Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Íbúð til sölu skítódýrt

Hef ljómandi bjarta íbúð á fyrstu hæð til sölu á miðju Gaza-svæðinu. Verðið er hagstætt og greiðslukjörin eftir því aðgengileg. Íbúðin er laus til flutnings nú þegar, þar sem íbúarnir eru allir látnir. Íbúðin er björt og staðsett í hringiðu miðbæjarins. Þetta er samt spennandi hverfi og bílastæðamál eru leyst um ókomna framtíð.  Ekki þarf að mála eða hafa áhyggjur af lögnum því engar eru lengur til staðar. Rétt er að skipta um gólfefni þar sem okkur hefur ekki tekist að fjarlægja alveg allar yrjur af fyrri eigendum. Skólprör eru á staðnum, en sennilega full af steypu og öðrum byggingarefnum. Aðkoma er enn erfiðleikum bundin, en með réttum pólitískum tengslum má komast lifandi að húsinu.  Útsýni er gott því öll önnur hús hafa verið sprengd burt. Þannig er þessi íbúð, staðsett miðsvæðis, með fjarska gott útsýni athygliverður kostur fyrir þá sem hafa áhuga á hernaðarsögu, stjórnmálaflækjum og spennandi hversdegi.

Við hjá "Byggt og burtsprengt ehf." hvetjum áhugasama að hafa samband hið fyrsta - eða áður en landtökufólk flykkist á staðinn. 

Íbúðarsýning kl. 12:30-14:30 (vopnahléstími). Verið vel vopnum búin og takið með hugsanlegt tilboð. Engar teikningar eru til af húseigninni. Við fullyrðum að þið verið ekki fyrir sprengjufalli.

Góðar stundir!


mbl.is Kallað eftir friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skömm á skömm ofan

Mér verður hugsað til Davíðs og Golíats! 

Hversvegna, spyr ég á þessum laugardegi, megum við Íslendingar ekki fá einhverja uppreisn æru?  Hversvegna unna ekki íslensk stjórnvöld Íslensku þjóðinni þess að fá eitthvað af stolti sínu til baka? 

Yfir 88.000Íslendingar hafa sett nafn sitt við þá undirskriftasöfnun sem Indefence samtökin hafa beitt sér fyrir. Nú skal því spara aurana og kasta krónunum - vegna þess að íslenska þjóðarstoltið og vitundin er ekki þess virði að mati stjórnarflokkanna að við berjumst fyrir hana.

Peningum sem 200 miljónum króna hefur verið eytt hingað til í veisluhöld, laxveiðiferðir, einkabílaakstur, Kínaferðir, óþarfar ferðir maka ráðuneytisstarfsmanna og svo framvegins. Lengi mætti telja!  Kunna margir fróðlegar tölur í þessu sambandi.  Af hverju unna ekki stjórnmálamenn Íslensku þjóðinni þess að sigra Golíat! Hvílíkur móralskur sigur yrði þetta ekki?  

0008

Kveðja frá stoltum Íslendingi í útlöndum!


mbl.is Stjórnvöld spara aura en kasta krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tala sem á eftir að stíga

Það sem Íslendingar héldu vera stóráfall á árinu 2008 var einungis byrjunin á skriðu gjaldþrota fólks og fyrirtækja. Enn á ný virðist sem auðtrúa Íslendingarnir hafi haldið að allt yrði betra eftir áramótin og þetta hefði bara verið sem vondur draumur. "En núna er Pamela vöknuð og Bobby er ekki kominn til baka."  Ég held að það sé kominn tími til að fólk átti sig á afleiðingum þess að biðja IMF um fyrirgreiðslu. Vextir hafa snarhækkað, ungt fólk á eftir að tapa húseignum sínum í hundraðavís og fyrirtækin stóru og smáu, munu enn fleiri gefast upp fyrir lækkun kaupmáttar fólks, fátækt og aukinni misskiptingu í samfélaginu. Hinir fátæku verða fátækari, meðan aðrir frá ofurlaun.  Ljót sýn, en svona er þetta. Hættum að gefa fólki hálfan sannleikan, það er best að taka þetta út nú þegar!
mbl.is 3.500 fyrirtæki í þrot?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsleit hjá stjórnmálaflokkum

Ég er á því að gera eigi húsleit hjá ÖLLUM stjórnmálaflokkum!  Bankaráðum, Fjármálaeftirliti og Seðlabanka. Þjóðin vill gjarnan vita meira hvað fór úrskeiðis. Og að allt verði grandskoðað og síðan birt opinberlega. Já - við viljum meiri upplýsingar.
mbl.is Húsleit hjá Teymi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verdun-sur-Meuse 1916

 gazaVerdun-sur-Meuse  1916

Árið 1916 börðust Frakkar og Bretar mót sterku liði Þjóðverja við litla bæinn Verdun-sur-Meuse. Þessar þjóðir börðumst af öllu afli og engu var til sparað til að framgangur þjóðanna yrði sem bestur; sóknarstríð Þjóðverja gegn varnarstríði Frakka og Breta. Í þessari orrustu sem stóð frá 21. febrúar til 18. desember létust (að talið er) yfir 300 000 hermenn. Afrakstur þessarar viðbjóðslegu var enginn. Þegar uppi var staðið hafði ekki einn metir unnist. 300 000 menn höfðu látist og um 500 000 voru særðir (margir örkumlaðir). Sálarmein þeirra sem lifðu og sorg aðstandenda er ólýsanleg.

Ekkert vannst!

Í dag er barist hér og þar um allan heiminn. Skæruhernaður er daglegt brauð í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu. Eyjaálfa fékk að kenna á sprengingum fyrir nokkrum árum, barist er enn um yfirráð og fyrir mannréttindum á Kaldóníu. Asía líður á mörgum stöðum. Opin sár hefur hún í Kambódíu, Laos, Norður-Kóreu, Sri-Lanka, Indlandi/Pakistan, Tíbet, Afganistan, Georgíu, Írak, Armeníu... og Asíuhluta Rússlands. Suður-Ameríka er ekki laus við þessi illalyktandi kýli mannvonsku og baráttu fíkniefnabaróna og erindreka dauðans. Fátæktin er voðalega í mörgum ríkjum þessarar álfu og lítur maður norður á bóginn flýr fólk enn yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó og frá ríkjum Vestur-Indía. Flótti frá fátækt, þvingunum, óöryggi og martraða á vökutíma. Bandaríkin eru sjálf í óbeinum hernaði hér og þar um alla jörðina. Sumstaðar er vopnum beitt, annars staðar er dollurum beitt með sömu niðurstöðu. Afríka, já - Afríka. Þangað þarf ekki að senda herlið.  AIDS og malaría fellir hundruð á hverjum degi. Hungur og sjúkdómar aðrir drepa hina. Þeir fáu sem rekist hafa á peningasendingar frá ríkum þjóðum heimsins, sækjast eftir völdum með vopnavaldi og upphefja mismunum og ójöfnuð meðal sinna. Arabalöndin eru sér sjálf sundurþykk. Shítar og súnnítar skilja ekki hvora aðra en sameinast í hatrinu mót Gyðingum og Ísrael. Evrópa stendur víða bak við hrærigrautinn í nálægum löndum, þykist vera hjálpa en dauðskammast sín fyrir undangengnar aldir, nýlenduvæðingu og viðskilnaðinn við þessar þjáðu þjóðir sínar, sem nú vilja bara vera taldar til þjóðanna og vera virtar fyrir það sem ekki tókst að eyðileggja eða breyta til óþekkju.  Evrópa vonar að allir séu búnir að gleyma og segir bara: "Evrópubandalagið er lausn alls vanda: eigum við ekki bara horfa fram á við".  Svo einfalt er þetta bara ekki allt.  Og ekki hafa allir gleymt.  Enn eru börn og barnabörn hermannanna sem stríddu og örkumluðust eða dóu við Verdun að minnast þessa viðbjóðslega fórnakastar - já fórnarkastar hvers?  Ég veit það ekki. Hreinlega veit það ekki.

 

Tilgangslaus morð, ótti, rótleysi, hatur, ofstopi, þjáningar og árásir. Heimurinn horfir á sem hann væri að horfa á hanaslag eða hundaat. Allir bíða átekta og engir vilja fá blóðið á sig sem spýtist í allar áttir og yrjast á alla sem standa of nærri. Þetta er harmleikur margra þjóða. Margar þjóðir eiga hlut að máli, en forðast alla ábyrgð. Allir bíða átekta og vilja ekki blanda sér of djúpt í ágreiningsmálin því það gæti sannarlega velt við steinum sem ekki má velta. Þjóðir heims eru sannarlega ekki tilbúnar að setja sig í siðferðisumræðu nútímans - ekkert frekar en þær sýndu snilli sína fyrr á tímum í þeim málum.  Sá sem stendur hjá og horfir á, hefur krafta og afl að skilja deilendur - en gerir það ekki: Er sannarlega þáttakandi og ábyrgur.  Þannig er það, þannig hefur það alltaf verið - þegar það hefur passað þessum þjóðum. Það passaði sameinuðu þjóðunum SÞ að fara inn á Balkanskagann. Það hentar ekki þjóðum heims að bregðast við Ísrael/Palestínu deilunum.

Þetta er svo ljótt, svo ljótt. Hversu lengi á fólk að líða?  "Hversu lengi, ó Guð" (eins og sálmaskáldið í Davíðsálmunum segir svo oft)


mbl.is 12 úr sömu fjölskyldu létust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... og allir munu skilja!

Já allir munu skilja af hverju hjónabandið gekk ekki lengur. Ósamstaða, ólík lífssýn, áherslubreytingar á seinni stigum og svo þroskaðist annað bara meira en hitt og þá varð eftir ágreiningur sem ekki var hægt að leysa vegna þroskamuns. Barnatrúin hélt ekki undir álagi meðan hinn aðilinn hafði gengið fram í fróðleiksfýsn og þekkingaraukningu.

Allir munu skilja....    Björn ætti að sjá að ljóst er að það þjónar engum hagsmunum að halda dauðahaldi í ráðherrastólanna. Þeir eru einskis virði. Enginn virðir stjórnmálamenn á Íslandi lengur; það hvorki trúverðugt né heldur virðingarvert að vera ráðherra lengur.


mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Júdea... hvað er að gerast?

"Mikið mannfall hefur verið á óbreyttum borgurum Palestínumanna undanfarna daga en að minnsta kosti 442 hafi látið lífið, þar á meðal 75 börn, samkvæmt læknum á Gaza-svæðinu sem AFP-fréttastofan ræddi við."

Líklega best að spyrja fjölskyldur og vini þessa fólks hvað því finnist um stjórnarstefnu sinna manna. En hér deila ekki bara tvær þjóðir - ekki um land eða trú!  Hér er það heiftin sem er eldsneytið í baráttunni. Hér eru ekki friðelskandi Gyðingar eða Arabar sem berjast. Þetta fólk er í sjálfsvörn.  En fyrir hverjum?

Þetta er eins og spila "RISK" spilið.  Peðum er kastað til og frá á heimskortinu og það sem er sorglegast er að fólki sem á enga aðra möguleika er blandað inn í baráttu stórvelda og sjúkra huga fáeinna manneskja sem stýra sínum peðum í valdasýki og hatri.

Maður spyr sig bara hvar vandamálið hófst í rauninni. Voru þessir vondu gerendur í stríði fátækra þjóða klæddir asnalega eða flengdir fyrir framan alla í æsku?  Var híað á þá eða hæðst að þeim?   Eitthvað hefur jú farið úrskeiðis við uppeldið.  Ljótt að heyra! 

Hugsum til þess fólks sem að ósekju missir barn í kvöld, einhvern nákominn, í fyrramálið eða í dag meðan við horfum á einhverja heilalausa ameríska bíómynd.   Já - minnumst þessa fólks! 


mbl.is Harðar árásir á Vesturbakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðvirkni af verstu tegund

Ég hef fylgst með fréttum af bardögum, fólskulegum árásum, hryðjuverkum og viðbjóði í þessu stríðshrjáðasta landi heima, Landinu Helga.  Hver ber ábyrgð er ekki áhugaverð spurning lengur. Sagnfræðingar framtíðarinnar munu fá að skilgreina ástandið; orsakir og afleiðingar.  En núna er greinilega allt farið enn eina ferðina úr böndunum.

Vesturlönd og grannlöndin hafa verið meðvirk of lengi.  Þau er þau lönd sem bera ábyrgð á að allt er farið til fjandans í Landinu Helga.

Mín tillaga (þið megið senda mig sem sérlegan sáttasemjara): Settur verður punktur við það sem gerst hefur hingað til. Allt verður sett til hliðar. Ísrael og Palestínu verður ekki skipt upp. Þjóðarbrotin munu ALDREI fá sitthvort landið.  Það er einfaldlega ekki nægilega stórt og gjöfult til að 2 ríki nái að framfleyta sér án styrkja annarra landa. Meðan styrkir koma frá öðrum löndum og bandalögum verður aldrei friður.  Þetta verður eitt land þar sem tvítyngi verður bundið lögum, menningin verði í fjölbreytninni falin og út á við sem inn á við munu þjóðirnar 2 deila öllu.  Þetta verði afarkostir alþjóðasamfélagsins.


mbl.is Báðir ábyrgir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég veit ekki, sé ekki, finn ekki

Það kemur mér alltaf meira og meira á óvart hvað stjórnmálamenn á Íslandi vita lítið. Þeir virðast upp til hópa vera meðal þeirra óupplýstustu einstaklinga á Íslandi (og þótt víðar væri leitað). Hvernig stendur á því að þeir geta borið fyrir sig þekkingarleysi og minnisleysi þegar inntir eftir staðreyndum og stöðu veigamestu mála þjóðarinnar?  Þetta skil ég ekki!

Ef hefði ég boðið þjóðinni þjónustu mína, verið í fararbroddi fyrir íslensk stjórnmál og til og með stýrt þjóðarskútunni (og fengið ofurlaun fyrir) hefði ég gert mér far um að vera upplýstur um smáatriði mikilvægra mála.

Svo er ekki með Geir H Haarde. Hann forpokast við gömlu lummuna um minnisleysi og þekkingarbrest.  Þetta nær ekki neinum áttum lengur.


mbl.is Ekki viss um samskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það

Ég var að lesa blogg Ólínu Þorvarðardóttur ttp://olinathorv.blog.is/blog/olinathorv/entry/741256/ og fannst ég knúinn að leggja nokkur orð hér inn á mitt blogg. Ólína hefur á réttu að standa.  Það versta er að Íslendingar eru ekki vanir að segja frá þegar þeim misbýður. Ástæðan er hein og einföld:  Allir eru spilltir.  Sama hvert litið er, allir reyna að svíkja út peninga.  Bankarnir gera það löglega en siðlaust, einstaklingar ólöglega því þeir eiga ekki kost á öðru.   Þannig er Ísland.  Það er búið að eyðileggja sýn Íslendingsins á heiðarleika. Hvað herrarnir hafast að, hinir halda sér leyfist það!   Með fordæmi stjórnvalda hefur þjóðin séð að það er ekki til neins að vera heiðarleg. 

Sýndarsiðfræði stjórnmálamanna og háttarlag i fjölmiðlum þegar þeir hálfkæfðir í bindishnútunum sínum reyna að segja eitthvað "formlegt" annað hvort á slæmri kanselísku eða svo vitstolnu málfari að engum skilst orð eða meining af því sem þeir segja. Þessu fólk lærist aldrei að ljúga að þjóðinni. Lygin er svo gegnsæ og þjóðinni misbýður meir og meir þar til þeirri stund er náð að fólkinu, þjóðinni stendur hreinlega á sama.  Hjónin sem leikið hafa séð með kennitölur og verið í fyrirtækjaleik eru kannski holdgervingar þess samfélags sem stjórnmálamenn hafa unnið hvað ötulast að að skapa.

Ráðumst að grunni vandans ekki að afleiðingunum bara.  Slökkvum eldinn, en komum í veg fyrir frekari bruna!


mbl.is Next og Noa Noa aftur í eigu sömu hjóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband