8.1.2010 | 08:29
Styrkur lýðræðisins
![]() |
Staða forseta og stjórnar óbreytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2010 | 09:39
Góð grein í erlendu blaði
Greinin er birt hér: http://www.dailymail.co.uk/debate/article-1241184/How-idiots-London-let-cod-fishers-make-fools-us.html
Should you happen to live in Leicester, and woke up this morning to hear that you, your children and grandchildren were responsible for £35billion of debt, the idea might take some of the fun out of the breakfast cornflakes. It is one thing to get a hefty post-Christmas credit card bill or fall behind with mortgage repayments. But £35billion? I mention Leicester because the city's population of 300,000 is around the same as that of Iceland. The collapse of that tiny country's overblown banking system has left the country with a hangover far more terrifying than that of Britain. Opposition: Hundreds of people gather outside Mr Grimsson's Reykjavik home to protest against the bill The local currency, the krona, has halved in international value. Wages have been cut, jobs lost. The economic future looks black, with credit available only at punitive interest rates. They are good and mad about what has happened. In a country where crime scarcely exists, the cars and houses of 'the Vikings' - the big financial wizards who drove their banks to destruction - have been vandalised. Icelanders now call themselves the 'Iceslaves', in token of the vast debt burden they must labour for decades to pay off. And this week, the country made a gesture of defiance towards the outside world. Its president, Olafur Grimsson, vetoed a parliamentary bill which would have allowed Iceland eventually to repay £3.66billion owed to its British and Dutch government creditors. Tomorrow, Iceland's parliament will arrange the terms of a national referendum on the bill, which it is almost cerby tain to face popular rejection. Most Icelanders do not care that this will threaten their lifesaving loans from the International Monetary Fund. They shrug at the notion of seeing Iceland's bonds being reduced to junk status. They are unmoved by their prospective EU membership being denied, their international status in the doghouse. They simply refuse to accept responsibility for liabilities which will wreck their lifestyles, because of the follies of a few reckless tycoons - and the whole international regulatory system. They claim that the terms demanded by the British and Dutch governments - which have refunded the lost cash of savers in their countries - are extortionate. The Icelanders' threatened strike - which is what their rejection of the bill will amount to - goes to the heart of the ongoing debate around the world about who takes the rap and bears the cost of the financial crisis. Technically, there is no doubt that Iceland's big banks, which went bust and had to be nationalised, are responsible for the money they took in. But some of us have more than a smidgeon of sympathy for the Icelanders' plight. What was the entire international financial system, and the regulators supervising it, thinking of when they allowed a volcanic wasteland that Warren Buffett could buy himself as a Christmas present to masquerade as a global banking centre? British savers, and dozens of local authorities, deposited hundreds of millions of pounds with Icelandic banks because they offered higher interest rates than anybody else. They chose to believe in Santa Claus because Moodys credit agency gave Iceland a top Triple A rating, while the EU and Bank of England nodded wisely and endorsed the place as a safe haven for cash. They were all bonkers, of course. I have been to Iceland several times. The salmon-fishing is wonderful. If you like shaggy ponies, volcanic hot springs, permanent summer daylight and Scandinavian-cuisine, it is a great holiday destination. More... Collapse of Icelandic banks has put town halls' £830m in the red But Reykjavik, the capital, looks a serious city only to those who have never travelled further south than Inverness, and who think the night life of, say, Fort William really hums. We are all so keen on devolution, rights of minorities and national sovereignty that we kid ourselves places like East Timor and Iceland are proper countries with economies and ambassadors abroad - and even, heaven help us, major international banks. In truth, they are mere offshore communities, which can manage their own affairs perfectly satisfactorily as long as they do not try to play out of their league. Defiance: Iceland's President Olafur Ragnar Grimsson At the height of the recent Icelandic boom, its banks were borrowing in dollars, which rendered them hopelessly exposed when their own currency fell through the floor. The only real assets Iceland possesses are fish, a superannunuated pop singer named Bjork and a nice line in sweaters. This did not stop the world's bankers and regulators from treating-Iceland's other financial institutions as major players, thanks to the overarching delusion that the whole international system was too closely interlocked for any part of it to collapse. Instead, as the wretched Icelanders have now discovered, 300,000 people need to knit an awful lot of sweaters to pay off £35billion. Many people in Britain still do not seem to grasp the fact that we, too, will have to meet the vast bills for our own bankers' failures, as soon as the election is over and we have a responsible government which recognises the horror of our predicament. True, Iceland is incomparably smaller, and its per capita debts much bigger. But the principle is the same. Taxpayers are left to suffer the consequences of the financial crisis, while those who contrived it walk away. I am sometimes accused of hammering in print too hard and often at bankers, who today maintain their obscene levels of personal reward after committing follies for which every citizen of Britain and America will suffer consequences for years. Yet it seems right to keep making the point, as long as the guilty walk free and rich. European and American regulators who indulged Iceland's banks seem more deserving of blame than the Icelandic people, who merely provided the stage set for a huge financial nonsense. Would you trust Leicester City Council with responsibility for overseeing banks dealing in tens of billions? No? It was equally silly to suppose tiny Iceland's incurably provincial government a credible guarantor for such sums. Whatever manoeuvres now take place between Iceland and its creditors, I shall be surprised if the British and Dutch governments get back the cash with interest over 15 years which they are demanding. Legally, the Icelanders have not a leg to stand on. But I save my anger for the idiots in New York, London and other European capitals who allowed the cod fishers to make fools of us as well as themselves
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2010 | 11:30
Hið eina rétta!
Nú hefur forsetinn okkar herra Ólafur Ragnar reynst þjóðinni sá bjargvættur sem hann getur verið skv stjórnarskrá lýðveldisins. Hann hefur gefið þjóðinni rödd og tíma til að ígrunda hvað í raun felst í ICESAVE málinu og að ígrunda hver framtíðin verður fyrir íslenska þjóð með eða án ICESAVE. Forsetinn hefur þannig verið vökumaður lýðræðis Íslands, gefið rödd þjóðarinnar tækifæri að heyrast og gert mig óendanlega glaðan.
Lifi forseti og fósturjörð
![]() |
Staðfestir ekki Icesave-lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2010 | 10:20
Verður bresku handrukkurunum greitt?
Hversu gæfuríkur er herra Ólafur Ragnar Grímsson í embætti sínu sem forseti Íslands? Hversu góða sýn hefur hann á getu og úthald þjóðarinnar. Hversu lýðræðiselskandi er hann? Þetta eru nokkrar af spurningum þeim sem ég er að velta fyrir mér núna við upphaf nýs árs.
Kýs herra Ólafur Ragnar örbyrgð og sært þjóðarstolt með að setja stafi sína við téð ICESAVE lög? Kýs hann að leyfa íslenskri þjóð að stríða fyrir stolti sínu, sýna hvað í henni býr og beygja sig ekki fyrir vafasömum skuldaviðurkenningum íslenskra stjórnvalda fyrri ára. Segir hann einfaldlega "Nei" við að greiða spilaskuldir útrásarvíkinga og þorir hann að reka á brott handrukkara Breta og Hollendinga, svo einhverjir séu nefndir? Ég vona það.
![]() |
Fundi lokið á Bessastöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2009 | 12:44
Jólakveðja
"Jól, jól, skínandi jól!"
Óskar ykkur öllum heima á Íslandi góðrar og gleðiríkrar jólahátíðar. Umgjörðin skiptir engu máli. Jól í hjarta eru sá undirbúningur sem nægir. Lifum saman í friði, sýnum umburðarlyndi, gefum hvort öðru kærleika og fyrirgefum. Allt annað mun þá verða betra - því sem við fáum breytt!
Kveðja frá Stokkhólmi - Flemingsbergi
Baldur Gautur
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2009 | 20:05
Kveðjum fleir stofnanir
Það var gott að heyra að ákveðið væri núna að leggja niður Varnamálastofnun. Þá stofnun hefði aldrei átt að setja á laggirnar. Nú ríður á fyrir stjórnvöld að bretta upp ermar og ganga úr bandalögum og stofnunum sem eru okkur bara til mikillar íþyngingar fjárhagslega.
Rétt tel ég að Ísland gangi úr Sameinuðu þjóðunum. Þetta eru vita máttlaus samtök sem eru skálkaskjól skrifstofuveldis og eru hin versta peningahít. Þá vil ég segja skilið við NATO, enda engin þörf fyrir okkur þar. Búið er að skíta greinilega í Ísland og þar sem við höfum ekki það mikla hernaðarlega mikilvægi sem áður á kaldastríðsárunum, held ég að best sé að spara krónurnar líka þar. Ég tel rétt að byrja á þessum tveimur bandalögum sem í raun hafa enga þýðingu fyrir okkur eins og staðan er í dag. Síðan göngum við bara á listann yfir bandalög og alþjóðastofnanir sem við erum að greiða stórfé til og endurskoðum þátttöku okkar í slíkum félagsskap.
![]() |
Varnarmálastofnun lögð niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.12.2009 | 07:02
Fyrsti desember 2009 - fullveldisdagurinn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2009 | 10:25
Sem þurfalingar skulum við lifa.
Svo má brýna að bíti! Ég held, eftir að hafa hugsað lengi málið, að stærstu mistök ríkisstjórnanna, þeirrar sem var rekið í búsáhaldabyltingunni og svo þeirrar nýju, hafi verið að stefna ekki breskum stjórnvöldum þá er hryðjuverkalögum var beitt á Ísland. Í þessari gjörð var að finna svo illskuþrungna og heiftúðuga aðgerð bitrar þjóðar að fá dæmi eru í sögu síðustu áratuga.
Meðvitaðir um afleiðingarnar beittu Bretar okkur þessu bragði, meðvitaðir um að Íslendingar myndu knésetti, meðvitaðir um að okkur yrði ekki nein leið fær að bjarga okkur - setja þeir neyðarlög. Og hvers vegna? Jú, til að ná fiskimiðunum af okkur.
Sjávarútvegur Evrópusambandsins stendur á grafarbakkanum. Áratugum saman hafa fiskveiðiþjóðir Evrópusambandslandanna skafið upp hafsbotninn með trollhlerum sínum, eyðilagt uppeldisstöðvar fiskistofna og síðan veitt um þá fiska sem eftir voru. Núna ásælast þessi lönd með Breta í víglínunni miðin kringum Ísland. Náðarlaust!
Atvinnuleysi meðal sjómanna/rányrkjumanna er næstum algert. Atvinnugreinin er að deyja út meðal þessara þjóða. Þriðja kynslóð atvinnulausra sjómanna er að vaxa úr grasi og smáþorp og borgir eru að lognast sömuleiðis út af.
Til að ná sér aftur á skrið, hafa Bretar nú beitt okkur hryðjuverkalögum, til að veikja eða taka alveg frá okkur samningsstöðuna nú þegar íslenska ríkisstjórnin telur sér ekki fært annað (í grunnhyggni sinni) en að ganga til liðs við ESB styrkjakerfið. Sem þurfalingar skulum við lifa. Það er vilji Breta, vilji ESB og vilji ríkisstjórnarinnar.
![]() |
Undirbýr mál gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.11.2009 | 14:16
Sala listaverka úr Listasafni Íslands
Ástandið í þjóðfélaginu er slæmt. Það vita allir. Fólk verður æ ofbeldishneigðara mót hvert öðru í orðum og gjörðum. Þjóðarsálin er særð og réttlætistilfinningu fólks er ofboðið sem misboðið. Skattpíning er framundan og minnkun á allri opinberri þjónustu er raunveruleiki sem næði inn á öll heimili í landinu.
Minnumst máltækisins að "sárt býtur soltin lús"!
Ég er með tillögu: Mín tillaga sem hugsuð er bæði til að ljúka upp augum grannlanda okkar fyrir vandanum í landinu og svo til þess fallin að fá inn fjármuni í landið er eftirfarandi. Hefjum sölu á erlendum listaverkum úr Listasafni Íslands. Ég býst við að þjóðir sem eiga stóru nöfnin í listasögunni, Rembrandt, Hals, Rubens... vakni við vondan draum og átti sig á því "hvernig það sé að þurfa selja safnaeigu sína" til að greiða skuldir. Ég legg til að listaverk eftir Munch og Picasso sem til eru í Listasafni Íslands verði sett á uppboð á Sotheby's, Bukowski's eða Cristie's uppboðsfyrirtækjunum
Á þennan hátt verði fjármunum komið inn í landið en um leið sett á markerandi hátt skilaboð út í heiminn um HVERSU alvarlegt ástandið sé á Íslandi, fyrir þá sem ENN skilja það ekki.
![]() |
Samkomulag um lækkun gengisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2009 | 12:58
Hvar eru Íslendingarnir?
Velti því fyrir mér núna hvar hinir sönnu Íslendingar séu - þeir sem ég býst við hinu besta af, þeim sem ég veit að eru réttsýnir og þeir sem ég veit að elska sjálfstæði og unna því sem íslenskt er? Hvar eru þeir hetjurnar sem komu Íslandi úr moldarkofunum í byrjun 20. aldar og á hátæknistig? Hvar eru arftakar fornaldarkappa og kvenskörunga? Hvar eru þeir sem vilja áfram vera Íslendingar, stoltir, óháðir fjölþjóðasamböndum og baráttuglaðir. Hvar er íslenskt stolt.
Höfnum ICESAVE! Byrjum nýja framtíð með nýjum vinum.
![]() |
Kýs líklega með Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2009 | 15:25
When in Rome...
![]() |
Að hneigja sig eða hneigja sig ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2009 | 17:28
Hafa Íslendingar lagt öll egg sín í sömu körfu?
![]() |
Íslendingar enn svartsýnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2009 | 14:28
Já, ástandið er að verða eins og í ESB
Líklega tekst Íslendingum að koma sér á atvinnuleysisnótur aðildarlanda Evrópusambandslanda áður en um langt líður. Sannarlega er unnið vel og ötullega að þessu takmarki, enda íslenskum stjórnvöldum einkar kær sú tilhugsun að atvinnuleysi verði bæði efnahag og þjóðarsál að sem mestum skaða. Atvinnuleysi aðildarlanda ESB rokkar allt frá því að vera 8% upp í að vera næstum 20% svo stutt er í að okkur takist að sökkva landi og þjóð í sömu eymdina.
Nei heyrið mig nú! Nú er kominn tími til að við hættum þessum sleikjugangi við ESB. Fólk virkilega lætur eins og það sé ekki til líf utan ESB? Eru allir orðnir snar vitlausir?
![]() |
Atvinnuleysi mælist 7,6% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2009 | 19:03
Íslendingar farnir að skilja...
Já núna eru Íslendingar loksins farnir að skilja að ESB er ekkert fyrir Ísland og íslenska þjóð.
Óvinur Íslands, fjötur þjóðarinnar, kvalari lýðveldisins er sá sami ógnvættur sem mun, ef við breytum ekki stefnu okkar, knýja okkur að gefa allt eftir sem við höfum stritað fyrir svo lengi. Látum það ekki henda!
![]() |
29% vilja ganga í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2009 | 14:47
Feluleikur og sögufölsun
Það hefur lengi verið þekkt meðal fornleifafræðinga og sagnfræðinga að landnám Íslands bar að miklu fyrr en opinberlega hefur verið haldið fram, eða allt um 200 árum áður en sögubækur og sögutúlkun opinberra yfirvalda hefur borið vitni um.
Það þekkja margir til sögunnar af fornleifafræðingunum sem kallaðir voru til Vestmannaeyja snemma á áttunda áratugnum (1970- ) þar sem þeir voru beðnir að rannsaka fornleifar sem komið höfðu upp á Eyðinu og svo í Herjólfsdal. Þetta var óheppilegt þar sem fundurinn þá ku hafa sýnt fram á að landnámið hafi borið að miklu fyrr en þá skólakennd saga Íslands sagði til um. Hið bagalega í stöðunni var að Íslendingar voru að fara fagna 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar nokkrum árum síðar. Þetta voru óæskilegar upplýsingar og grafið var í snarheitum yfir holurnar sem gerðar höfðu verið í Eyjum. Núna þora kannski sagnfræðingar að koma fram með hið sanna í málinu eftir að þeir sem stóðu fyrir 1100 ára afmælinu eru margir hverjir fallnir frá eða horfnir af fræðimannasviðinu.
![]() |
Var Ísland numið 670? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2009 | 11:59
Réttsýni og drengskapur
Ég verð að játa að ég fylltist von um betri tíma nú þegar ég las fréttina um afstöðu Lilju Mósesdóttur á mbl.is, til ICESAVE málanna. Ég vona að ekki bara fleiri flokksfélagar hennar heldur fólk úr öðrum flokkum takist nú á við siðferðisspurninguna og láti sannfæringu sína, ekki flokksagann stjórna gerðum sínum og hvernig kosið verði um nýja ICESAVE.
Ég hef alltaf sagt að það sé EKKI rétt að Íslendingar gangi svo í vafasama ábyrgð fyrir spilavítabraski "útrásarvíkinga" að þjóðinni sé skotið aftur á steinaldarstigið. Nei, þá gengur þjóðin fyrir öðrum. Ef allt þetta snýst um að halda Bretum og Hollendingum; ergo: ESB og IMF glöðum segi ég bara eftirfarandi:
Borgum ekki eyri. Þessar alþjóðastofnanir hafa beitt á okkur hryðjuverkalöggjöf, þvingunum, seinagangi í afgreiðslu einföldustu mála og síðan sýnt okkur hortugheit. Við hreinlega leitum nýrra leiða. Drögum til baka umsókn okkar um ESB, afturköllum hjálparbeiðni til IMF, förum í mál við Breta vegna setningar hryðjuverkalaganna og sköffum okkur nýja vini, nýja markaði og nýja og betri sjálfsmynd.
![]() |
Getur ekki samþykkt Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |