Bravó! Ísland 32 - Pólland 30

Það var ótrúlega skemmtilegt að sitja við sjónvarpið í morgun og horfa á leik Íslendinga og Pólverja. Reyndar varð ég að fara nokkrum sinnum frá tækinu til að stressa ekki of mikið. Ég kíkti fyrir horn þegar áhorfendur byrjuðu að æpa "Ísland, Ísland" ....".  Þetta var sannarlega lifandi leikur, harður eins og hann á að vera, hvergi lægt né gefið eftir og niðurstaðan: Íslendingar í undanúrslit á Ólympíuleikunum, var ekki til að gera sigurinn minna sætan. Lofsorðum sænska íþróttafréttamannanna ætlaði aldrei að ljúka. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari fékk frábæra dóma og landsliðið ausið með skjallandi orðaflaumi. Þetta vermdi hjarta mitt og mér fannst ég svo sem um örskotsstund vera kominn heim að sjónvarpinu á Íslandi.

Bravó Ísland!  Undanúrslit!  Hjálpi mér allir heilagir!


Svangir sendiráðsmenn

Nú þegar Kínverjar halda Ólympíuleikana svo glæsilega virðist utsent starfsfólk þeirra í annari heimsálfu varla hafa til hnífs eða skeiðar (eða réttara sagt prjóna sinna).  Í gljáfægðum sendiráðsbílum fara þeir austur í hreppa og sækja sér björg í bú. Líklega er bensínkostnaðurinn meiri en sparnaðurinn af því að kaupa grænmetið í búðum í Reykjavík.  Líklega eru það hin annars óvelkomnu smádýr, myglusveppir og slíkt annað próteinríkt gums sem fólkið er að sækja sér. Lyfin liggja í ódýru grænmetinu greinilega.  Þetta leiðir huga minn að því að ég átti samtal við einn ónefndan sendifulltrúa erlends lands hér í Stokkhólmi fyrir nokkru. Hann tjáði mér að þót flest lönd hefðu glæsilega risnu og gætu af og til sólundað stórum fjárhæðum í veisluhöld og kynningarstefnur væri svo þó ekki einatt fyrir komið.  Hefði hann verið á ferðalagi fyrir nokkru. Hefði honum hlotnast sá heiður að vera boðinn í "ambasadsveislu".  Nú ekkert vantaði á dýrðirnar og kræsingarnar. Þar fékk hann að heyra að sendiherra Eritreu væri alltaf boðinn í ALLAR veislur, þar eð hann hefði ekki fengið laun í 5 ár og því öllum veislum feginn. Þessu sýndu öll sendiráðin í borginni skilning og var honum einatt boðið í allar veislur og móttökur. 

Hugur minn leitar nú til hinna ágætu vina okkar Kinverjanna á Víðimelnum í Reykjavík. Skyldi vera svo komið að þeir hafi ofgert sér í Olympíuhugsjóninni og gert of vel í sambandi við leikanna og gleymt sínum eigin þegnum erlendis?   Auðvitað ætti að hvetja fólk að skjóta saman smá aurum eða jafnvel senda mat til þeirra þannig að þið heima á Íslandi þyrftuð ekki að sjá Kínverjarassa upp úr öllum ruslatunnum og standa næturvakt við grænmetisbeðin ykkar. 

Bestu kveðjur úr allsnægtum Stokkhólms, þar sem allir hafa eitthvað í sig og á!   :)


mbl.is Sendiráðsmenn hirða grænmetisúrgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klikkaðir atvinnubílstjórar

Ég tók strætó í morgun niður í bæ. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað ég varð fyrir reynslu sem ég kýs ekki að verða fyrir aftur. Þannig var að ég hafði puðrast upp í strætóinn og bílstjórinn hafði ekki einusinni fyrir því að kíkja á strætókortið mitt. Hann var einfaldlega of upptekinn af því að babbla í farsímann sinn. Ég var ósáttur við að hann væri að snakka þetta í símann en sagði ekkert. Man bara næsta að kaupa ekki strætókort þar sem það virðist ekki vera skoðað af bístjórunum af neinni gaumgæfni.   Nóg um það. Þegar strætóinn þurfti að fara um gótuslóða sem er krókóttur og upp í mót. Gata þessi, Ekhagsvägen er búin gamalmennum og svo ungu fólki sem fer mest ferðasinna með krakkana sína í barnavögnum.  Bílstjórinn ók þessa leið í dag og þegar hann hafði sveigt upp til Ekhagstorget, samtímis gjammandi í símann, rétt missti hann af því að strauja móður með barn í vagni. Þetta vakti óhug farþega.

Þessi sami bístjóri hætti ekki að tala í símann, heldur hélt spjallinu áfram og ók framhjá biðskýli niður við Bergiusvägen. Þar stóð fólk og beið. Ég gekk þá fram og spurði hann hvort hann vildi ekki bara stöðva vagninn svo ég gæti stigið út, því annan eins aula hefði ég ekki ekið með í fleiri ár.  Ég kvaðst myndu hafa samband við strætófyrirtækið og tilkynna um aksturslag, símanotkun og gleymsku hans. Ég sagði að ég hefði borgað fyrir strætókort, en ekki rússibanamiða.

Auðvitað hringdi ég svo til strætófyrirtækisins Busslink og tilkynnti um hvað gerst hefði.  Og svarið var: "Já, leiðinlegt að heyra, en við vonum alltaf að bístjórar séu ekki að tala við fólk í akstri, en það er voðalega lítið sem við getum gert."  Auðvitað var þetta ekki svarið sem ég var eftir svo ég gerði bara sem ég geri alltaf þegar ég nenni ekki að hanga í einhverju lyftutónlistardæmi, svo ég tók burt núllin í lok númerisins og setti - 02 í staðinn fyrir síðustu 2 tölurnar. Þá náði ég sambandi við einhvern stationsansvarig í höfuðstöðvunum.  Ég spjallaði stutt við hann og hann tjáði mér að við þessu yrði brugðist. Hann bað um ökutíma strætisvagnsins og leiðarnúmer.  Ég var ánægður, virtist sem tekið hefði verið á þessu - eða það var a.m.k. tilfinning mín.  :)  Vonandi verður lát á þessu sms og símtalaóværu hjá strætisvagnabístjórum í Stokkhólmi. Að Svíar hafi ekki bannað gsm notkun í akstri er ótrúlegt, sjálf umferðaröryggisþjóðin.   Usss....  

Á morgun byrjar Stockholms kulturfestival. Ég ætla í göngu sem heitir "heliga rum" og er farið frá Synagógunni hér í borg, til St. Eugenía (katólska safnaðains) og til St. Jakobskirkjunnar þar sem ég á svo að fjalla um kirkjuna, starfsemi, list og arkitektúr.  Gaman!   :)   Best að fleygja sér í bælið og vera vakandi í staðinn á morgun.   Hej då!


08.08.08

Ég vaknaði klukkan 08:08 í morgun. Veit ekki af hverju, því klukkan var stillt á 08:00.  Ég hugsaði að þetta væri bara eitthvert djók.  Í dag er "Stokkhólmsdagurinn". Svíar nota ennþá svæðisnúmer í símkerfinu sínu og svæðisnúmerið hér í Stokkhólmi er 08.  Dagsetningin var því valin sem sérstakur einnarhátíðar veisludagur bara til að skemmta sér!  Hvaða aðra ástæðu þarf maður:  Ég semsagt vaknaði klukkan 08:08 þann 08.08.'08 og í dag er 08-dagurinn.   Klikkun!

Ég var að vinna í kirkjunni í dag. Ég sá um hina svokölluðu vísmessu sem er stutt messa með nútímalegu tónlagi eftir nótum Per Harling. Þetta var skemmtilegt og þónokkuð margir leiddu leið sína í Jakobskirkjuna. Þetta var skemmtileg og gefandi stund og fjarska gaman að sjá að margir höfðu komið um langan veg. Eftir messuna hafði einn af fastagestunum sett fram kanelsnúða á disk og ég hafði sett fram kaffi áður en messan hófst. Allir voru svo áhugasamir um ferðina til Barcelona og vildu heyra allt um ferðina. Sama gilti um fastagestina á orgeltónleikana núna í dag. Að ég hafði farið í stutta ferð virtist vera á allra viti.  Þetta var notalegt og í dag hafa tveir prestskollegar hér í Stokkhólmi hringt og einn komið við í kirkjunni bara til að heyra hvort ég hefði ekki haft það fínt í útlöndum  Joyful   Velti því fyrir mér hvort svona hefði nú gerst á öðrum stöðum hmmm...

Varð svo enn glaðari þegar ég frétti að dómprófasturinn minn hann Åke Bonnier væri farinn að blogga. Mér fannst þetta alveg þrælgóð hugmynd hjá honum. Auðvitað mun hann fá ýmisviðbrögð við því sem hann skrifar, bæði góð og minna góð, en mér finnst hann hugrakkur! Bravó Åke! 

Nú er ég eiginlega bara þreyttur. Búinn að vera vinna síðan klukkan hálf tíu í morgun, búinn að hafa eina vísmessu í kirkjunni, vinna sem vaktis, versla, baða og núna langar mig bara slappa af.  Líklega les lítið eitt í Jobsbók og kíki svo á sjónvarpið.   Læt þetta nægja í bili.  Bless!


Barcelona

 Barcelona!  Hola!

DSCF1377

(mynd: Ég í Barcelona, við þurran gosbrunn rétt við Av. Diagonal)   Smile

Það er í senn gott og fróðlegt að vera kominn heim frá þessari langþráðu ferð til Barcelona og síðan lítið tregabundið og umvafið vissum söknuði að þurfa sjá á bakið á þessari heillandi og margslungnu borg.  Ferðalög gefa mér svo mikið. Ég þrái að ferðast. Ég endurnærist og fyllist von og trú á það sem býr handa allra drauma, en síðast en ekki síst líka upplifi ég hversdaginn á annan og meira lifandi og gefandi máta. Hversdagurinn fær líf og verður sérstakur þegar hann er settur til samanburðar við vel heppnaða ferð.  Þannig að Barcelónaferðin var gefandi bæði á heimavelli sem ytra.  Ferðin var eins og fyrr segir langþráð. Jafnvel áður en ég fluttist til Svíþjóðar hafði ég dáðst af hinni sérspænsku Nýlistar, eða Jugendlistar. Antoní Gaudí, hinn frægi arkitekt og höfundur hins spánska modernisma i byggingarlist á stóran heiður af því að ég hef svo lengi dregist að !Barcelona. Hver þekkir ekki hin stóru verk hans, Parc Güell, La sagrada familía, Casa Batlló, Casa Milá og fleiri verka. Hugmyndirnar taka engan endi og leikurinn er síðan bundinn í föst og endingargóð form (og kostnaðarsöm).

DSCF1374 (mynd: Fánar á húsi Banco de Espana: fh. Catalunya, Spánn, Barcelona)

Ferðalag fyrir mig er pílagrímsferð í óeiginlegri merkingu. Þegar landað var á flugvellinum utan Barcelona var eins og maður gengi á vegg. Hitinn var 33°C og rakinn svakalegur. Það var ekki þurr þráður á manni þegar á hótelið var komið og prógrammið yfirfarið. Í stuttu máli var ferðalagið hafið með að kaupa kort í neðanjarðarlestar- og strætókerfið. Það var notað mikið í ferðinni og létt að læra á kerfið sem var afskaplega umsvifamikið, en þó byggt á greinilega mörgum misjöfnum útþennslustigum. Oft þurfti maður að ganga um löng göng, þröng og loftlaus til að skipta frá einni línu til annarar. Ég er 184cm langur. Við flesta uppganga og tröppur varð ég að beygja mig til að reka ekki höfuðið upp undir. Soldið skondið, greinilega er ég með þeim lengri þarna.

 DSCF1313 - Kopia

Annars er best að skoða borgir með því að ganga um götur og torg. Því miður voru allir gosbrunnar borgarinnar án vatns vegna hins þurra sumars og vatnsskortsins þar af leiðandi. Fannst mörgum þetta (mér líka) afskaplega fúlt þar sem margir gosbrunnarnir leika stórt hlutverk í listaverkum og því að skapa hið fjölbreytta umhverfi sem einkennir svo borg og list hennar.  Vegna hitans hefði alveg verið hugsandi að fara í fótabað í einhverjum þessara.

(mynd: Ég í La Sagrada Familía. Lofthæð upp undir hvelfingu er 60 metrar í hliðarskipinu)

Eftirminnilegar eru ferðir á slóðir fyrrnefnds Gaudís.  La Sagrada Familía var ógleymanleg. Hvlílík bygging, bákn og listaverk. Kirkjan sem annars stendur í fátæklegu hverfi borgarinnar hefur lengi reist sig yfir niðurnýdd húsin og þannig skapað framtíð fyrir hverfið í heild. Þegar hefur kirkjan verið takmark ferðamanna í yfir eitthundrað ár. Byrjað var að byggja hana fyrir 1882 en síðan hefur byggingin tekið sinn tíma vegna misjafns pólitísks áhuga, stöðu kirkjunnar, fráfalli Gaudís og svo peningaskorts. Búist er við að hún verði fullbyggð með sínum 170 metra háa miðjuturni  (Hallgrímskirkja 74 metrar) 2026-8.  Aðrar byggingar Gaudís voru margar skoðaðar og söfnin í Barcelona fóri ekki varhluta af athygli okkar ferðamanna.

Mikilfenglegar byggingar geta verið litlar. Ekki bara stórar hallir, leikvangar og dómkirkjur eru stórfenglegar. Stórfengleiki getur verið bundinn tilfinningu fyrir hinu heilaga. Í hinni litlu kirkju Santa Maria del Mar upplifði ég hana í smæð sinni sem einhverja hina stærstu andlegu musterum sem ég hef komið inn í. Stórleiki hennar var nærvera hins heilaga, hins eftirsótta og þess sem var svo nærri. Hins ósýnilega, heilaga og máttuga. Þessi látlausa kirkja stendur í Gotneska hverfinu (gamla bænum) í Barcelona ber allt með sér sem prýða skal helgidóm... Löngum hefur fólk leitast við að lýsa hinu heilaga - ég mun ekki reyna það. Orð mín verða alltaf fátæklegri en reynslan.  

DSCF1344 (mynd: Parc Güell í Barcelona)

Breytileiki og líf borgarinnar í Barca, borginni sem nefnd er eftir föður Hannibals frá Karþagó; Hamilkars Barca, kemur stanslaust á óvart. Opnunartími verslana, matvenjur, trúarlíf, næturlíf, hræðsla eða kunnáttuleysi heimamanna í tungumálum, opinbert og óopinbert viðhorf til ferðamanna - allt er hið sérstakasta að reyna og upplifa. Lyktin sem einkennir borgina, byggingar frá mismunandi tímum og skeiðum sem saman mynda lifandi, skemmtilega og heillandi borg þar sem fólki úir og grúir saman.  Þar sem katalónsku og kastíllísku er jafnt blandað saman ómeðvitað og málverndunarstefna stendur á gömlum grunni, bundin pólitískri ójafnvægissögu þjóðar og þjóðarbrots.  Yndisleg borg sem ég vil gjarnan heimsækja aftur.

Parc Güell: http://sv.wikipedia.org/wiki/Parc_G%C3%BCell 

La Sagrada Famílía: http://en.wikipedia.org/wiki/Sagrada_Fam%C3%ADlia

Barcelona (turistinfo): http://www.bcn.cat/english/ihome.htm


Sól, sumar og 31°C undir heiðskírum himni

Það er búið að vera að mörgu að hyggja og dagurinn búinn að vera nokkuð annasamur. Þó hefur maður nú leyft sér að puðrast niður í bæ, skoða skrílinn og borða ís.  Svækjan magnast upp á svörtu malbikinu og dökkum flötum húsa og stétta og allt virðist vera gersamlega að tapa andanum. Gamla fólkið flest heldur sig heima.  Neðanjarðarlestirnar eru notaðar svo lengi sem það er hægt, enda svalara neðanjarðar. Síðasta spölinn heim að dyrum var notast við strætó og ég er handviss að hitinn í honum hefur verið nálægt 40°C.  Gluggar voru oppnir og kæling í gangi, en samt virðist það ekki hafa haft svo mikið að segja. Lítill krakka byrjaði að smáæla og batnaði þá ekki lyktin sem þegar var þung af svitalykt og hundaskít.  Það er spáð sama veðri nokkra daga áfram, en síðan á þessari hitabylgju að ljúka.  Reyndar heyrði ég í dag að spáð væri hitameti í Stokkhólmi, en ég á nú bágt með að trúa að því verði náð, svo fjandi heitt er nú ekki enn.

Í kvöld er hugmyndin að fara út og svala sér á nokkrum bjórum, eitthvað verður það nú í minna lagi enda stutt í að maður fari að sötra framleiðslu þeirra Spánverja og njóta av þeirra góðu vínum. Á mánudaginn er ætlunin að hverfa til suðlægri landa. Barcelona er ferðatakmarkið. Í þeirri vögu lista og menningar er ætlunin að dveljast í nokkra daga, drekka í sig fjölbreytileika menningar og andrúmslofts borgar og þjóðar. Ég hlakka mikið til enda mikið að sjá og upplifa.  Í gær keypti ég svo ferðalagsbókina "The Last Gospel" eftir David Gibbins. Ágætt að hafa reyfara við hendina þegar sólin er búinn að baka mann og skugginn dregur meira og ölið.  Þá er yndislegt að geta lesið góðan heilalausan reyfara   :) 

Annars var ég að snúast í því að verða mér út um "Intyg om synprövning" sem er staðfesting á að sjón mín sé í fullkomnu lagi og að ég þurfi ekki gleraugu við akstur ökutækis.  Þetta þarf skv. íslenskum og sænskum reglum að skaffa sér þegar endurnýja á ökuskírteini. Ég gerði þetta og fékk að borga 100 SEK fyrir þetta bréf/staðfestingu.  Þetta verður síðan sent til Íslands eða ég tek það með mér þegar ég fer þangað núna í september.  Það sem hefur vakið forvitni mína í þessum undirbúningsprósess er að þar sem á gamla skírteininu mínu segir að útgefandi kortsins og eigandi sé: Ríkislögreglustjórinn.  Þegar ég skrifaði til embættisins vegna spurninga ég hafði um hvernig fara ætti að þegar maður væri búsettur erlendis, fékk ég ekkert svar.  Ég skrifaði tvisvar sinnum, en embætti ríkisslögreglustjóra svaraði ekki fyrirspurnum mínum. Þetta er bæði óvirðing og sýnir hvað þessi ofvaxna og sjálfrisérversta stofnun er innihaldslaus og stendur sig ekki í upplýsingahlutverki sínu.  Léleg þjónusta - eða réttara sagt: Engin þjónusta. 

Jæja annars kvarta ég ekki. Sakna minna og íslenskrar náttúru. Kem nú samt bráðlega til Íslands og mun þá reyna að vera svolítið ræktarsamur við mína nánu og kæru. Síðan daginn eftir að ég kem til landsins, munu vinir mínir frá Adolf Fredrik Musikgymnasium koma til landsins á skólaslitaútskriftarferð. Ég ætla að reyna að vera þeim lítið eitt innan handar.  Þetta er hópur af mikilhæfum ungmennum sem verða að teljast með þeim allra fremstu í minnst Norður-Evrópu í hljóðfæraleik og söng.     :)  

Jæja, best að fara gera eitthvað gagnlegt.   Heyrumst heimur!

 

 


"Viðskipti er að selja eitthvað sem þú átt ekki til, til einhvers sem þarf það ekki"

Ég sat stutta stund við sjónvarpið hérna og horfði á spjallþátt um viðskipti. Nokkrir spekúlantar úr viðskiptalífinu sátu og ræddu forsendur viðskipta og ræddu fjálglega um merkingu "framboðs og eftirspurnar".  Ég horfði stutta stund, en svo gleymdi ég alveg þættinum og fór að hugsa: Hvað ef maður gæfi sér nýjar forsendur.  Ef þetta var ekki sem þeir spekingarnir sögðu, hvað ef þetta var allt lygi.  Hvað ef bak við alla þessa fjármálamarkaði, viðskiptamarkaði með vörur og hráefni væri bara til á pappírum en ekki í veruleika. Raunar hef ég lengi vitað "með sjálfum mér" að slíkir fjármunir sem rætt er um í fjölmiðlum eru ekki í raun til. Einn ríkur maður í Svíþjóð var einusinni spurður af hverju hann væri ekki akandi um á fínum nýjum bíl og íklæddist fínum dýrindis fötum?  Hann sagði við þann sem hann talaði við að í raun ætti hann ekki svo mikið af peningum, hans lifibrauð fengist af vöxtum af hlutabréfum og framgangi þeirra. Hlutabréfin væru ekki pappírsins virði, en vextir og framgangur hlutabréfanna gerðu að hann fengi öðru hverju penginga. Jafnvel þótt hlutabréfin hans væru metin á stórfjárhæðir, vildi hann ekki lifa um efni fram, þar sem að það væri bara gróðinn sem hann lifði á, en grundvöllurinn fyrir afgreiðslum af gróðanum væri svo veikur að hann þyrði ekki breyta um lífsstíl.

Spilaborgir!  Flest þekkjum við til frásagna af verbréfamarkaðshruninu í Bandaríkjunum 1929.  Slík staða hangir yfir okkur hvern einasta dag. Hlutabréf með stórum tölum og mörgum núllum eru gefin út á hverjum degi án minstu innistæðu. Með þessi hlutabréf er svo leikið sem þetta væru sannir fjármunir og fólk tekur vexti og fær jafnvel afgreiðslur af öllu síðan.  Spilapeningar safna á sig trúverðugleika vegna þess að þeir fara um hendur á svokölluðum "ríkum" mönnum og "kunnáttusömum" og enda svo í skráningu banka og verðbréfafyrirtækja. Uss...  að fólk sjái ekki gegnum þetta og hætti svona spilaborðsleik.  Svo kemur þetta allt að hrynja. Þá verður vart úr öskustónni staðið og hver bjargi sér best hann getur.

Hér á vel við að benda fólki á að lesa bók Johns Steinbeck um "Þrúgur reiðinnar".

"Viðskipti er að selja eitthvað sem þú átt ekki til, til einhvers sem þarf það ekki."


Hugg det levande barnet...

Stutt hugvekja flutt vi messu í St. Jakobskirkjunni, Stockholm

Texti: I.Kon. 3:16-28

Vår herre Jesus Kristi nåd, Guds kärlek och den heliga Andes delaktighet vare med er alla. Amen.   

En sextonåring skrev på en bönelapp: ”Käre Gud! Jag är sexton år – vad skall jag göra?” Jag tror vi kan alla fråga samma fråga; ”jag är 36 år, 55år, 74år – vad skall jag göra?” Entydigt kan man inte svara på den frågan. Svaret varierar efter åldern och vem det är som frågar.  Innan mina konfirmander på Island skulle konfirmeras, fick de välja en kort text, några verser från bibeln. Dessa skulle de sedan läsa vid sin konfirmation. En av mina gamla konfirmander valde ord från Markusevangeliet [Mark.5:36] ”Var inte rädd, tro bara”. Den tjejen har alltid varit nöjd med sin konfirmationsvers. Hon har ofta tänkt på det vet jag och idag har versen fortfarande stor betydelse för henne, ty ofta när hon känner till bävan för något eller vet inte riktigt hur hon skall göra, ställer hon frågan: ”Vad skall jag göra?” och hon har sagt att orden ”var inte rädd, tro bara” ger henne styrka och råd till vettiga beslut.

Många människor är rädda. Rädda för att bli gamla, rädda för att göra fel, rädda för ensamheten, rädda för andras ondska, rädda för att andra inte skall gilla dem, rädda för allt möjligt. Gud vill inte att vi skall bära på sådan rädsla. Förhållandet mellan Gud och människa sätter all tänkbar fruktan i nytt ljus. Jag minns min egen bibelvers från Romarbrevet jag valde när jag konfirmerades, vilket har likadan mening: ”Om Gud är för oss, vem kan då vara mot oss?” Lite senare säger: ”Om Gud frikänner, vem kan då fälla?” All fruktan försvinner för Guds kärlek och visdom.

Skildringen om konung Salomos dom, den jag läste från Förra konungaboken är urgammal. Den har stått som en åminnelse om den visdom som Herren Gud gav konung Salomo och den bekräftar att nyckeln till människors hjärtan är genom kärleken. Salomo kunde inte göra DNA prov, han kunde inte kolla med övervakningskameror vad hade hänt den natten då en av kvinnorna som nu stod framför honom hade förlorat sitt barn och bytt ut det för den andra kvinnans levande son. Nej, det kunde han inte. Istället utförde han ett prov byggt på den kärlek endast en moder har för sitt barn, ett prov byggt på moderkärleken som är som Guds kärlek, gränslös.

Inom den nytestamentliga världen, där hellenismen hade varit den rådande faktorn pratade man om sofia tou Qeou eller Guds visdom. Den, visdomen, innebär sanningen om Gud; att Gud inte bara är sanning utan kärlek och han är, inte bara fakta i världen, men förutsättningen som finns bortom allt. Han är, vägen, sanningen och livet. Det är lite intressant att då kristendomen var helt ny, brukade man inte använda ordet ”kristendom” eller ”de kristne” om dens följeslagare. Utan pratade man om ”vägen” och dessa som ”följde vägen”. Det tar oss till den här kyrkan, S:t Jakobs kyrka. Ett pilgrimsmål för den som var på väg, följde vägen eller hade kommit av vägen och behövde hjälp att hitta vägen igen. Hitta hem till Guds visdom och kärlek. Helig Birgitta säger: ”Herre, visa mig din väg, och gör mig villig att gå den” och i Johannesevangeliet svarar Jesus Kristus: Jag är vägen, sanningen och livet.”

Gud ge att vi kan alla säga utan förbehåll: Herre min och Gud; jag kommer, ta min hand. Och han svarar: ”Var inte rädd, tro bara.”

 AMEN

Ríkisreknar morðsveitir?

Það er hryggilegt að hugsa til þess að sú þjóð sem er leiðandi í stjórn- og hermálum (alheilmslöggan) skuli enn vera á svo siðferðislega lágu plani að hún skuli enn snúa sér til "lausna" svo sem að myrða fólk sem dómsúrræða við harðari glæpum.  Þetta er hryggilegt og sýnir að allt frá upphafi og fram til dagsins í dag er ríkisbáknið þar vestra svo illa fúið og myglað að þeir ráða ekki við að leysa þau mál sem koma upp í dómskerfinu án þess að vera gerast meiri glæpamenn en þeir sem þeir eru að dæmi (oft saklaust fólk eða greindarskert).

Legg til að Íslendingar leitist við að vinna að hinu gagnstæða á alþjóðagrundvelli, beita sér gegn dómsmorðum. Enginn á rétt á að taka líf annarar manneskju, nema í sjálfsvörn. Það gerir ekki glæpinn betri að taka fólk af lífi og svo virðist mér að brotatíðnin hafi ekki minnkað heldur, þótt ríkisreknum dómsmorðum sér beytt.


mbl.is Deilt um aftökur í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir dagar í Stokkhólmi

Mikill ágætis yndisdagur!  Nú er sól, bara smá bómullarhnoðrar á lofti, meinlausir með öllu og andvari sem skutlar þeim til eftir himinhvelfingunni. Þetta er falleg sýn, skógurinn undir og vatnið neðst myndar eins og rómantískt landslagsmálverk. Ramminn er jú gluggapóstarnir mínir en annars er þessi skjámynd takmarkalaus.   Í gær var þvílíkt þrumuveður sem gekk inn yfir Stokkhólm - eldingu til og með sló niður í næsta hús hérna hliðiná mínu og fann ég hvernig allt titraði eftir sjálfan blossan. Þetta var ævintýri líkast og fjarska spennandi. Ekkert sá á hinu húsinu en ég held að húsvörðurinn hafi þó eitthvað haft að sýsla uppi á þaki eftir að veðrinu slotaði, því hann og einn húsvörður álpuðust upp á þak í rigningunni og fóru að bardúsa eitthvað þar.

Ég kann svo vel við mikil veður. Allt verður svo dramatískt og stórbrotið, og ég á enga sök að máli.  :)   Jamm, það eru margir sem upplifa jákvæðni í stórvirðrum.

Ég er um þessar mundir einn aðal styrktaraðili LdB snyrtivara. Ég sem er ekki mikill kremakall eða skipti mér mikið af slíkum kosmetískum dýrlegheitum varð núna í síðustu viku að kaupa aloha vera-krem. Nágranni minn benti mér á þetta því er er svo svakalega sár allt frá hælum og upp á kálfa af skordýrabiti. Ég veit ekki hvaða skrípildi þetta eru sem eru að bíta mig, en líklega þýkir þeim blóðið gott. Ég sem gangandi veitingstaður blóðsjúgandi sænskra skordýra hef ákveðið að loka veitingastaðnum. Þetta borgar sig ekki. Ég er sárfættur, í hættu að fá blóðeitrun og ekkert um þessa gesti. Svo mér var sagt að kaupa þessa kremtegund í gulri túpu og smyrja fæturna með þessu. Þetta ber með sér viðkunnalega lykt, en lykt sem skorrarnir vilja ekkert hafa með að gera. Svo virðist sem ég hafi, um stundar sakir, losnað við þessi skrípi. Sárin geta farið að gróa og ég orðið glaður aftur.

Eftir að maður er búinn að drekka kaffi eða borða hádegismat útí í bæ, verður stefnan sett á gymmið. Það er ætlunin að svitna og taka á því í um það bil einn tíma og síðan slappa af í gufubaðinu og trítla síðan heim.  Líklega verð ég svo latur og dasaður eftir gymmið að ég tek túnnelbanan (neðanjarðarlestina) frá Odenplan til T-Centralen og svo þaðan með rauðu til Universitetet þaðan sem ég verð vegna verkfalls strætóbílstjóra að labba 2 km km heim í íbúð.

Líklega bíður mín þá Daniel Easterman bókin mín á vísum stað og græna teið sömuleiðis. Annars þarf ég að sökkva mér í hinn ýmsasta fróðleik um Barcelona, því nú er farið að styttast í að stefnan verði sett á þann sögufræga staðinn. Bók Ildefonso Falcones um kirkjuna við hafið... var sannarlega skemmtilegt preludium fyrir þá ferðina. Núna verða það ferðamannabækur og slíkt sem gildir. Reyndar hef ég fengið ferðaráð frá vinum og kunningjum svo þetta ætti að vera tíma vel varið.  :)

Jæja, best að fara gera sig kláran, snyrta lítið eitt til í eldhúsinu og á baðinu. Vil ekki að þetta líti út eins og Beirut eftir 15 ára borgarastyrjöld.   Ajö...

 


Evran... skuggalegar afleiðingar fyrir einkafjárhag

Með orðinu einkafjárhagur á ég við það fjárhagslega umhverfi og forsendur sem einstaklingar lifa við í sínum nærheimi. Þá er ég að tala um þær fjárhagslegu forsendur sem einstaklingar eða fjölskyldur hafa útfrá launum gagnvart vístölum, vöxtum banka, þjónustugjöldum þeirra sömu og svo áhrifþáttum öðrum (matvöruverð, hiti, rafmagn, sími, net, bensín, lækna og lyfjakostnaður ofl.)  Með opinberum fjarhag á ég við það sem lítur að alheimsáhrifum á fjárlagagerð ríkisstjórna hvers tíma og svo hvernig þær ríkisstjórnir vinna sig í gegnum sveiflur og áhrifsþætti erlendis og heima.

Það er skoðun mín að með því að taka upp evruna, væri tekið óafturkræft hættuspor fram til óvissu og þrælbindingar þjóðarhags. Fastgengisstefna hefur kosti og galla. Erfitt er að segja að gallarnir séu fleiri en kostirnir, en lítum á staðreyndir málsins.  Þau lönd sem tekið hafa mót evrunni hafa flest öll orðið fyrir hækkandi verðlagi. Með það í huga að vöruverð (matvara sérstaklega og eldsneyti) hefur hækkað í verði, hafa þau lönd sem staðið hafa utan evrusvæðisins komist lítið eitt betur frá þessum vöruverðshækkunum.  Bretland, Noregur og Sviss. Að ferðast til suðrænna landa og halda að maður sé að spara pening í mat og gistingu t.d. á Spáni, í Portúgal, Ítalíu eða Grikklandi heldur ekki lengur. Vöruverð, matvara og slíkt kostar nákvæmlega jafn mikið og í Svíþjóð, Þýskalandi eða Danmörku.

Að taka upp evru er einnig tilfinningalegt mál. Að tengja íslensku krónuna evrunni, en halda samt áfram að slá íslenska mynt og prenta íslenska seðla er náttúrulega kjánalegur staðreyndarflótti. Ég held að eigum við að binda krónuna einhverri mynt, eigum við að binda hana einhverri tryggri mynt sem hefur ekki Evrópusambandstengingu.  Mér dettur í hug norska krónan. Að 10 IKR = 1 NOK.  Þetta gæti verið upphafið að nýj myntsambandi milli Noregs og Íslands; að Ísland fái eina hliðina á myntinni og Noregur hina. Af hverju ekki?   Þetta er nú bara hugmynd. Ég tel ekki að Ísland eigi að tengjast myntbandalagi eða gengi myntar Evrópubandalagsins þar sem við erum ekki meðlimir.  Normenn hafa afar tryggan fjárhag og eru skuldlaus þjóð.  Þeir hafa tryggan fót fyrir mynt sinni og því ástæðulaust að hafa áhyggjur af fjárhagsörygginu í framtíðinni.   

Kveðja frá einum sem er orðinn þreyttur á að nota íslenska krónur sem eru einskis virði.


mbl.is Evruhugmynd ekki ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggja bát, byggja bát...

Föstudagur og farið að hylla undir helgina. Það er spáð rigningu í dag hérna í Stokkhólmi en vænum 22°C.  Veðurfar hefur verið svona og svona núna í sumar. Síðustu dagarna hefur verið ýmist rigning eða kallt í veðri, eða hvort tveggja. Sólarglætan berst fyrir lífi sínu í dag. Það hrannast upp þung ský hér allt um kring og ég er farinn að spá í að byrja höggva niður eikurnar sem standa hérna í kringum Lappkärret nú skal byggð örk. Rigningin hefur orðið til þess að yfirborð litla vatnsins hérna úti hefur hækkað um 35cm. Ég byggi bara örk. "Örkin hans Baldurs" skal sú heita, og hefði Nói hreinlega skammast sín fyrir sína spónsmíð í samanburði við mína. Eða nei annars. Það eru svo fá dýr eftir á jörðinni að líklega ætti árabátur að nægja fyrir tilraunaglösin. Jamm, ég er sko ekki að fara neinstaðar til að moka skít undan einhverjum dýrum, heldur tekur maður bara dna próf og frystitösku og síðan er málið á hreinu. Ein frystitaska með dna frá öllum dýrum jarðar, míníbar, mjúkt og stórt rúm sem standa á á síðasta bjarndýrsfeldinum og gott bókasafn fyllt með reifurum eftir Daniel Easterman, nokkrum gömlum klassikerum, bókasafninu mínu og auðvitað einni biblíu (gamalli þýðingu). Maður verður að geta ryfjað upp hvernig þetta alltsaman fer. Reyndar verð ég að redda mér lifandi dúfum, ef ég á að geta leikið eftir stöntið hans Nóa en annars er ég bara góður.  

Nú fer ég að velta því fyrir mér hvort ég hendi ekki bara út þessum dna glösum öllum og troði ekki helling af moccaísnum hennar mömmu í frystiboxið í staðinn.  Svo get ég bara lifað á öldum hafsins óendanlega í hamingjusamri spillingu með þeim öllum sem eru mér kær.  :)   

Líklega ætti maður að hætta dreyma og bara vona að það fari að stytta upp. Regnboginn hefur sýnt sig núna í fjarska og líklega engin ástæða að fella neinar eikur nákvæmlega núna.  Þær eru svo fallegar og kræklóttar þarna úti í skóginum við litla vatnið.  :)

Jæja, best að fara gera eitthvað gagnlegt. Var að spá í að fara í gymmið núna eftir hádegi, svo er ég að vinna kl. 15:00 fram til kvölds og þá er ég að vonast til að eitthvað se í forheimskuappíratinu (sjóminu).   Hej då....

 


Herre, när såg vi dig hungrig, fattig, behövande...

Stutt hugvekja flutt vi messu í St. Jakobskirkjunni, Stockholm

Texti: Lúk. 16:19-31

 Vår herre Jesus Kristi nåd, Guds kärlek och den heliga Andes delaktighet vare med er alla. Amen.  

Berättelsen om Lasarus kunde lika gärna vara från våra dagar. Det finns djup i världen mellan dem som har för mycket av både mat, pengar og bekvämlighet og dem som är hungriga, som inte vet var de sover nästa natt och lever i fullkomlig osäkerhet.Jag är splittrad när det kommer till tiggare. Hur ofta går man inte förbi människor som ligger på gatan som har ställt fram en lapp var det står att de är hungriga, hemlösa eller bådadera. Hur ofta sitter man inte på tunnelbanan och förbi går en kille eller tjej med lappar som de lägger på stolarna med bild och kort text, det är folk som tigger för sig själva och anhöriga. Hur ofta händer det inte oss som färdas runt om staden att man har vägen förbi någon som är behövande. Jag har det som regel att jag inte ger pengar. Par gånger har jag kollat om jag har en slant i fickan, men ångrat mig. Vad är det dessa människor behöver mest?  Är det mat eller är det något annat. Jag funderar ibland, vem är jag att gå bara förbi? Jag är väl inget bättre än farisén og leviten i liknelsen om den barmhärtige samariern? Kanske är jag rädd att blanda mig i deras dystra öde, kanske vill jag inte utsätta mig för fara när jag tar fram min slant. Kanske vill jag bara inte ge pengar, utan något annat som kan hjälpa på längre sikt. De ber om pengar, men är det alltid det de behöver mest?  Det har hänt att jag har undvikit att gå förbi tiggare, eftersom jag inte har tid att få dessas hela lidandes historia över mig. Vad är det för hav och himmel som skiljer oss åt? Varför kan jag/vi inte se Lasarus i ögonen og lyssna på vad han har att säga?  Jag tror jag vet varför jag inte gör det. Det är rädsla att bli berörd om jag går i någon slags relation till Lasarus, så jag stänger honom ute. De gånger jag har givit mig tid og lyssnat till gatans Lasarus, givit honom tid att berätta, ropa ut sin lidande, har jag funnit en människa, en människa sårad, med livserfarenhet jag ibland har haft svårt med att relatera till, men under nere finns en liten liten människa, likadan som jag själv. Vad händer om vi tillåter oss att bli berörda?  Jag kan bara säga vad har hänt mig. Gatans Lasarus kan behöva mat, läkarvård, kläder, bad, hjälp i största allmänhet, tid men framför allt behöver han vänner.  Kanske är det därför att det blir så ”farligt” att gå in i en relation med våra dagars Lasarus, att han kan hota vår bekvämlighet. Det kan orsaka att vi blir uteslutna och att vi själva blir isolerade. Det som vi anser vara ”farligt” för oss är att vårt liv kan ändras. Istället för att bara hjälpa, skjuter man saken från sig och diskuterar heller var skulden för andras eländiga liv ligger. På det sättet slipper vi hjälpa andra ut ur deras isolering som har lika mångsidigt ursprung och de behövande är många.  Det är naturligt att vara rädd om sitt. Men är man bara rädd om sin bekvämlighet. Men till andras hjälp ger Herren Jesus oss sin styrka, kärlek och ande. Med det kan vi hjälpa våra behövande systrar och bröder. I Matteusevangeliet säger Kristus: ”Jag var hungrig og ni gav mig inget att dricka, jag var hemlös och og ni tog inte hand om mig, jag var naken och ni gav mig inga kläder, sjuk og i fängelse och ni besökte mig inte.”  Två verser längre fram kan vi läsa: ”Sannerligen, vad ni inte har gjort för någon av dessa minsta som är mina bröder, det har ni inte heller gjort för mig. Baldur  +


Ólafur Skúlason, biskup

Ólafur Skúlason

Biskup Íslands 1989-1997

Ólafur

Mig langaði bara með nokkrum orðum að minnast vígsluföður míns, herra Ólafs Skúlasonar biskups. Ég sat harla lengi við tölvuskjáinn minn þegar ég hafði meðtekið orðin á skjánum um fráfall herra Ólafs og ég leyfði hugsununum að streyma fram með framvindu hvíta tjaldsins. Síðan slökkti ég á tölvunni.

Í Stokkhólmi er blautt í dag, regnið lemur á rúðunum og það drynur í strætóunum sem aka framhjá. Það er farið að skyggja og það er eins og hljóð veðurs og umferðarinnar hérna fyrir utan kalli fram minningarbrot þess tíma þegar ég hafði svarað kalli herra Ólafs og sótt að fara sem sóknarprestur austur á land (1997). Fyrstu kvöldin þegar ég og kona mín höfðum eignast okkar fyrsta barn og ég var einn heima, nýkominn frá sjúkrahúsinu, með það verkefni að eiga standa í fyrstu jarðarför minni. Rigningarslyddan barði á gluggunum í Lagarfellinu, hljóð frá vélum stórra jeppa íbúanna buldu þegar stigið var á bensínið þegar upp var ekið hjallan framhjá mínu húsi og ég sat kvíðafullur og uppgefinn í stólnum mínum og var að myndast við að skrifa minningarorð og fara yfir atferli þess sem síðar varð fyrsta útfararathöfnin mín. Ég minntist þá orða herra Ólafs biskups, orða sem hann hóf samtal með mér rétt eftir að hann hafði vígt mig: "Séra Baldur! Mundu, að vera prestur er ekki starf; það er líf. Sumum reynist þetta þrautalítið, öðrum ekki. Köllunin helst í hendur við lífið; ef lífið er erfitt berst trúin fyrir lífið, þegar trúin á erfitt, berst lífið fyrir hana. Þetta helst einatt i hendur. Enginn á að gerast prestur bara til að messa á jólum". Bundin í bæn mína um styrk til komandi tíma höfðu þessi orð hans mikla þýðingu og knúðu mig áfram við erfiðar aðstæður.

Herra Ólafur var einatt hlýr við mig. Hann verkaði vera það sem ég skil sem "hirðir hirðanna". Þegar ég var að synda í Laugunum átti hann það til að koma til mín og spyrja hvernig gengi á akrinum. Hann hlustaði sem sá sem hafði reynsluna, sem þeim sem ekki var sama og sem þeim sem lét sér annt um prestana sína. Kirkja herra Ólafs var hin lifandi óstofnunarlega kirkja fólksins. Kannski var hún kirkja á tímamótum.  En herra Ólafur var alltaf hinn hlýi, ræktunarsami og vakandi biskup, hinn tryggi prestur prestanna og til hans var einatt hægt að leita eftir hvatningu eða leiðsögn.

Guð blessi minningu vígsluföðurs míns, herra Ólafs Skúlasonar, fyrrv. biskups Íslands. Votta frú Ebbu og fjölskyldu alla mína samúð.


Grátandi börn og æpandi ungviði

Á baðherberginu er svona lofttúða fyrir ofan baðkarið. Svona loft/rakahreynsibúnaður finnst í öllum 34 íbúðum hússins. Í nótt skrapp ég á klósettið og "sat þar í hægðum mínum". Þá rann upp fyrir mér skelfilegur sannleikur þessa húss að líklega sé verið að þrælpína, limlesta eða meðhöndla lítil börn af ólýsanlegri vonsku og hatri.  Nei, reyndar ekki. En hljóðið frá lofthreinsibúnaði hússins, er einmitt svo búið að einhversstaðar í stokkum eða rörum, ventlabúnaði eða hreyflum myndast hljóð sem minnir neyðar- og þjáningarhróp bortnumdu barnanna í Pankot Palace í kvikmyndinni um Indiana Jones and the Temple of Doom. Þetta eru hljóð sem minna á ungbarnagrát, sársaukaskræki og breim í köttum.  Já, þetta er flott bakgrunnshljóð fyrir hvaða hryllings- eða serialmörderræmu sem helst.

Reyndar setur oft að manni óhug þegar maður villist inn á klósettið svona síðla nætur. Óneitanlega fer maður að skapa sögubakgrunn fyrir þessi ó-hljóð. Ég hef ímyndað mér að á fjórðu eða fimmtu hæðinni séu þrælabúðir með gámainnfluttum börnum, eða börnum sem rænt hefur verið þegar fjölskyldan hefur verið á ferðalagi. Þau sitja þarnar grátandi blessuð börnin og sauma fótbolta fyrir næstu EM keppni, eða spinna fín klæði úr kóngullóarvefjunum sem umlykja hraunkennt ytra byrði hússins. Hver veit. Vegna þess hversu tilraunir lyfja- og snyrtivöruiðnaðarins á dýrum hafa mælst illa fyrir, hafa þessir aðilar tekið að nota lítil börn. Það má vel ímynda sér að einhver þessara barna ólmist sem minkar eða refir í búrum í einhverri íbúðinni á fjórðu eða fimmtu hæðinni. Að grátur þeirra og gnístran tanna skeri sig upp í gegnum loftræstikerfi hússins, gegnum merg og bein allra þeirra sem leyfa sér í þögn Stokkhólmsnæturinnar að fara inn á klósett.    úúúúúhhhhhaaaaa...


Rólegt kvöld og kvöldsólin hefur gengið til viðar

Það er kvöld í Stokkhólmi og farið að skyggja svo um munar. Fyrir um klukkustund var lesbjart úti, en núna er næstum almyrkur á himni og jörðu.  Ég er búinn að vera stússast í veraldlegum hlutum í dag. Fannst það vera rétt að vega upp á móti þeim andlega fimmtudegi gærdagsins sem var. Messan í gær gekk vel, þónokkuð magir voru mættir og sálmasöngurinn a capella gekk vel. Organistinn er í sumarfríi og því sér maður bara sjálfur um sönginn. Ekkert að því í sjálfu sér ef maður er búinn að velja sálma og æfa þá lítið eitt.  Par frá Uppsölum hafði samband við mig sama dag og bað mig að skíra barnið þeirra áður en þau færu heim til Íslands í haust. Við þessu var að sjálfsögðu orðið og mun skírnin  verða í ágúst í Þrenningarkirkjunni hliðiná dómkirkjunni.  Þetta verður svo fínt. Alltaf gaman að geta orðið fólki að liði. Í dag hef ég gert drög að nýrri erfðaskrá, búinn að skipta um á blómunum mínum, búinn að þrífa og stinga út úr kotinu og gera smekklega hreint og fínt fyrir komandi viku sem er frívika. Jamm, ég á sumarfrí í eina viku. Reyndar hef ég messu í næstu viku en hana hef ég þegar undirbúið að mestu. Búinn að skrifa hugleiðinguna, gerði það reyndar í dag úti á svölum, í dýrðarinnar fulgasöng og yndislegum 27°C heitum blænum.

Í kvöld voru nokkrir gestir hérna hjá okkur í Lappis. Þetta var lítill hópur af vinum sem komnir voru til að borða "älgfärslimpa" með kartöflum, sósu og lingonsultu. Þetta var hrikalega gott á bragðið og allir hæstánægðir.  Slatti af rauðvíni og hvítvíni var skolað niður. Reglulega góð stemning. Auðvitað var skálað í Brennivín að íslenskum hætti, enda alltaf beðið um það þegar gestir koma. Fanna systir hafði borið til bróður síns góðan dreytilinn og var hann vel þeginn. BRennivín í kók er með því besta sem er til. Gestirnir voru hæstánægðir.

Nú fer að styttast að Hrönn, Georg, Ásdís og Eiríkur flytji til Íslands. Við komum að sakna þeirra. Gott fólk!  :(

Jæja, best að fara koma sér í bælið. Vonandi er óhætt að sofa með opinn glugga og að engar engisprettur kássist inn á mann í nótt.   Bestu kveðjur til Íslands


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband