegur hópur, bæði krakkarnir og svo leiðtogarnir sem önnuðust siglingakennsluna. Síðan vann ég í S:t Jakobskirkjunni í nokkra daga og núna er ég að leysa af tvo presta í einni af miðbæjarsöfnuðunum. Gaman að geta orðið að liði og geta hrærst í því sem manni þykir gaman og gefandi. Núna í lok mánaðarins tek ég svo síðasta fermingarnámskeiðið og eftir það þarf ég að taka smá frí. Ég finn að ég vil hvílast smá og fá smá tíma að hlaða batteríin eftir sumarið, áður en lokahnykkurinn í náminu í Uppsölum fer í gang. Bestu kveðjur til Íslands, úr 25°C hita í Stokkhólmi.
Fermingarmessa i Oscarskirkjunni, Östermalm, Stockholm 04.07.2009. Ég sit í miðið, grænklæddur.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2009 | 08:52
Upp, upp, þú Íslands þjóð
Nú tel ég svo komið fyrir stjórnmálamönnum að best sé að þeir fari í sumarfrí. Afglöp á afglöp ofan, streita og þreyta er farin að segja svo um munar til sín og fátt vitrænt sem kemur lengur frá þinginu. Ég óska þess að fólk fari hægar í sakirnar og reyni að stilla sig. Stjórnarflokkarnir eru þreyttir eftir vatnsaustur vorsins og þjóðarskútan er vel fyrir ofan vatnsborðið núna. Farið í frí elskurnar og náið áttum. Skreppið á Þingvöll, í Skálholt, í Kópavoginn þar sem Kópavogsfundurinn var haldinn. Skreppið út á Austurvöll og spáið í hvort þetta allt sjálfstæðistal var virði allra þeirra orða, þeirra lífa, þess blóðs sem úthellt hefur verið. Spáið í hvað orðið "sjálfstæði" merkir og hvers virði það er þjóðarmynd og stolti einnar þjóðar sem Íslands. Lítið til þeirra landa nú, sem barist hafa undan merkjum fjölþjóðaríkja og ríkjaheilda. Skoðið hvað er að gerast þegar þjóðir vilja vera sjálfstæðar.
Hugsið til Fjölnismanna, til Jóns Sigurðssonar, til Jóns Arasonar, til þeirra sem grátandi settu stafkrók sinn við hyllingu erlends valds Danakonungs á Kópavogsfundi 1662. Hugsið til Rasmusar Christians Rask sem ötulast barðist fyrir íslenskri tungu og menningu... Af hverju allt þetta ef þið viljið gefa þetta allt frá okkur?
Farið í frí! Hugsið upp nýjar leiðir!
Mikil óvissa um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 07:16
Ljót hrollvekja um gæfusnauðar stjórnarathafnir
Nú eru sérfræðingar á öllum sviðum farnir að koma fram með yfirveguð álit sín. Faglegt mat á stöðunni er að skapast jafnt og þétt og myndin farin að skýrast. Aðferðafræði stjórnarflokks Jóhönnu Sigurðadóttur hefur fengið á sig harða gagnrýni. Stefna ESB gagnvart Íslandi hefur sömuleiðis fengið sinn skerf og verður að segjast eins og er að myndin er ekki falleg. Þetta er ljót hrollvekja um gæfusnauðar stjórnarathafnir og vilja eftir að skipa sér á sess í sögunni án tillits til fórnarkostnaðar.
Elvira Mendez, sérfræðingur í Evrópurétti við Háskóla Íslands misbýður yfirgangurinn í ESB. Að einstökum löndum sé gefið sjálfdæmi í einstökum málaflokkum sem í raun skv. stefnu ESB ættu að fá umfjöllun í yfirþjóðlegum stofnunum ALLS bandalagsins.
Tek ég hér með undir orð Elviru Mendez og bið fólk að ganga hægt um ESB-gleðinnar dyr. Hér er miklar og margar hættur á ferðinni. Best að ganga ekki til þessarar veislu.
Misbýður umgjörðin um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2009 | 12:27
Fjárhagslegt sjálfsmorð að samþykkja ICESAVE
Það væri efnahagslegt sjálfsmorð að staðfesta ICESAVE samningana. Það má jafna því við að veita Bretum og þjóðum þeim sem harðast hafa komið fram með stjarnfræðilega reikninga, óútfylltar en undirritaðar ávísanir.
Hver með nokkru viti setur þjóð sína í slíkar ógöngur. Samningastaða Íslands er ekki góð. Hér er um aðildarlönd að ESB, G8, NATO og öllum mögulegum stofnunum og aðildarsamtökum heimsins. Svo ef þau vilja, geta þau gert okkar líf næstum því óbærilegt. Þetta eru þau lönd sem ríkisstjórnin vill að við sameinumst í ESB. Þvílíkir vinir.
Viljið þið gefa þessum löndum óútfylltar ávísanir? Bara til að gera ríkisstjórnir þessara þjóða "mildari"? Gera íslenska þjóð enn skuldugari eftir 10 ár en hún yrði nú í upphafi ICESAVE samnings?
Ég segi NEI og aftur NEI!
Alvarlegt að synja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2009 | 06:37
Oh my God!
Ætli Guði sé ekki nokk sama hvort bílastæðahús sé opnað á sabbatsdeginum eður ei. Skelfing er fólk alltaf duglegt að hafa vit fyrir Guði og ákveða í smáatriðum hvað honum finnst og ekki.
Ég vona bara að Guð minn hafi húmor fyrir þessum öllum uppátækjum okkar mannfólksins!
Mótmæla opnun bílastæðahúss á Sabbatdegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2009 | 06:18
Knéfall Íslands fyrir ESB
Þetta er nú það furðulegasta álit sem ég hef heyrt um. Ríkisstjórnin pantar álit (og sennilega niðurstöðu). Síðan er þessu slengt framan í þjóðina sem nú þegar er bæði skattpínd og þarf að borga ofurvexti og sagt að allt sé bara í góðu lagi.
Hvenær mun íslenska krónan eflast og ná sinni fyrri verðmætastöðu gagnvart öðrum gjaldmiðlum? Og þar með námsmönnum erlendis mjög erfitt fyrir? Hvenær munu vextir á lánum lækka á ný, eftir að IMF (Alþjóðagjaldeeyrissjóðurinn) jók greiðslubyrði Íslendinga af bankalánum? Framkvæmd sem sett hefur margar fjölskyldur í mikla greiðsluerfiðleika - ef ekki gjaldþrot og íbúðamissi.
Ég verð að segja að mér finnst þetta allt vera spil sem hefur bara eina pantaða niðurstöðu. Ég veit ekki af hverju ríkisstjórnin er óheiðaleg mót þjóðinni og segir okkur ekki bara hvað hún vill. Það væri einfaldast þannig. Ég tel að ástæðan sé að greiðum við ekki upp 100% ICESAVE skuldirnar og eru "vingjarnleg" við Breta, munu þeir standa gegn aðildarumsókn okkar í ESB. Hlutur sem ég myndi EKKI gráta.
Að fórna öllu, að ganga svo á eftir ESB og einstaka aðildarlöndum þess skrímslis sem ESB er, er að mínu mati fásinna. Þjóðarstoltið er horfið. Íslendingar eru að sligast undan kröfum IMF, og nú á að leggja á okkur bagga ICESAVE og Breta.
Ég vil ekki taka þátt í slíkum skollaleik.
Ríkið ræður við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |