25.6.2008 | 17:50
Wasa Club
Núna er heilsan að komast í lag aftur. Eftir að hafa fengið skv. lækninum "vægt brjósklos" (hvað sem það nú er, annað hvort fær maður brjósklos eða ekki!) hef ég byrjað í nýju gymmi. Gymmið heitir Wasa Club og er til húsa á Kungstensgatan 44 hérna í Stokkhólmi. Þetta er hreinlegasta gym ég hef verið í og í alla staði til mestu fyrirmyndar. Starfsfólkið er viðkunnalegt og allir kurteisir í hæsta máta. Ég var þar í dag og er alveg búinn að æfa mig. Þrír mánuðir kosta 800 SEK sem verður að teljast vel sloppið hér í borg. Ég er búinn núna að æfa í 2 vikur og mér líður betur í kroppinum. Auðvitað er maður skítþreyttur eftir puðið, en það er sannarlega þess virði. Best að púla þetta og koma sér í form, því maður tryggir ekki eftir á.
Ég var fyrra árið í öðru gymmi sem ég kunni ágætlega vel við. Síðan stóð maður í flutningum og flutti út af svæðinu. Þannig að maður varð að finna sér nýtt gym. Ég spurðist fyrir út um allt hvar góðu ódýru gymmin væri að finna, en eitthvað var fátt um svör - eða þau svör sem ég kannski vildi heyra. Ég setti því Mikka mús í að kanna hvað vinur og kunningjar hafa fyrir reynslu af svona píslarstöðvum þar sem þjáning, sviti og tár eru grunnefnin í öllu.
Jæja, allavega er ég kominn heim og ætla fara undirbúa glápið á EM í fótbolta. Núna eru það Þýskaland gegn Tyrklandi. Líklega verður húsið brennt niður eða hljóðhimnurnar æptar úr manni undir gang leiksins. Bara taka því að þessari sérsænsku ró og hugsa "að allir eiga rétt á að tjá tilfinningar sínar og að orðið er frjálst". Skjáumst!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 17:15
Dýrafræði
Nú er sannarlega orðin þörf á bættri dýrafræðikennslu í skólum. Að fólki sé svo illa farið að greina ekki milli hests og ísbjarnar? Hjálpi mér allir heilagir!
Fyrir ykkur sem áhuga hafið og eigið á von að rekast á annað hvort hest eða ísbjörn í túnfætinum hjá ykkur þá kóma smá upplýsingar hér
Ísbjörn oft kallaður hvítabjörn [lat. ursus maritimus]: Er bjarnartegundar og á heimkynni sín í kringu norður heimskautið og nálægt fastland. Hvítabjörnin er stærsta rándýr sem lifir á landi. Fullvaxið karldýr getur vegið um 300-600 kg. Kvendýrið hins vegar er nokkuð minna. Hérna er mynd af svona dýri:
Hestur [lat. equus caballus islandicus]: Háfættur grasbítur með hóf (eina tá). Stutthærður (með þór fax og tagl) til í ýmsustu litum. Tamið dýr í þúsundir ára og þannig nýtt af mönnum. Eftirsóttur sem leikfang í dag. Lítið spennandi til matar. Blíðar og oftast glaðar skepnur þegar farið er vel með þær. Hafa nokkrar gangtegundir sem hafa með yfirferð hestsins (og knapa), hraða og þýðleik að gera. Svona geta þessar skepnur litið út (hér er eitt eintak með ungviði með sér):
![]() |
Bjarndýrsútkall í Langadal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2008 | 16:54
Blessaður drengurinn, bankastjóri hr. Sigurjón Þ Árnason
Sigurjón Þ Árnason, einn af nokkrum bankastjórum Seðlabanka Íslands (sem áður var að finna í einni af skúffum Landsbanka Íslands) segir margt! Eftir viðtalið sem ég hlustaði á á www.ruv.is fréttasíðunni var mér talsvert brugðið. Þegar ég hafði litið af ljúfri góðsemi minni framhjá hans á hinni "spekúlatívu" ofnotknun hans á orðinu "kannski" og svo misbeitingu hans á nafnhættinum; að hitt og þetta væri ekki "að gerast", fór ég að hugsa orð hans og inntak þeirra. Hvað var hann að reyna að segja blessaður drengurinn? Jú, hann vill, til þess að ná niður vöxtunum, fara út í stóriðjuframkvæmdir og endanlega gera Ísland að ruslakistu þunga- og mengunariðnaðar Vesturlanda. Skapa ekki stóriðjuframkvæmdir slíkar sem hann hefur hugsanlega í huga: álver, vatnsorkuvirkjanir og þess háttar stórframkvæmdir ekki þennsluviðbrögð í samfélaginu?
En hvað sem blessaður drengurinn hann Sigurjón Þ Árnason vill gera til að halda andlitinu á fundum hans með erlendum fjármagnseigendum og lánadrottnum Íslands er í stórum dráttum þá stendur enn spurningin: Hver ber ábyrgð á háum vöxtum bankanna? Hver stýrir Seðlabanka Íslands? Kannski er það ef litið er á launin sá sem kallast "banka-STJÓRINN". Ef svo er að hann ekki stýrir neinu nema hverjir sleikja frímerkið á launaumslagið hans, þá vaknar vissulega spurningin hjá fólki eins og mér, hver stýrir þessari vaxtaþróun þá? Jú, kannski fjármálaráðherra og hans vinnufélagi forsætisráðherran?
Ég hef verið að velta því fyrir mér af hverju maður hefur stjórnmálaflokka sem eiga að hafa mismunandi áherslur hvað varðar innanríkis- og utanríkisstjórnmál? Stjórnarandstaðan freyðir bara rétt eins og allir aðrir í ræðupúlti þingsala. Þeir gera lítið sem ekkert til að leiða fólk í sannleika um hvað í raun er að gerast í samfélaginu. Ísland hefur lengi notið góðæris. Hversvegan höfum við sóað og farið illa með allt sem áunnist hefur? Æji elskurnar mínar. Lesið lítinn kafla um sjö góðu árin og sjö slæmu árin í Fyrstu Mósebók kapítula 41, vers 17-36 og lærið af orðunum. Annað er fullkomin grunnhyggni (1.Mós. 41:17-36). Auðvitað þurfa fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn ekki að hafa áhyggjur, en þeir sem ekki hafa matað krókinn á embættisárum sínum með góðum feitum eftirlaunum eða svo maður tali nú ekki um sætum biðlaunum, við þurfum að hafa áhyggjur. Miklar áhyggjur.
23.6.2008 | 17:55
Yndisleg íslenskukunnátta
Þetta var alveg skelfileglýsing. Ég er mikið að velta því fyrir mér hversu lengi hægt er að halda minniseldsvoðanum lifandi. Sennilega nokkur hundruð ár, eftir sem það ætti að nægja 4 hús á dag til að halda eldsvoðanum lifandi. ha ha ha ... þetta var bara of fyndið til að þegja um það! Hlakka til að lesa meira í þessum dúr.
![]() |
Unglingspiltar dæmdir fyrir manndráp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2008 | 12:31
Geir Haarde! Við erum svöng!
Íslenskir námsmenn erlendis, sem taka námslán*, eru núna að falla úr hor. Vinveitt fólk er farið að leggja mat í litlar þar til gerðar fötur sem námsmennirnir mega vitja í skjóli myrkurs. Á meðan er fólk sem á garða farið að setja smekklása á jarðgerðartunnur og kör í von um að íslensku námsmennirnir haldi sig frá matarleyfum og hálfrotnuðu grænmeti sem þar á að jarðgerast.
Við námsmenn sem tökum námslán líðum eðlilega mikið fyrir hvernig ríkisstjórn Geirs Haarde hefur skipulega unnið að því að lækka gengi íslensku krónunnar. Möguleiki að fá greitt (án þess að það rýri sjálfa námslánagreiðsluna) í erlendri mynt, t.d. danskri krónu eða sænskri er ekki fyrir hendi. Við getum ekkert gert okkur til bjargar, skuldum vafin sem við erum.
Ferillinn sem gerir að námslánin okkar verða einskis virði er sá að fyrst greiðir LÍN (Lánasjóður íslenskra námsmanna) út lán til okkar inn á ráðstöfunarreikning okkar í einhverri íslenskri fjármálastofnun. Þangað sækjum við svo peningana okkar, látum millifæra þá (gegn kostnaði) yfir á ráðstöfunarreikning okkar í því landi sem við erum að læra í. Þarna breytast mína krónur í sænskar en eftir að bankinn hefur tekið þjónustugjald, ríkisstjórnin ákveðið gengi sem er 1 SEK =13.95 IKR. Þannig verða mínar íslensku krónur einskis virði.
Geir Haarde, forsætisráðherra! Við erum svöng!
(* Á raunveruleikafirrtum vöxtum og enn brjálaðri endurgreiðslum)
![]() |
Evran yfir 130 krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2008 | 11:09
Guðs ríki er nærri
Stutt hlugleiðing samin eftirmiðdag fyrir Jónsmessu skírara. Hugleiðingunni verður flutt við "Heilandi messu" á fimmtudag í St. Jakobskirkjunni í Stokkhólmi.
Jóhannesarguðspjall 1:19-27.
Í dagatali kirkjunnar er að finna marga minningardaga dýrlinga. Margir þessara daga hafa tapa innihaldi sínu og oft stendur nafnið eitt eftir. Margir þessara daga eru sögulegir, hafa haft innihald sem stóð fólki nær en í dag, en flestir hafa þessir dagar horfið í tímans rás, og kannski best að það sé svo. Margir minningardagar kristindómsins eru vegna fólks sem látið hefur lífið fyrir trú sína, liðið hryllilegar þjáningar, verið hetjur vegna nafns Drottins á einhvern hátt. Ef við ættum að halda upp á alla minningardaga dýrlinga og píslarvotta, myndum við fljótlega verða leið á stanslausri hátíðinni, hversdagurinn hverfa og flugeldasýningin sem haldin væri hvert kvöld yrði leiðgjörn og illa séð.
Hátíðisdagur var þó í kirkjunni minni núna um eftirmiðdaginn í dag, þar sem nokkrir safnaðarmeðlimir úr koptísku kirkjunna (frá Egyptalandi) báðu um að fá að syngja nokkra sálma, kveikja á nokkrum kertum og láta brenna smá reykelsi í keri meðan á bænagjörðinni stæði. Þetta myndi taka 30 mínútur. Við þessu var auðvitað orðið. Ég slökkti á reykskynjaranum í kirkjuskipinu og gaf þeim þann tíma sem þau þurftu. Fyrir þessu fólki, koptunum mínum, er aðfangadagur Jónsmessu á sumri, fæðingardegi Jóhannes skírara Sakaríjassonar. Það var gaman að fylgjast með þessari athöfn og að lokum gáfu þau mér lítinn kross að gjöf frá Egyptalandi.
Ein vitur manneskja sagði einusinni að í raun væru ekki til þau orð í orðaforða okkar manna sem gætu mögulega lýst dýrð Guðs, eðli hans og visku. Að hann væri í raun of stór og mikill að við, manneskjur, ættum þess kost að skilja heilagleika hans. En önnur manneskja sagði að þetta væri vonlaust; að reyna að útskýra Guð með orðum. Best væri að segja að ljósið, það væri skuggi Drottins Guðs. Í Fyrsta Jóhannesarbréfi stendur þó að Guð sé kærleikur. Í raun segir það mér allt. Ég þarfnast ekki fleiri orða, ekki fleiri skýringa; Hann er Kærleikur. Auðvitað er að finna fleiri titla fyrir Guð í Bibíunni; hann kallast friðarhöfðingi, konungur konunga, skapari, herra, faðir, dýrðlegur, heilagur, Guð... Eftir að hafa lesið um alla þá titla sem hann hefur getur maður vart annað en upplifað sig sem ógnarlítinn. Svo lítinn að erfitt er að skapa tengingu við hann, við duftsins synir og dætur.
Hvernig getum við frætt um hann, hvernig getum við boðað hann? Maður verður svo lítill eitthvað í samanburði við "skuggan af eilífu ljósi og dýrð Drottins". Manni finnst maður vera óverðugur, syndugur, skítugur og einskis virði. Hvað er ég? Er ég nokkuð annað fyrir augum Guðs en sandkorn á ströndu? Hvað er ég að Guð skuli minnast mín? Eða eins og sálmaskáldið segir í áttunda Davíðssálmi "hvað er þá maðurinn, að þú minnist hans, og mannsins bar, að þú vitjir þess?"
Till einmitt þessara, til okkar manneskja miðaði Jóhannes skírari orðum sínum: Verið viðbúin. Hann kemur til þín, því að þú ert honum kær, þú skiptir máli og Guð vill leiða þig, samkvæmt því sem hann hefur lofað, til eilífs lífs með honum. Það er einmitt þetta sem er höfuðatriði trúarinnar: Fyrir Guði skiptir þú máli, hvernig þú ert meðhöndaður/meðhöndluð, hvenrig líf þú færð og hvernig þú vinnur úr því. Við erum öll jafnmikilvæg sem börn hans. Við erum kannski sem sandkorn á ströndu, en hvert og eitt okkar þekkir hann með nafni og kallar á okkur. Hverju og einu okkar hefur hann ætlað hlutverk. Hann, faðir okkar himneskur, elskar okkur nákvæmlega eins og við erum. Hann lyftir okkur úr duftinu og segir: Þú, ert einstakur/einstök rétt eins og þú ert. Verkefnin sem okkur eru falin eru misjöfn, en öll jafn mikilvæg til að hið himneska takmarkið megi nást.
Ég hef oft sagt að ég hafi hitt marga engla á ævinni. Margir þessara tilheyra minni fjölskyldu, vinum, eða fólki sem ég hef kynnst á ævinni, eða hverra verk ég hef séð. Orðið engill merkir sendiboði eða boðari. Í orðum, í verkum og lífi okkar eigum við að vera boða Guðs náð, kærleika, fyrirgefningu og umburðarlyndi. Enn slíkur boðberi var Jóhannes, kallaður skírari. Hann kom í heiminn til að vittna um um þann sem koms skyldi. Hann hvatti fólk að gera "afturhvarf" til trúar og lífs með Guði, því Guðs ríki væri nærri. Aldrei hefur Guðs ríki verið nærri, en einmitt nú.
20.6.2008 | 23:45
En artikel från Svenska Dagbladet, 20:e juni 2008
Talande om att ha otur med sitt ordval:
15-åring åtalas för mord på vårdare
Malmö: Den 15-årige pojke som i maj knivskar en vårdare till döds på behandlingshemmet i Tunagården i Malmö på torsdagen mistänks för mord. Av den rättspsykiatriska undersökning som pojken genomgått framgår att han är allvarligt psykiskt störd och i behov av vård. TT.
Jag säger nu bara: Jasså!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er í nokkrum samskiptum við íslenska námsmenn hérna í Svíþjóð, þá á ég við námsmenn á svæðinu kringum Stokkhólm og norður um Uppsali, jafnvel norður þar um. Þetta fólk er flest á námslánum og er að berjast við að flytja ekki nema lítinn hluta námslánanna sinna til Svíþjóðar vegna þeirra ástæðu sem er beinharður og bitur sannleikur okkar námsmanna, en það er ógnar ráðaleysi íslenskra stjórnvalda. Það virðist sem stjórnvöld séu í ljótum leik með litla fjármuni okkar, sem eru að verða að engu áður en þeir komast í hendur okkar.
Því miður virðist íslenskum stjórnmálamönnum vera sama um okkur, að okkur sem síðar munu að sjálfssögðu greiða þessi lán á súperháum vöxtum, vaxtabótum og í raun aldrei ná að greiða neitt niður nema "kostnað". Á sama tíma erum við að auðga Ísland með þekkingu, þekkingu sem stjórnvöld gera ráð fyrir að færist til landsins.
Ég segi enn og aftur og stend við það: SKAMMIST ykkar. Þessi ótúttlegu vinnubrögð og skipulögðu aðfarir að okkur námsmönnum eru fyrir neðan virðingu okkar flestra. Kannski ekki ykkar virðingu en með sífallandi gengi krónunnar eruði að leika með framtíð landsins. Þið eruð að gera það að verkum að fólk, þekkingin kemur ekki lengur til Íslands aftur.
Við námsmenn munum minnast óstjórnar ykkar í næstu kosningum. VIð munum minnast þess þegar námslánin okkar voru gerð einskis virði áður en þau náðu höndum okkar. Við munum ekki gleyma eins og oft er Íslendinga siður. VIð munum ekki blekkjast af kosningaárstilbrigðum ykkar, við munum eins og við erum nú þjálfuð í hér erlendis.
Hafið engar þakkir fyrir...
17.6.2008 | 11:43
Íslensk stjórnvöld hafa notið blómlegrar tíðar, því miður missti íslenska þjóðin af því
Besta gjöfin til þjóðarinnar á "afmælisdegi" lýðveldisins hefði verið að Geir forsætisráðherra hefði ekki komið til hátíðahaldanna heldur hefði skroppið í lax eða eitthvað, bara haldið sig víðsfjarri. Þá hefði jú þjóðin sloppið við alla froðuna. VIð verðum að fá hvíld frá froðusnökkum steinhússins við Austurvöll endrum og sinnum. Ég tel að íslenska þjóðin eigi að fá að velja milli:
a) Halda þjóðhátíðardaginn með sama sniði og áður?
EÐA
b) Sleppa hátíðahöldum og senda þjóðina á lækkuðum fargjöldum til sólarlanda?
![]() |
Forsætisráðherra bjartsýnn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2008 | 08:22
Þjóðhátíð - til hvers?
Þjóðhátíðardagurinn er tákngervingur hins sorglega í íslenskri þjóðarsögu. Hvers erum við að minnast? Af hverju valdist 17. júní af öllum dögum? Ég get ekki séð að Íslendingum sé neinn sómi af tilkomu þessa dags. Satt er það og rétt að Íslendingar áttu inni sjálfstæðiskröfuna og jafnvel samþykki Dana, en hvernig við Íslendingar fórum að, verður okkur einatt til skammar og lítilsvirðingar. Það sem er svo lágkúrulegt í stórum dráttum er að Íslendingar tóku sér sjálfsstæði þegar herraþjóðin Danir voru hersettnir af Þjóðverjum. Danir höfðu verið sviptir ráðum yfir utanríkismálum sínum og höfðu svo til engin opinber samskipti við útlönd. Herinn var lamaður af Þjóðverjum og sama þjóð hélt uppi ógnarstjórn meðal Dana. Kóngurinn var svo til í stofufangelsi í Kaupmannahöfn og gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér hvað varðar Íslendinga. Vissulega höfðu Danir samþykkt að að þessu kæmi að Íslendingar fengju sjálfstæði, en þetta var versti tíminn til að gera slíkt. Íslendingar (svo sem þeim er svo gjarnt þegar kemur að stjórnvöldum) spörkuðu í "liggjandi manninn". Íslensk stjórnvöld æddu fram, heimtuðu, kröfðu og tóku. Merkisberi þessarar aðfarar var hinn löngudauði Jón Sigurðsson því jú allar þjóðir þurfa sinn Bólívar. Hryggð konungs í Kaupmannahöfn er merkjanleg yfir ótímabærum aðförum Íslendinga, þjóðarinnar sem hann hélt svo mikið upp á.
Það var ekkert gott við sjálfstæðisheimt Íslendinga á Þingvöllun árið 1944. Ótímabær, hryggileg, snúið á hersetna Dani (sem höfðu alls ekki verið svo slæmir mót Íslendingum, a.m.k. ekki verri en mót sínu eigin fólki) og setti Ísland á pall með öðrum tækifærissinnuðum þjóðum. Hefðu Íslendingar beðið þar til stríðinu hefði verið lokið, hefðum við verið meiri menn fyrir vikið.
Svo er það þetta með Jón Sigurðsson. Ég held í raun að hann hafi ekki verið sú hetja sem flestir vilja telja hann. Hann var sennilega tækifærissinni eins og flestir sem skreytt hafa svið íslenskra stjórnmála. Í raun tel ég að stærstu hetjur íslenskrar menningar og þjóðarréttar sé: Jón Arason biskup (píslarvottur mót áhrifum valdsmanna Danakonungs og síðasti verndari íslenskrar menningar þar til ....) Rasmus Kristján Rask kom fram á sjónarsviðið og stuðlaði að því að Íslendingar tala enn sitt tungumál. Hann sá hvert stefndi og gerði stóra hluti til að vernda tunguna. Snorra Sturluson mætti einnig setja með þessum köppum enda stórmerkilegur og verk hans öll. Þökk sé honum að við eigum sögur, bragarhætti og heimildir um hina fornu Ásatrú.
Jamm fagnið hóflega og setjið heldur gleðikraftinn á 1. desember í staðinn. Eða setjir þjóðhátíðardaginn á stofndag Alþingis 930. Bara ekki þenna hryggilega dag 17. júni.
16.6.2008 | 17:59
Ófeigur Bjarnarson
Jæja, kæru landar, ferðamálayfirvöld... og hugsandi fólk annað! Gefið bangsa líf, landinu góða landkynningu og yfirvöldum tækifæri til að nota peninga í eitthvað vitrænt sem þjóðin metur mikils. Ég hvet fólk að hugsa til bangsa, bjarnartegundar sem er í útrýmingarhættu. Gerið okkur hinum hugsandi Íslendingum ekki þá skömm að drepa bangsann.
![]() |
Reynt að ná birninum lifandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2008 | 07:28
Tékkland 2 - 3 Tyrkland
Jamm, það fór ekki á milli mála hvað var að gerast hérna í húsinu mínu í gærkvöldi. Tyrkirnir sem eiga heima á 5 hæðinni og svo grannarnir í næsta húsi trylltust af sigurgleði þegar fyrsta markið rann inn og síðan komu tvö til, rétt eins og á færibandi. Svalaborði og stól var fleygt út af svölunum og hrópin og lætin voru að gera alla granna heyrnarlausa. Bílarnir sem parkerað var utan við íbúðina rétt sluppu þegar öldósir fengu líka vængi og flugu sömu leið og svalaborðið og stóllinn... Jamm og ég hélt að íþróttir væru bara hættulegar fyrir þá sem iðka þær.
Þessi ótrúlegi sigur var jú vissulega ótrúlegur í alla staði. Grannarnir í húsinu hliðiná urðu greinilega rafmagnslausir því þeir héldu uppi þeim vana að kveikja og slökkva ljósin þegar eitthvað gerðist í leiknum. Svo bara kviknaði ekki aftur eitt skiptið svo þeir flykktust yfir í húsið mitt, á hæð 5 og þar jókst gleðin um minnst helming.
Ef einhverjir Tékkar búa hér, þá hafa þeir haft eitthvað hjóðara um mig, að mér virðist.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2008 | 18:30
Þaklaukurinn minn fallegi
Nú er eins og allt keppist við gleðja mig í undursamlegri náttúrunni hér umhverfis mig. Náttúran sjálf, vatnaliljurnar á Lappkärret, löngu störrin í mýrarhorninu í sama polli, stóru eikartrén, askurinn, hlynirnir og djúpgrænu álmarnir og svo hvítstofna bjarkirnar allt er eins og að springa af krafti, lífskrafti. Litla leirkrukkan mín sem lengi bar í sér einhverja ómyndaða forgerð kringvaxinna blaða hefur nú fengið fagurgrænan lit og hefur í þokkabók tekið upp á því að blómstra. Eftir að hafa kannað á netinu og leitað í blómabókum hef ég komist að því að þessi lita jurt heitir "þaklaukur" hér í landi Svía. Latneska nafnið er sempervivum tectorum og er af crassuluættinni. Þykkblöðungur semsagt, fjölær og einstaklega sólsólgið, þurfalítið og þakklátt lítið grey. Hérna er mynd sem ég tók áðan af þessu blómi.
14.6.2008 | 08:53
Enn um hláturdúfur á ferð og flugi
En mér er ekki hlátur í huga. Vil taka það fram þegar í byrjun að mér er ALLS EKKI HLÁTUR í huga. Ég hef staðið í því með systur minni og að hluta til bróður að flytja inn fjórar litlar hláturdúfur til Íslands. Ég hef verið í Svíþjóð og get mitt hér að þetta gangi eftir, Fanna systir hefur fengið hins vegar að bera hita og þunga verkefnisins á sínum öxlum bæði frá Íslandi og svo gegnum vettvangsvinnu hér í Svíþjóð. Það sem hefur verið hvað erfiðast í þessu innfluttningsferli hafa verið dýra-, tolla- og ráðuneytisyfirvöld. Núna er hlegið að íslenskum reglum í Svíþjóð, þar sem erfiðara reynist að koma 4 dúfum inn í landið en öllum ráðuneytisdýrunum og smyglgæludýrunum sem streyma inn í landið. Hvaðan koma allar slöngurnar, kóngulærnar, eðlurnar og nýjir "áður óþekktir" kettir og hundar inn í landið? Ólöglega býst ég passlega við. Þetta vekur að sjálfssögðu ugg hjá föðurlandsvini sem mér að vita til þess að fólk jamt og þétt eykur möguleika á útbreiðslu sjúkdóma og pesta sem svo léttilega geta eytt þeim dýrastofnum sem fundist hafa stórtséð óblandaðir við aðra stofna frá landnámstímanum.
Það sem vekur furðu mína eftir að hafa verið blandað inn í þessa óharmóníska prósess sem innflutningur dýra er, er að svo virðist sem öll viðbrögð yfirvalda á Íslandi hafi mest verið vegna formsatriða. Er Ísland að verða að einhverju formsatriða bjúrókratísku bákni? Kostnaðurinn er heldur ekki svo lítill við þetta. Kannski bara þessir örfáu Íslendingar sem voga sér út fyrir Bónus-radíusinn sem leyfa sér að demba sér í dúfnainnfluttning. EKki vei ég, en hitt veit ég að þetta hefur kostað skyldinginn. Þarna birtist stéttaskiptingin eða kannski að þetta sé aðferðin sem notuð er til að þrengja möguleika og draga kraft og energi úr fólki sem hyggur á dýrainnfluttning. Af hverju ekki banna innflutning með vissu árabili, þannig að þetta sé ekki gert, í stað þess að leika einhvern leik með opinbera pappíra, næstum enga möguleika að fá svör eða ná í fulltrúa ríkisins og svo innflutnings og tollagjöld.
Segi það bara núna og stend við það: Þetta virkaði á mig. Ég mun aldrei standa í innflutningi á dýrum aftur. Þetta er bara klikkun...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2008 | 22:28
Kristus behöver dig. Han behöver dig just som du är.
Kolosserbrevet 3:12-17 / Andakt i S:t Jakobskyrkan, Stockholm
Vår herre Jesus Kristi nåd, Guds kärlek och den heliga Andes delaktighet vare med er alla. Amen.
Kristus behöver dig. Han behöver dig just som du är. Han kräver inga doktorstitlar, inga merkunskaper inom något särskilt område, han ställer inga krav på om du är kvinna eller man, europé eller av annat ursprung. Det är honom egalt. Det han ber om är din fullkomliga tillit, kärlek och att du är sann och ärlig i vad du gör. Han ber dig vara som den du är skapt att vara. Det är inte mer komplicerat än så att han vill använda dig till att slutföra sitt uppdrag på jorden. Det kanske känns konstigt men i den här kyrkan förkunnas Guds vilja på många olika sätt och på många olika oväntade ställen. De som varit på toan här i kyrkan vet vad jag menar. Där inne finns nämligen visa ord upphängda av en av våra medarbetare och ett av Guds älskade barn som har gått i hans tjänst. De visa orden är som riktade till oss här och nu, precis till oss just som de vi är.Det sägs att när Andra världskriget hade slutat, efter allt lidande och sorg och den hemska förlusten av det mänskliga, där människor blev djur och djuren verkade etiskt mer utvecklade. På grund av kriget hade folk inte kunnat sköta landet och boskapen och det som odlades fram blev stulet eller konfiskerat och den svåra hungersnöden tvingade folk även till kannibalism. Djungellagen blev allrådande bland de folk som tidigare stolta hade uppfunnit elektriciteten, telefonen, lärt sig att flyga och hittat läkemedel mot de största världsplågorna. Detta folk tappade fotfästet. Tekniska framsteg och de lysande tiderna gjorde att folk nu satte sitt hopp till industrin, uppfinningar och det rotlösa och det stundliga. Andlig anarki rådde för folket. Västvärlden glömde varifrån den kom ifrån, den glömde var dess rötter låg, från vilken jord den hade sitt ursprung. I teater, i litteratur, i politiken och inom filosofin framställdes Gud som overklig, som den vilseledande och den som det var dags var att trycka ur vägen. På många ställen tycktes han vara en ideologisk fossil. Tron betraktades som folkets opium, lämplig för den som inte ville se världen som den i verkligheten var. Efter andra världskrigets terror var världen utan hopp, människan hade förstört så mycket att där fanns inget kvar att kriga över. Allt ifrågasattes igen. Modernismen blev som en avskuren blomma som hölls levande med gödsel i ett glas samman med vatten. Bortskurna rötter och framtiden allt annat än ljus. Det visade sig att människan, som en tidigare opponent mot Gud, hade försökt att göra sig av med Gud. Människans högmod blev den till falls. Det visade sig än en gång att människan inte klarar sig utan Gud. Som aposteln Paulus säger jag ger er mjölk, eftersom ni inte klarar fast föda. Vi är barn, vi är så omogna och vi behöver en sträng fader. En som tuktar oss och lär oss. När vi fylls av högmod är det endast en som skrattar. Han den samma är inte av denna värld, men han längtar efter den. Vid Andra världskrigets slut, passerade några engelska soldater en sönderbombad kyrka i en liten tysk stad. När de gick genom ruinerna hittade soldaterna ett krossat krucifix. De samlade ihop delarna och kunde återskapa korset. Det enda de inte kunde hitta var Kristi händer. De bestämde sig ändå att resa upp korset med en överskrift: Gud behöver dina händer i världen. Kristus behöver dig. Dina och andras krafter. Världen blir inte bättre om vi, vanliga människor inte tittar mot korset och tar emot vårt uppdrag med glädje. Gud behöver dina händer i världen.
BB+
13.6.2008 | 20:19
Af litúrgískum litum kirkjunnar
Það er áhugavert að lesa tillögu sr. Sigurðar Árna, prests í Neskirkju í Reykjavík. Tillagan er sprottin sennilega af því að mörgum sem og sr. Sigurði Árna hefur þótt hinn fjólublái litur vekja upp dymbilvikutilfinningar eða föstutilfinningar og þannig ekki vera í samhljóm með vaxandi gleði komandi jólahátíðar og vaxandi ljósmagni nálægðarinnar við þá hátíð.
Hvítur hökull úr St. Jakobskirkjunni, 1932
Það er skiljanlegt að svona komi upp hjá prestum. Í kirkjunni er miðað við leiðandi leiðbeiningar frá því á miðöldum, leiðandi reglur frá páfanum í Róm þess efnis að styðjast bæri við hreina ákveðna liti. Síðan festust þeir litir sem við notumst við í dag; rauður, hvítur, grænn, svartur og fjólublár og tengdust hver um sig hátíðum og tímabilum í kirkjuárinu. Raunar var sú "reglugerð" sett fram að gefnu tilefni þar sem ekki virtist vera nein stýring á litanotkun og flest allt gekk að nota. Vildi páfinn greinilega höfða til táknfræðilegrar og djúpsálarfræðilegra áhrifa litanna á kirkjufólk. Þannig tengdi hann hvítan lit kristshátíðunum, svartan lit sorg, rauðan lit heilögum anda og píslarvottum kristinnar trúar (fórnarblóðinu), grænn litur tengdist vexti og viðgangi meðan fjölublátt var blanda af rauðum og bláum, sem varð litur hinnar stilltu og djupu kristnu íhugunar. Gylltur litur var svo notaður af og til sem staðgengill hvíta litarins.
Almennt er litareglan:
Hvítur litur (eins hreinn og bjartur hvítur litur svo sem mögulegt er): Jól (jólatíminn til og med þrettánda dags jóla), skírdagur, Páskar (páskatíminn fram að hvítasunnu) og kirkjuhátíð. Annað: Hátíðir aðrar, skírnir (ef ekki er notaður litur þess kirkjuárstímabils sem er ríkjandi þá) og við útfarir barna. Rauður litur (hárauður): Annar dagur jóla (Stefánsdagur frumvotts), hvítasunna, þrenningarhátíð, minningardagar postula og píslarvotta kirkjunnar, allra heilagra messa, kristniboðsdagurinn. Fjólublár litur (dökkfjólublár): Notaður á föstunni og aðventu (notaður daginn eftir 1. í aðventu og fram til aðfangadags (hvítur litur frá og með aftansöng á aðfangadag jóla). Grænn litur (hreinn dökkgrænn): notaður á "sunnudögum eftir þrenningarhátíð" með fáum undantekningum og á sunnudögum eftir þrettánda dag jóla fram til föstu. Svartur litur: Föstudagurinn langi og við útfarir (minningarguðsþjónustur látinna).
Svartur hökull úr St. Jakobskirkjunni (framhlið), 1848.
Þekkt er að fólk gaf til kirkna sinna fögur klæði í öllum mögulegum litum og var það þá dýrleiki klæðanna og fínheit sem fengu að ráða því að þessar gjafir voru notaðar. Lengi vel vóru það rauðu höklarnir sem notaðir voru við helgihald á Íslandi og þótt viðar væri leitað. Þetta er litur sem passar sem stöðugildi allra annara lita og því praktískt at eiga einn rauðan hökul (sem passaði vel við antipendíum eða altarisklæði kirknanna). Einn slíkan notast ég stundum við í kirkjunni minni þegar ég hef verið með messur á "rauða" tímanum. Hann er frá 1773 og hefur haldið sér fjarska vel í gegnum árhundruðin. Hann hangir hér á herðatré bara svo að hægt væri að ljósmynda hann, en honum er pakkað inn í lín þess á milli hann er notaður og lagður í höklaskúffu.
Rauður hökull úr St. Jakobskirkjunni (bakhlið), 1773
Ég held að fara þurfi verulega varlega í að breyta litum kirkjuársins. Að taka inn bláan lit er guðfræðileg spurning. Ekki bara hoppa út í djúpu laugina og innleiða bláa litinn. Þetta krefst guðfræðilegrar umfjöllunar og á að ræða á vettvangi guðfræðinga. Það er jú ástæða fyrir því að hann var ekki tekinn með þegar handbókin 1981 kom út.
Fjólublár hökull út St. Jakobskirkjunni (bakhlið), 1932
Að lokum: Það þarf að fræða almenning um litúrgísk klæði, skreytingar, tákn og sögu þessara hluta. Það skiptir ekki nokkru máli þótt við notum bleika, appelsínugula eða neongræna hökla ef við fólk veit ekki hvað þessi klæði, þessir hlutir standa fyrir. Upplýst fólk nýtur kirkjuferðar sinnar mun betur en hinir óupplýstu.
Og svo vegna þess að það við erum á kirkjuárinu komin in á sunnudaga eftir þrenningarhátíð læt ég einn af grænu höklunum fylgja með. Þessi er gerður árið 1967-8. Samtals er höklaeign téðrar kirkju mikill, eða um 26 höklar með "tillbehör" enda söguleg hefð til staðar fyrir virðingu, þekkingu og notkun þeirra. Sannarleg gnægtarkista fyrir áhugafólk um textíl, handverk, saumalist og táknfræði.
(takið eftir litlu hjörtunum sem saumuð eru í efnið)
![]() |
Kirkjan skiptir litum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |