För kärlekens skull...

I helgen strandade mitt skepp. Räddningsarbetet pågår och det verkar som skeppets alla passagerare har räddats, eller det tror de som arbetar med räddningstjänsten och jag själv. Det var säkert många hundra passagerare, vi vet inte hur många. Därför är det svårt att avgöra om det fanns några kvar ombord i skeppet.

Helgen var svår, den var inte en fin helg, helgen blir ihågkommen som en av de svårare i mitt liv. Båten som strandade med många passagerare är inte ett vanligt skepp, utan är skeppet bildliknelse för mig. Jag hamnade på grunt vatten och strandade - i mitt liv. I liknelsen av skeppet spelar passagerarna roll för att de är de komponenter som utgör mig, som är jag. De komponenter som representerar kärlek, tålamod, hopp, glädje, styrka, uthållighet, vänskap, arbetsglädje, tro, tolerans och så vidare... Vi vet inte vilka delar av mig kommit till skada, nu verkar allt oklart.  Jag ber, hoppas och vänta och slickar såren.

Jag har i tre år levt i ett ihop med den människan som var kärleken i mitt liv. Så är fortfarande. Jag älskar den människan så oändligt mycket. Men nu har den gjort slut med mig, det är slut på vårt förhållande. Det är inte att förstå just nu, i nuet, i ögonblicket. Det kom som en tung örfil i mitt annars stabila liv. Tre år fyllda med händelser och minnen som aldrig jag glömmer. Ett kapitel i min livshistoria har kommit till slut och dags att börja en ny. Men det är inte så lätt. Människan är så komplicerad och det här underbara oförklarliga sambandet mellan kropp, själ och ande är så svårt att förstå, om alls. Livet fortsätter och vi med. Just nu känns det inte så. Det som visat sig vara är oss dyrbarast går inte att styra. Sådan är det med kärleken.  Att hantera kärleken är som att försöka att hålla en glödande glob som har ingen fast konsistens. Den klarar inte att bli vidrörd, bli styrd eller öppnad. Att älska och vara älskat är att förstå att den globen brinner för bränsle vi inte kan köpa, vi inte kan styra, vi inte kan riktigt hantera. När en sådan glob stannar hos oss är det som ett mirakel. Sådan är kärleken, den söker sig från den som har den till den som behöver den. Hur det sker vet vi inte. Jag hoppas att den kärlek som jag äger nu olyckligt – kan förvandlas till en djup vänskap som är inte minst lika stark som kärleken. 

Vad hände i helgen i mitt förhållande, händer hos många, men alltid är det svårt och nästan oöverkomligt. Livet känns nu som att vara på väg, som att gå i nattmörk dimma. Det gäller att ta korta steg, gå långsamt.


Ný skilgreining á hugtaki: Norðurlönd

Það er gaman að sjá myndirnar á bloggi Ólínu Þorvarðardóttur. Ég hef alltaf viljað koma þangað og sjá dýrðina með mínum eigin augum. En með það er eins og svo marga aðra hluti að ekki hefur orðið neitt úr því. Það bíður betri fjárhags.

Mér varð hugsað til ferðar Vestnorræna ráðsins sem Ólína tilheyrir til Grænlands, þessa næsta nágranna Íslands. Þessi ferð vakti á ný hugmyndir mínar sem ég hef viðrað við nokkra ráðherra á Íslandi og svo utanríkismálanefnd. Hugmyndir mínar lúta í meginatriðum að auknu innra samstarfi í utanríkismálefnum sem og efnahagslegum. Ég horfi til þessara landa við norður Atlandshafið: Noregs, Íslands, Færeyja, Grænlands og Rússlands. Með aukinni bráðnun Norðurpólsíssins er ljóst að nýjar skipaleiðir opnast eða haldast opnar lengur en áður. Þetta hefur í för með sér að nýjar leiðir í viðskiptum opnast. Auðlindastefnu ættum við að skapa hið snarasta sem tekur mið af þessum grönnum okkar. Þetta gæti leitt til nýs "Kalmarsambands" þ.e.a.s. nýs norðurlandasambands. Við þurfum eftir að flest norðurlöndin hafa gengið í ESB að forma nýja "Norðurlandasýn", skilgreina hvað eru "Norðurlönd" í dag. Lönd sem taka meira mið af því sem gerist í suður og mið Evrópu í dag eru ekki lengur í hópi "norðurlandanna".  Nýtt Vestur-Norðurlanda Atlandshafsráð þarf að stofna.

Er ekki rétt að horfa til þeirra og starfa með þeim sem skilja hvernig við hugsum í stað þess að verða þurfamannaland í bandalagi ESB?


Mér er illa misboðið

Þetta er náttúrulega enn eitt dæmið sem dregið er nú fram í dagsljósið - dæmi um svívirðilega misnotkun fjármuna ríkisiins. Nú var engum framrásarvíkingum um að kenna, heldur voru embættismenn ríkisins sjálfir að verki. Starfsmenn Seðlabanka Íslands. Þetta er hreinn og klár viðbjóður. Þetta er náttúrulega algjört rugl. Hvaða heilvita einstaklingur með nokkra ábyrgðartilfinningu samþykkir svona botnlausa samninga?  Það er samið án þess að ákveða lok ráðgjafasamnings. Þannig er stjórn Seðlabankans og þar með ríkisstjórn að gefa út óútfylltan tékka! 

Ekki er ein báran stök. Að samningurinn við JP Morgan hafi "liðkað" fyrir einhverju er þvættingur og della. Þjóðin á ekki að láta bjóða sér svona málflutning. Um ókomin ár mun það skýrast smátt og smátt að það voru ekki útrásarvíkingarnir sem áttu sök á öllu hruninu, heldur var það óráðsía í fjármálum ríkisins sem í raun gerði okkur vonlaust að bjarga skinni okkar, heiðri og fjármálum komandi kynslóða.

Brytum "tónlistarhúsinu" sem er verið að byggja í fangelsi og setjum alla skúrkana þar inn í öryggiseinangrun. Við þurfum ekki að ákveða lok þeirrar einangrunar fremur en samninganna sem skúrkarnir gerðu. 

 


mbl.is Ráðgjöf kostaði milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vita sinn tíma!

Prédikarinn II:

"Allt hefur sinn tíma! Að vera fátækur hefur sinn tíma, að vera ríkur hefur sinn tíma. Að vera elskaður af stjórnvöldum hefur sinn tíma, að vera fyrirlitinn af alþýðu hefur sinn tíma. Öllu er afmörkuð stund og allt líður undir lok eins og það er í dag. Gamalt hverfur fyrir nýju, sem þó hefur verið til áður!  Allt hefur sinn tíma!" 

Ég vil ekkert vera leiðinlegur, en er ekki best að sumir dragi sig alveg núna út úr viðskiptalífinu, hér heima sem erlendis. Þeir sem ekki skyldu þetta fyrra skiptið, ættu að gera það núna. Kannski kominn tími til að þakka fyrir sig og draga sig út úr þessu fjármálabraski.  Góðar stundir!


mbl.is Stærra en gjaldþrot Maxwell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankaleynd - til hvers?

Ég tek undir orð Katrínar ráðherra Jakobsdóttur og endurtek þar með mín orð um að nú sé þörf fyrir gagnsæja umfjöllun um bankamál. Réttur bankanna til svonefndar "bankaleyndar" er ekki fyrir hendi lengur. Eins og dæmin sanna hafa bankarnir farið svo illa að ráði sínu, misnotað þessi forréttindi sem felast í bankaleyndinni að ástæðulaust er að tala frekar um bankaleynd. Streita og ringulreið ríkir nú í bankaheiminum, því bankarnir óttast að óreiðan komi nú fram og allt verði gersamlega vitlaust í samfélaginu þegar viðbjóðurinn komi fram. 

Mér finnst ástæða að styðja því orð Katrínar menntamálaráðherra og hvetja til algerrar opnunar á ÖLLU sem hefur með íslenska bankastarfsemi að gera. Bankarnir brugðust okkur og réttur þjóðarinnar er að vita ALLT. Það sem reynt er nú að hylma yfir með lögbannsúrskurðum, er bara toppurinn á ísjakanum, óttast ég að muni gera þjóðina afskaplega reiða. Enginn mun þola að sjá hvernig hundruðum milljóna ef ekki þúsundum var ráðstafað til "kennitölufyrirtækja" og einkaaðila rétt fyrir efnahagshrunið. Þessir aðilar vissu í hvað stefndi sem og ríkisstjórn Geirs H Haarde. Hver reyndi að hrifsa til sín fjármuni, troða vasana fulla þegar hlaupið var út úr brennandi húsinu.


mbl.is Leyndin víki fyrir almannahag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt unnið til vettergis

Það er alltaf svolítið sárt þegar búið er að leggja mikinn tíma og fjármuni í eitthvað verkefni og efla sannfæringu sína fyrir málefninu - síðan er sýnt og sannað að fyrri rökfærslur voru annað hvort rangar eða svo veikar að vart er á þeim byggjandi og að öll vinnan hefur verið til vettergis.

Eva Joly hefur nú sýnt svo ekki verður um villst að Ísland mun ekki ráða við að greiða þær skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld vilja leggja á þjóðina. Það væri því óðs manns æði að leggja út í að byrja greiða skv. ICESAVE.

Samþykki Alþingi ICESAVE er það að grafa undan ekki bara sjálfstæði ríkisins, heldur íslenskri þjóð og framtíð byggðar á Íslandi.

 


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt stopp í Stokkhólmi

Nú er ég heima í Stokkhólmi í einn sólarhring. Ég þurfti að ná í skýrslur og ýmsa hluti vegna fimm skírna sem ég á að hafa núna á þriðjudagskvöld svo ég lét skutla mér upp á fastlandið og er búinn að vera snúast þetta núna í dag; sækja skírnarskýrslur, skrifa ræðu, hringja hingað og þangað og þess háttar. Semsagt í nógu að snúast.  Tek samt nokkrar mínútur hér við bloggið, skoða fréttasíðurnar íslensku og hvernig Íslandi reiðir af núna þegar búið er að hnýta ESB-snöruna.

Dagarnir úti á Vitsgarn hafa verið góðir. Fallegt veður og yndisleg kyrrð. Náttúran er ólýsanleg og mikið að gera.  Engar auðar stundir.  Samt leyfi ég mér stundum að fara út á nóttunni og bara setjast út á stein eða leggjast í grasið og horfa upp í himininn. Það er á svona stundum sem ég "hleð batteríin".


"Það sem höfðingjarnir hafast að..."

Það sem maður fer að velta fyrir sér er einfaldlega hvort ekki sé beinlínis einfaldast að allar upplýsingar um starfsemi bankanna séu opinberaðar. Leynimakk og trúnaðarsnakk er búið að leiða svo illt af sér að ljóst má vera að "gegnsæ" bankaviðskipti og fjármálastarfsemi er það sem við verðum, því miður, að búa við. Engum hefur verið treystandi.

Stórar fjárhæðir voru lánaðar hingað og þangað rétt fyrir bankahrunið. Ég tel æskilegt að þessar færslur séu skoðaðar og hugtökum eins og bankaleynd og trúnaðarupplýsingar. Slíkt heyri fortíðinni til, nú þar sem öll bankaviðskipti verða að vera gegnsæ.


mbl.is Segja trúnað gilda um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VARÚÐ: ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN AÐ STÖRFUM

Ég hef lengi varað við Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF). Ég held að þjóðin ætti að kynna sér svolítið betur forsögu og gjörðir þessarar hættulegu stofnunar sem ekki virðist hafa komið neinu góðu til leiðar á líftíma sínum, heldur hörmungum, ójafnvægi, stjórnmálabyltingum og órétti. Kannið hvaða löndum t.d. í Afríku og Suður-Ameríku IMF hefur "aðstoðað"  og skoðið síðan hvaða hræðilegu hörmungar hafa síða geisað yfir þessar þjóðir - fyrst í formi pólitískra afskipta.... sem síðan hafa tekið á sið viðurstyggilegar myndir.
mbl.is Vill að AGS leggi spilin á borðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfrí - aftur út í skerjagarðinn

DSCF2612

SKERJAGARÐURIN SYÐRI 

Mynd frá Vitsgarn. Séð yfir til austurenda eyjarinnar Märsgarn og síðan upp á fastlandið. (Mynd: BGB)

Jæja, þá er kominn tími til að fara koma sér aftur út í sænska skerjagarðinn og hefja síðasta fermingarnámskeiðið. Ég mun því vera fjarri neti og fjölmiðlum í um þrjár vikur ef allt fer eins og ætlað er. Kannski skýst ég til Stokkhólms um helgar, en eins og staðan er í dag verður líklega ekki tími til þess. Líklega verður farið í langsiglingu út í næstu eyjar og farið í kirkju og eyjaskoðun. Ég hef verið beðinn um að skíra fimm verðandi fermingarbörn og verð ég væntanlega við þeirri bón núna næstu helgi.  Það verður gaman að hefja nýtt námskeið og fá að miðla vitneskjunni kristna trú til þeirra sem núna er að hefja lífsgönguna fyrir alvöru. Vonandi tekst mér vel upp.  Smile 

Þetta þýðir að ég er í um það bil þriggja vikna bloggfríi. Ég treysti vinabloggurum mínum að halda uppi baráttunni fyrir sjálfstæðu Íslandi, lifandi stoltu og frjálsu mannlífi og kærleika til allra manna.

Bestu kveðjur, Baldur Skerjagarðsprelli


Auðvitað, en ekki hvað?

Fyrir það fyrsta áttu íslensk stjórnvöld að láta erlenda sérfræðinga annast samningagerð fyrir ríkisstjórnina. Ég segi ríkisstjórnina því það er hún og bara hún sem gerir þessa ICESAVE-samninga. Síðan verður þjóðinni sendur reikningurinn.  

Í öðru lagi tel ég að það hefði verið sjálfsögð vinnubrögð að fela viðeigandi deildum Háskóla Íslands að skoða og leggja mat á samninginn, hluta hans og sem heild. Þar hefði strax átt að kalla saman sérfræðinga í Evrópurétti, stjórnsýslu, lögum, viðskipta- og hagfræði, siðfræði og sagnfræði.  Þetta hefði ekki einusinni þurft að nefna, svo sjálfsagt tel ég að þetta hefði verið. Svo mikið er í húfi.

Vegna þess að Íslendingar fengu ekki að rétta við mannorð sitt á sviðið alþjóðasamfélagsins, með því að sækja bresk stjórnvöld til saka fyrir að beita í fullkomnum órétti Ísland og íslenskt fjármálakerfi þeim órétti að beita hryðjuverkalögum - tel ég fyllilega rétt að þjóðin eigi síðasta orðið hvað snertir ICESAVE samningana.


mbl.is Rýnir í gögn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú! Engir peningar til? Látið þjóðina bara borga...

Það er sárt að sjá hvað stjórnmálamenn virðast veruleikafirrtir!  Þeir skilja ekki þjóðina, þeir skilja ekki þjóðarsálina. Þeir eru ekki lengur stoltir af því að vera Íslendingar. Þeir þekkja ekki til mannkynssögunnar og skilja ekki samhengi hlutanna. Það er sárt að horfa á allt sem unnist hefur rata beina leið í niðurfall Alþingis.

Það er eins og ríkisstjórnin haldi að þjóðin hafi sængur sínar og kodda fulla af peningum.  Hvaðan eiga þessir peningar að koma sem ekki eru í ríkiskassanum, því þjóðin er skuldug og auralas.


mbl.is Borga tvo milljarða fyrir Breta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgardagur! Flöggum í hálfa stöng!

Í dag er sorgardagur og allir dagar þar til þjóðin verður gersamlega búin að missa sjálfstæði sitt í hendur fjölþjóðaríkis sem lætur sig engu varða hvað Íslendingar segja. Það verður traðkað á okkur og við arðrænd eins. Við munum ekki einusinni spurð....   

 


mbl.is Umsóknin á dagskrá á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Splittrad Island ansöker om medlemsskab i EU"

Svo skrifar sænska netfréttablaðið Dagens nyheter (DN) um aðildarumsókn Íslands. Sænskir fjölmiðlar hér ytra hafa verið áhugasamir um allt sem hefur með forsögu og síðan aðildarumsókn Íslands upp á síðkastið. Umræðan hefur á greinargóðan máta skýrt stöðu Íslendinganna, tvístraðrar þjóðar sem sé að reyna að krafsa sig upp úr efnahagskreppu. Tvístraðrar þjóðar sem í fullkomnu ósætti sendir aðildarumsókn til Bruxelles fyrir næsta ráðherrafund sem þar á að halda núna 27. ágúst. Bent er á í pistli DN að Íslendingar muni þurfa að gangast við ákveðnum breytingum s.s. á stjórn fiskveiða. Í samtali sem haft var við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra segir:

- Det här är en av de mest historiska voteringar i alltingets historia och sedan republikens grundande, sade hon.

Sigurdsdottir hoppas att EU ska ge Island ekonomisk stabilitet och långsiktigt välstånd. Hon räknar med att ha skickat in en medlemsansökan fram tills EU:s utrikesministrar möts i Bryssel om drygt en vecka.

EU är en känslig fråga på Island med 320.000 invånare. Länge var de självständiga och stolta islänningarna mycket skeptiska till det europeiska samarbetet. Folket gillar sitt oberoende och framför allt räds många vad som ska hända med fiskenäringen när Island inlemmas i EU:s fiskepolitik. Oro finns för att EU ska över kontrollen av Islands rika fiskevatten.

["Þetta er ein þýðingarmesta atkvæðagreiðslan í sögu Alþingis, allt frá stofnun lýðveldis", segir Jóhanna.

Jóhanna vonast til að ESB komi til með að gefa Íslandi efnahagslegt jafnvægi í framtíðinni og velmegun. Hún býst við að umsóknin verði komin inn fyrir fund utanríkisráðherra í Bruxelles efir rúmlega viku.

Meðal hinn 320 000 Íslendinga hefur umræðan um ESB verið afskaplega heit. Hinir stoltu og sjálfstæðu Íslendingar hafa verið vantrúaðir á gildi náins evrópsks samstarfs. Þjóðinni hugnast heldur að vera sjálfstæð og óbundin og óttast einna helst hvað muni gerast með náttúruauðlindirnar og þá í formi stjórn fiskveiðilögsögunnar ef Ísland verður eitt með fiskveiðistefnu ESB. Óttast Íslendingar að ESN taki yfir stjórn hinna auðugu fiskveiðilögsögu Íslands.]

_________

Já að er synd að segja að Íslendingar verði ekki þekktir af eindæmum. Ósáttin og hryggðin yfir aðildarumsókn er augljós, heyrir maður hér ytra í fjölmiðlum, nú þegar Íslendingar eru að velja burt sjálfstæðið, forræðið yfir auðlindum og veikari sjálfsmynd. Það verður skrýtið eftir nokkur ár þegar við verðum að fara flagga EU flagginu út um allt með íslenska fánanum. Þetta er skrýtin tilhugsun. Meir að segja Svíar sem nú halda í formennsku fyrir ESB veigra að flagga Evrópufánanum, því andúðin fyrir ESB vex þar líka.


Flokksagi æðri samvisku þingmanna

Svo virðist að "agavandamál" sé komið upp í herbúðum Vinstri-Grænna. Svipan er reidd til höggs og þingmenn minntir á flokksagann. Flokksaginn hefur einatt verið eitt af höfuðmerkjum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar hafa menn selt samvisku sína flokksaganum fyrir föst þingsæti (eða þingsætaloforð) og er trúnaðurinn vel þeginn þegar erfiðum siðlausum og eiginhagsmunapotsmálum er velt yfir þingið.  Nú er komið að Vinstri-Grænum að binda hendur þingmanna sinna.  Vitið bara, að þegar kemur að atkvæðagreiðslu um ICESAVE sjálfdæmisskjöl Breta og ESB, munu allir stjórnarþingmenn styðja fingri á réttan flokkshollan grænan "já"knappinn.  
mbl.is Tjáir sig ekki um ummæli Lilju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fljótfærni og þekkingarleysi

Í bloggi mínu hefi ég bent á áður að best hefði verið fyrir íslenska ríkisstjórn að ráða nokkra fína lögmenn frá t.d. Bandaríkjunum (tóbaksframleiðendur gætu sennilega bent á einhverja dugandi einstaklinga). Ég vil meina að íslenskir ráðamenn og samningamenn ríkisstjórnarinnar hafa hreinlega ekki þá þekkingu sem þarf til að snúa á svona stórveldi sem Breta og svo auðvitað ESB sem rær undir niðri mót öllu sem íslenskt er.  Ég tel að með sérhæfri samninganefnd mót risunum gætum við fengið betri kosti í samningunum og komist frá borði minna fátæk og stoltari. 

Þjóðarstoltið er komið næstum í vaskinn og ljóst að íslensku þjóðinni líður ekki vel. Þökk sé ríkisstjórnum þessa lands. Hvers verkefni er einmitt að þjóðinni líði vel, jafnvægi ríki og stöðugleiki. Þessu hafa ríkisstjórnir síðustu ára ekki valdið.

Leitum okkar sérþekkingar í lagaflækjum og samningaaðferðum. Viðurkennum að við höfum ekki burði í að standa í svona sjálf og köllum, rétt eins og með Evu Joly, fagfólk og sérhæfða í málaflokkunum að sjá um okkar mál.


mbl.is „Erfitt en verður að leysast"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband