Fátækt og rótflótti

Fátækrastíll og rótflótti er það sem mér dettur helst í hug.  Það er þessi soldið "wanna be" stíll sem fólk er að reyna að ná.  Fái hlutir sem teknir eru úr stíllegu samhengi sínu - naumhyggja sem þó knappast heldur þeim hreinstíl sem naumhyggjan ber með sér.  Hér er meira að safnað sé saman dóti úr ýmsum áttum og síðan allt málað hvítt.  Fátækleg lítaskynjun og brottnám hlutverks og þátttöku lita útifrá djúpsálarfræði litanna og hvernig litirnir verka á okkur.  

Þessi stíll á greinilega að vera hreinn og "stíll í sjálfu sér" - en því miður mislukkas þetta. 

Það sem er stóra vandamálið í tísku og hönnunarheimi okkar á vestulöndum er að við fleygjum gamla dótinu okkar sem hefur rætur í sögu fjölskyldna okkar. Síðan förum við á næstu fornsölu og kaupum keimlíka hluti - án tengsla við sögu okkar, rætur okkar og fjölskyldu okkar.  Rótflótti kallast þetta.  Við viljum vera rótlaus og "hrein". 

Þetta er tengt sjálfhyggju nútímans. Við eru alltaf að horfa inn á við. Skoða okkur sjálf.  Einn dag munum við verða fyrir hræðilegum tómleika og sorg þegar við uppgvötvum að við finnum ekkert. "Við" sem manneskjur erum ekki annað en það umhverfi sem við tilheyrum.  Það erum "við" sem gerum okkur að "okkur" eða "oss". Kollektífið - ekki einstaklingshyggjan og rótleysið. 


mbl.is Einstakt heimili við Túngötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það.

Það er alltaf gaman að sjá og heyra hvaða breytingar eru gerðar á siðareglum og prótókoll í Vatíkaninu. Þegar þeir þarna syðra gera breytingar, sem er sjaldan og ekki að ónauðsynju - veit maður að þetta er þaulhugsað og öruggt. Fáir eða engir hafa eins áhrifamikla diplómasíu og heimsnet eins og Vatíkanið.  Svo núna þegar breytingar eru gerðar á siðareglum getur maður öruggt farið að dæmi þeirra!

vatikanstatens-statsvapen


mbl.is Vatíkan opnar dyr fyrir nýja maka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prins fæddur í Svíþjóð

Prinsinn er fæddur!  Og þá var kátt í höllinni!

Samtímis syrgir hirðin hér ytra prins Johann Georg af Hohenzollern (sem var giftur Birgittu prinsessu, systur Carls XVI Gústafs konungs) sem dó á miðvikudagsmorgun.

Einn kemur og annar fer!
vii


mbl.is Von á erfingja innan tíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Westling-Bernadotteprins fæddur

Já núna er það opinberað í fjölmiðlum: Krónprinsessan Victoria och prins Daniel af Svíþjóð hafa eignast sitt annað barn - strák að þessu sinni.  Það er lítill prins.  Aðspurð svaraði stóra systir Estelle fyrir stuttu síðan hvað henni þætti um það að eignast nýtt systkini: "Ég vil nú heldur fá hamstur." 


vict


Salvör Nordal til forseta! Já af hverju ekki?

Gaman gaman....   Núna eru að koma nöfn sem ég get hugsað mér á forsetastólinn.  :)  

Á sama tíma ætti Þorgerður Katrín að halda sig víðsfjarri hugsunum um forsetastólinn.  Það yrði skelfilegur álitshnekkur fyrir þjóðina ef hún og fjármálasjéníið Kristján mynd hreyfa við málinu. Skuggaleg fjálmálaóreiða sem snýst um stóra stórar upphæðir...    Nei takk!

Heldur biðja Salvöru Nordal að bjóða sig fram.


mbl.is Skora á Salvöru Nordal í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Paolo Macchiarini

Hann er kallaður fyrir "skandalskurðlæknirinn Paolo Macchiarini" og hefur vakið umræðu um pólitísk afskipti stjórnmálamanna af rómaðri rannsóknahefð og orðstý Karolinska Institutet i Stokkhólmi.

Skugga hefur verið kastað á hina þekktu stofnun sem tengd er órjúfanlegum böndum við Nóbelsverðlaunin í læknavísindum og rannsóknir hinna helstu fræðimanna innan læknavísinda og rannsókna þar að lútandi.  

Fyrir nokkru síðan komu fram klögumál á hendur Paolo Macchiarini fræðimanni á Karolinska institutet og skurðlæknis á Karolinska sjukhuset. Hann var fyrst borinn sökum í læknatímaritum að hafa starfað ófræðimannlega og að hafa fúskað með viðurkenndar og víðteknar rannsóknaraðferðir.  Við hann voru bendluð nokkur andlát sjúklinga (eftir uppskurði) þar sem hann var ábyrgur læknir.  

Einnig er staðhæft að Paolo hafi haft falskt CV og að upplýsingar þar standist ekki.

Yfirmenn sjúkrahússins og institutsins hafa lengi vel varið Paolo - en þegar hlutlaus rannsóknarnefnd komst að því að klögumál lækna og annarra hafið verið rökstudd med gildum dæmum - hefur tónninn breyst.  Stjórnmálamenn hafa þá gengið inn og varið Paolo - þótt að sýnt hafi verið að hann hafi gerst brotlegur og að rannsóknir hans hafi verið neðan alla góða rannsóknarreglu og aðferð.

En eitthvað virðast yfirmenn Karolinska Institutet och Karolinska sjukhuset hafa vaknað.  Anders Hamsten hefur sagt af sér embætti rektors KI og þar með tekið á sig hluta árbyrgðar vandans. Paolo er hættur (rekinn burt) sama gildir um konrektor (ábyrgur stjórnandi rannsóknardeilda) Hans-Gustaf Ljunggren - einnig beðist lausnar.  

Hér tekur fólk ábyrgð á sínum embættum og orðstý þessarar stofnunar sem virt er á heimsvísu.   Eitthvað sem embættismenn á Íslandi mættu taka sér til fyrirmyndar. 

_________________________ 

Hægt er að lesa meira um þetta allt hér   (klikka á slóðina)

 


Margaret Thatcher i Hague 19. maí 1992 um Evrópusambandið og Euro-efnahagssvæðið. Orð sem aldrei gleymast!

 

Fyrir 24 árum flutti fyrrverandi forsætisráðherra Stóra-Bretlands ræðu í Haag í Hollandi.  Ræða sem enn lifir í minnum þeirra sem þar voru og hlustuðu. En einnig meðal margra þeirra sem hlotið hafa góða menntun og skólun í hagfræði og viðskiptum og láta sig varða evrópumál.  Orðin sem flutt voru af Thatcher lifa og eftir því sem tíminn líður kemur það á daginn að hún hafði rétt fyrir sér.  Lesið endilega ræðu hennar og látið sveipast með orðum hennar um " Europe's political Architecture " 

 

Europe's Political Architecture 

(klikka á slóðina)


mbl.is Bretar kjósa 23. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáfuleg umræða um áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu

Í raun hefur yfirreið Camerons forsætisráðherra Breta sýnt svo ekki verði um vafist að mismunandi reglur gilda hin ýmsu aðildarlönd ES (Evrópusambandsins).  Það er verið að hygla að vissum löndum meðan önnur sem hafa ekki líka stóra þýðingu fyrir sambandið eru látin afskipt. Pólland og Danmörk hefðu ALDREI getað náð neinum samningum á við þá sem Cameron hefur verið að fá í gegn á yfirreið sinni um Evrópu. Einfaldlega vegna þess að þessi löng skipta ekki máli. Lönd spilaskuldanna stóru: Spánn, Portugal, Ítalía og síðast en ekki síst Grikkland eru lönd sem eiga svo bágt að í raun ætti að henda þeim úr sambandinu.  Þau sliga sambandið og hafa í raun gert Evruna marklausa sem gjaldmiðil. 

Í könnun sem ég sá fyrir nokkru, voru fjármálaspekingar spurðir í hvaða mynt þeir vildu hafa sín viðskipti. Flestir völdu Bandaríkjadollar, margir japanskt Yen och kínverskt Yuan.  Pundið breska kom síðan og Svissneskir frankar....    á listanum yfir 10 áreiðanlegustu gjaldmiðla heims var ekki að finna Euro.   Nei...    

Svo ég tel Breta vera vel að því komna og það gáfulegt að yfirgefa Evrópubandalagið.   

Vonandi velja þeir að ganga úr bandalaginu þann 23 júni nk. 


mbl.is Boris mótfallinn hugmyndum Cameron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur... hvar er siðameistari ríkisins?

Af hverju þarf maður einatt að skammast sín fyrir pokaskap íslenskra stjórnvalda og þeirra sem standa í samskiptum við stjórnendur annarra landa? Að hugsa sér að kunna ekki einusinni staulast til að setja fána Bretlands réttan?   Halló!!!

Ég auglýsi eftir að SIÐAMEISTARI verði snarast ráðinn í þar til stofnað embætti.  Bara rétt svona til að hafa auga á og leiðbeina ókunnugum og oft illa upp ældum stjórnmálamönnum / embættismönnum Íslands (og jafnvel fleirum).


mbl.is Fleiri klikka á fánanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berin eru súr!

Hjálpi mér hamingjan - hvað er að þessari stúlku séra Úrsúlu Árnadóttur?  Vildi hún fá embætti prests bara út á að hún er kona. Jafnréttislögin eru hugsuð sem sérstök leiðbeining til þeirra stofnanna, fyrirtækja ríkisins þar sem hallar á hlut annars kynsins við embætta og starfaveitingar.  Þetta á nú tæpast á við um Þjóðkirkjuna sem hefur í mörg ár vígt til þjónustu fleiri konur til hinna vígðu þjóna kirkjunnar - djákna og presta.  Þegar litið er á þessa kynjaskiptingu hinna víðgðu þjóna er vart hægt að segja að það halli á hlut kvenna.  Gaman er að bera saman tölur frá hinum norðurlandanna sem hafa evangelískar (systur-)kirkjur.  

Frekjuskapur og fullkomin vöntun á auðmýkt í fari séra Úrsúlu er einnig eftirtektarvert.  Hún krefst prestsembættis í Reykjavík. Hún tekur að sér "BERI" embætti eftir eigin vali og það skjótast.  Þetta er frekjuskapur sem vígðum þjóni kirkjunnar ber að venja sig af, hroki og dramb. Réttast væri að séra Úrsúla biðji frú Agnesi biskup afsökunar og taki sér "time out" í ca 5 ár. Eða þar til hún er tilbúin að takast á við þjónustu í kirkjunni á ný - af sannri köllun, auðmýkt og drambleysi. 


mbl.is Biskup bauð þrjá mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

House of Cards

En sú allra besta sem ég hef séð lengi.  Hlakka mikið til að sjá framhaldið.  Lærdómsíkur og fjarska skemmtileg sjónvarpsflokkur.   :)   


mbl.is Fimmta sería House of Cards staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfismál

Já - það var nú það!  Ofneysla og umhverfisvernd kemur upp í minn huga þegar ég las þetta "Ég þarf að borða á tveggja tíma fresti til að viðhalda vöðvamassanum...".    Já - einmitt.  En er þetta nú umhverfisvænt?    Er þetta ekki bara vitleysa eins og það að halda hund sem étur á við fjögurra manna indverska fjölskyldu á dag?   Fljótlega þurfum við nú að byrja - fyrir ýmsa því miður - aðra er þetta gleðiefni - að gera upp hug okkar hvort við viljum. Halda fólki á lífi eða hundum. Mér verður ennfremur hugsað til þeirra sem velja að eta á tveggja tíma fresti til að geta gert það sem þarf til að standast ídealið í filmbransanum.  Getur maðurinn ekki bara teiknað sixpakk á magan og photo-shoppað restina?    Það væri í raun mun umhverfisvænna.


mbl.is Borðar allt að átta máltíðir á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taqiyya og kitman - hvað er það?

Líklega hefur konan í greininni gripið til þess úrræðis þar sem leyfðar eru lygar í íslam. Múslímum er almennt gert að halda sig að sannleika í orði og æði - en ef nauðsyn krefur - má bregða til lyga þegar það getur á einhvern unnið íslam framgangs eða komið hælkróki á heiðingja (þá sem ekki eru múslímar).  

Hér er þá notast við fyrirbæri sem kallast taqiyya eða kitman (klikkið á slóðina) í íslam. Hér er þá um vísvitandi blekkingu að ræða í nafni trúarinnar.  lesið gjarnan greinina og dæmin sem sótt eru í Kóraninn og í erfðageymd íslams sem kallast "hadith". 

Fróðleg lesning fyrir okkur vesturlandabúa!


mbl.is Neitar að hafa verið í Ríki íslams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spámaður ársins 2016

Já, eitthvað er þetta farið að ljúkast upp fyrir fólki að Evrópusambandið er ekki það Gósenland og dýrðarríki sem menn vildu láta fara fyrir á liðnum árum. Evrópusambandið hefur sýnt getuleysisitt og ósamstöðu sína á mörgum sviðum.  Evran er eitt dæmið um mislukkað og afskaplega dýrt ævintýraspil, flóttamannastraumurinn til Evrópu og hvernig tekið hefur verið á honum er enn eitt dæmiðum ósamstöðu og amlóðahátt bandalagsins, ósættið um útanríkismál, lögreglumál, spillingarmál, og svo auðvitað spilavítaheim suður Evrópulandanna Grikklands, Ítalíu, Portúgals og Spánar.  Lönd sem eru fjárhagslega með buxurnar niður um sig.   Evrópubandalagið er byrði á Evrópu. Skriffinskubáknið er eins og einn sem starfað hefur þar sagði "eins og monster sem lifir á eigin úrgangi".   

Það var gott að heyra að Andrzej Duda Póllandsforseti hefði haft djörfung að benda á sjúkdómseinkenni Evrópubandalagsins.  Líklega er hann einn sannspárra spámanna nútímans. 


mbl.is Telur að ESB gæti liðið undir lok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningin er: Er þetta rétt þróun?

Ég vil bara nefna fyrra blogg mitt um efnið:

 

Klikkið á slóðina:

 

Reiðufé að hverfa?  

Enn ein þjónusta almennings við "þjónustubankanna?"


mbl.is Svíar losa sig við reiðufé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stimplar og frímerki

Já, mikið þótti mér gaman að sjá að Kristniboðssambandið sé að safna notuðum frímerkjum. Það er bæði gaman að hugsa að notuð frímerki verði til gagns fyrir alla þá sem starfsemi Kristniboðssambandandsins nær til - en einnig að fólk hugsi til verðmæta "gagnslausra" hluta.   Þannig er mál með vexti nefnilega - að Íslandspóstur og íslensk ferðamálayfirvöld hafa tapað svo að segja sýn á þýðingu þessara smáhluta - frímerkjanna. Frímerki eru eitt púsl í landkynningu Íslands og ferðamannaþjónustu.

Ég er einn af þeim sem skoðar gaumgæfilega bréfumslög sem ég fæ, frímerkin og stimplarna á þeim.  Áður fyrr gátu slíkir stimplar verið virði margra króna, eftir því hvaðan þeir komu.  Minnist ég þess að mér þótti gaman að fá bréf frá Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Flatey á Breiðafirði svo eitthvað sé nefnt. Virði þessara bréfa var margfalt og sóttust frímerkjasafnarar eftir þeim eins og heitum lummum. Djupivogur hafði gamlan stimpil til dæmis - stimpil sem var gamall og af gerð sem ekki sást lengur neman frá nefndum stað. 

Nú er þetta svo til horfið. Kannski getum við kallað þetta nostalgíu. En þetta hefur virði fyrir marga - fleiri en okkur grunar. Sjaldan er nú gætt að því að stimpla frímerkin vel, pósti er safnað frá stórum svæðum og litlu pósthúsin flest horfin. Fágætir stimplar heyra næstum því sögunni til og frímerkin oft ekki upp á marga fiskarna.

Reynt er að spara í pósthirðingu, vélstimplanir eru nær eingöngu notaðar og þegar meður fer með bréf á pósthús eða pakka er ekki einusinni sett frímerki - heldur miði sem segir til um burðargjaldið. Þessir miðar eru einskis virði fyrir safnara och Íslandsáhugafólk. Með tilkomu Íslandspósts hefur áhuginn og þekkingin á stimplum, frímerkjum og gildi þessara þátta svo til horfið.   Því miður! 


mbl.is Hendum ekki verðmætum!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband